föstudagurinn 27. júní 2014

Skrímsli á Stímpönkhátíð Bíldalíu

Skrímslin eldast vel
Skrímslin eldast vel

Kómedíuleikhúsið er nú komið til Bildaliu í Arnarfirði. Þar fer fram fyrsta Stímpönkhátíð þjóðarinnar, já bara núna á helginni. Framlag okkar til hátíðarinnar er sýningin Skrímsli sem sannarlega er í anda Stímpönk formsins og tískunnar. Sýnt verður bæði á laugardag og sunnudag í Gamla skóla. Leiksýningin Skrímsli var sýnd árið 2007 og var einmitt frumsýnt hér í Bíldalíu. Það er gaman að geta boðið uppá þessa sýningu að nýju en þó verður hún ekki í fullri lengd því um 20 mín útgáfu af Skrímslum er að ræða. 

Skundið í Arnarfjörð mekka skrímslanna á Stímpönkhátíð Bildalíu á helginni. Því þetta verður eitthvað. 

mánudagurinn 23. júní 2014

Lokasýning á Gísla Súra

Nú fer Gísli loksins í sinn súr
Nú fer Gísli loksins í sinn súr

Síðasta opna sýningin á verðlaunaleiknum Gísli Súrsson verður núna á fimmtudag 23. júní kl.20. Sýnt verður á söguslóðum á Gíslastöðum í Haukadal einmitt þar sem sá Súri tók land. Miðaverð er aðeins 2.500.- kr og það er posi á staðnum.

Verðlaunaleikurinn Gísli Súrsson hefur verið á fjölunum síðan 2005. Nú um 300 sýningum seinna um land allt og einnig víða erlendis er komið að lokum. Þetta hefur verið frábær tími og við þökkum mikið góðar viðtökur sem við höfum fengið. 

Gísli er þó ekki alveg búinn að pakka niður því leikurinn verður sýndur á Miðaldadögum á Gásum í júlí. Einnig munu nokkrir hópar mæta á Gíslastaði í sumar og sjá þessa vinsælu sýningu. Síðustu hóparnir koma til okkar 20. ágúst en þá verða tvær sýningar sem eru þær allra síðustu á Gísla Súrssyni. Efir það mun sá Súri fara endanlega í sinn súr enda kominn tími til. 

föstudagurinn 20. júní 2014

Frystiklefinn í kveld, Reykhólar á morgun

Fjalla-Eyvindur mætir ískaldur í Frystiklefann og þar á eftir í sveitina á Reykhólum
Fjalla-Eyvindur mætir ískaldur í Frystiklefann og þar á eftir í sveitina á Reykhólum

Kómedíuleikhúsið heldur áfram ferð sinni um landið. Í kveld, föstudaginn 20. júní, verður Fjalla-Eyvindur sýndur í hinu frábæra leikhúsi Frystiklefanum á Rifi. Leikur hefst kl.20 og er miðaverð aðeins 2.900.- kr.

Á laugardag verður Fjalla-Eyvindur og Gísli Súrsson á Reykhólum. Sýnt verður í tilefni af hinni skemmtilegu hátið Gengið um sveit sem þar er haldin um helgina. Sýnt verður í sal Báta- og hlunnindasýningarinnar og verður boðið uppá sannkallað kaffileikhúskveld. Húsið opnar kl.18.30 og leikurinn hefst klukkutíma síðar. Miðaverð á báðar sýningarnar er aðeins 3.500.- kr.

Lokasýning í Gamla bíó
Lokasýning í Gamla bíó

Boðið hefur verið uppá sérstaka útlagatvennu í Gamla bíó í Reykjavík síðustu vikur. Þar hafa verið sýndir tveir einstakair einleikir um þekktustu útlaga þjóðarinnar Gísla Súrsson og Fjalla-Eyvind. Nú er komið að síðustu sýningu. Sýnt verður mánudaginn 16. júní kl.20 í Gamla bíó. Miðasala er í blússandi gangi á midi.is. 

Verðlaunaleikurinn Gísli Súrsson hefur verið sýndur við miklar vinsældir síðastliðin tíu ár. Leikurinn hefur unnið til fjölda verðlauna og verið sýndur um land allt og víða erlendis. Fjalla-Eyvindur er nýr af nálinni og var frumsýndur í lok síðasta árs. Leikurinn hefur hlotið góðar viðtökur og verið sýndur víða. 

fimmtudagurinn 12. júní 2014

Gísli Súrsson á Gíslastöðum í kveld

Gísli Súrsson á fjölunum í allt sumar og svo ekki meir
Gísli Súrsson á fjölunum í allt sumar og svo ekki meir

Verðlaunaleikurinn Gísli Súrsson verður sýndur á Gíslastöðum í Haukdal í kveld kl.20. Miðaverð er aðeins 2.500.- kr og það er posi á staðnum.

Það er sérlega gaman að sýna Gísla Súrsson á söguslóðum í Haukadal einmitt þar sem sá Súri tók land. Fjölmargar sýningar verða á leikritinu bæði í Haukadal, Reykjavík, Eyjafirði og víðar í sumar. Alls er um að ræða yfir 20 sýningar þetta sumarið og telst það líklega svolítið gott. En nú er líka að verða komið gott. Því þetta bráðum 300 sýnda verðlaunaleikrit verður brátt pakkað niður. Á ekki að hætta leik þá hæst hann stendur? Það er því ástæða til að hvetja þá sem enn eiga eftir að sjá Gísla Súrsson að bregða sér á sýningar okkar í sumar. Síðustu sýningar á Gísla Súrssyni verða miðvikudaginn 20. ágúst en þá verða sýndar tvær sýningar og það er uppselt á þær báðar. 

Leikritið Gísli Súrsson hefur verið stór partur af starfsemi Kómedíuleikhússins í ein 10 ár en nú munu aðrar hetjur taka við strax á komandi leikári 2014 - 2015. Sannarlega kómískt haust framundan. 

mánudagurinn 9. júní 2014

Ný Þjóðleg hljóðbók á ensku

Lokins komin Þjóðleg hljóðbók á ensku
Lokins komin Þjóðleg hljóðbók á ensku

Kómedíuleikhúsið hefur gefið út nýja Þjóðlega hljóðbók og nú á ensku. Um er að ræða úrval íslenskra ævintýra og þjóðsagna í snildar þýðingu Guðjóns Ólafssonar. Icelandic Fairy- and Folk Tales nefnist hljóðbókin og er nú fáanleg á heimasíðu Kómedíuleikhússins sem og í bókaverslunum um land allt. 

Á Icelandic Fairy- and Folk Tales er úrval ævintýra og þjóðsagna úr hinum íslenska sagnarafi. Sögur á borð við Bakkabræður, Giltitrutt auk úrvali álfa-, drauga-, galdra- og tröllasagna. Lesari er Elfar Logi Hannesson. Icelandic Fairy- and Folk Tales er kærkomin nýjung í Þjóðlegu hljóðbókaútgáfu okkar. Icelandic Fairy- and Folk Tales er fjórtánda hljóðbókin sem Kómedíuleikhúsið gefur út en óhætt er að segja að útgáfunni hafi verið vel tekið. Nú þegar eru fjórar fyrstu hljóðbækur okkar uppseldar. 

Gísli mætir Fjalla-Eyvindi í 101
Gísli mætir Fjalla-Eyvindi í 101

Sýningar Kómedíuleikhússins í Gamla bíó í Reykjavík halda áfram á helginni. Á föstudag og laugardag verður verðlaunaleikurinn Gísli Súrsson sýndur á ensku kl.20 báða dagana. Á sunnudag, Hvítasunnudag, kl.20 verður útlagatvenna þar sem Gísli Súrsson og Fjalla-Eyvindur verða sýndir á sama kveldinu. Miðasala á allar sýningar er í blússandi gangi á midi.is

Vart þarf að kynna verðlaunaleikinn Gísla Súrsson mikið. Sú sýning hefur verið í gangi síðan 18. febrúar 2005 og eru sýningar að nálgast þriðja hundraðið. Fjalla-Eyvdindur er hins vegar ný sýning sem var frumsýnd í lok síðasta árs og hefur sannarlega hitt í mark. Nú þegar hefur leikurinn verið sýndur um 20 sinnum en nú loksins mæta þessir þekktustu útlagar þjóðarinnar saman í leikhúsinu. Aðeins eru tvær sýningar eftir í Gamla bíó á útlagatvennunni núna á sunnudag og svo á mánudag 16. júní kl.20. 

mánudagurinn 2. júní 2014

Hemma Gunn stund í Haukadal

Hemmi með Lubbu og Unni fóstru sinni í Haukadal
Hemmi með Lubbu og Unni fóstru sinni í Haukadal

Á fimmtudaginn verður sérstök Hemma Gunn stund á Gíslastöðum í Haukadal Dýrafirði. Sýnt verður verðlaunaleikritið Gísli Súrsson og er aðgangur ókeypis. Sýningin hefst kl.20 og er megintilgangur kveldsins að koma saman,hafa gaman og síðast en ekki síst hlæja saman að hætti Hemma Gunn.

Hemmi Gunn var mikill Haukdælingur. Hjá fóstru sinni, Unni á Húsatúni, átti hann margar góðar stundir fyrst þegar hann var lítill púki og fór þangað í sveit. Allt eftir það koma hann mikið í Haukadal vetur sem sumar enda er þar gott að vera. Hemmi Gunn var mikill vinur okkar og söknum við hans mikið í Haukadalnum. Við viljum því heiðra minningu okkar Hemma Gunn með leiksýningu á Gísla Súrssyni á Gíslastöðum sem er í hjarta Haukadals.

Til gamans má geta þess að Hemmi sagðist einmitt hafa verið Gísli Súrsson í fyrra lífi. Það er ábyggilega alveg satt. 

Verið velkomin í Haukadal og höfum gaman saman. 

Gísli Súrsson gerir sig kláran í að herja á 101
Gísli Súrsson gerir sig kláran í að herja á 101

Hátt í 300 sýningar um land allt og víða erlendis en ekki margar í Reykjavík. En nú er loksins komið að því að verðlaunaleikurinn verður sýndur í Reykjavík. Sýnt verður í Gamla bíó og er fyrsta sýning á Uppstigningar 29. maí kl.20. Gísli verður þó ekki einn í för því einnig verður sama kveld sýning á gamanleiknum Fjalla-Eyvindur. Það verður því sannkölluð útlagatvenna á fjölunum í Gamla bíó. Gísli hefur leik enda eldri og eftir hlé tekur Fjalla-Eyvindur við. Miðasala á sýninguna fer fram á www.midi.is 

Tvær aðrar sýningar verða á Gísla Súra og Fjalla-Eyvindi í Gamla bíó. Á Hvítasunnudag 8. júní og mánudaginn 16. júní kl.20 báða dagana. 

Gísli Súrsson verður einnig sýndur á ensku í Gamla bíó á sama tíma. Fyrsta sýning verður miðvikudaginn 28. maí kl.20 og er miðasala eftir sem áður á www.midi.is 

miðvikudagurinn 14. maí 2014

Gísli Súrsson og Fjalla-Eyvindur í Gamla bíó

Þekktustu útlagar þjóðarinnar sameinast í Gamla bíó
Þekktustu útlagar þjóðarinnar sameinast í Gamla bíó

Brátt hefjast sýningar Kómedíuleikhússins í Gamla bíó á tveimur vinsælum verkum. Um er að ræða verðlaunaleikinn Gísli Súrsson og gamanleikinn vinsæla Fjalla-Eyvind. Verkin verða sýnd saman á íslensku og verður fyrsta sýning á Uppstigningardag 29. maí kl.20 í Gamla bíó. Gísli Súrsson verður einnig sýndur á ensku og verður fyrsta sýning daginn áður eða miðvikudaginn 28. maí kl.20 í Gamla bíó. Verkin verða svo sýnd reglulega næstu þrjár vikurnar í Gamla bíó eða frá lok maí og fram í miðjan júní.

Miðasala á allar sýningar fer fram á midi.is 

Eldri færslur