Bakkabærður

Sýnt um land allt

Pantanasími: 891 7025

https://www.facebook.com/K%C3%B3med%C3%ADuleikh%C3%BAsi%C3%B0-68281804072/videos/272780707832257

 

 

Bakkabræður er bráðfjörugt brúðuleikrit um hina einu sönnu bræður frá Bakka þá Gísla, Eirík og Helga. Kómedíuleikhúsið hefur fangað fjörið sem fylgir þessum þekktustu klaufabárðum Íslandssögunnar og setur upp sýningu þar sem ævintýri Bakkabræðra eru færð yfir í töfrandi búning brúðuleikhússins.

Lögin í sýningunni eru sungin af Diddú við tónlist sem Björn Thoroddsen, gítarleikari, semur og flytur. Marsibil G. Kristjánsdóttir hannar ævintýraheim leiksýningarinnar og gerir brúðurnar sömuleiðis. Leikari og þjónn brúðanna er Elfar Logi Hannesson, sem einnig er höfundur verksins ásamt Sigurþóri A. Heimissyni sem jafnframt leikstýrir.

Verið velkomin til Vestfjarða á Bakkabræður.

 

Leikari/Höfundur: Elfar Logi Hannesson

Söngur: Diddú

Tónlist: Björn Thoroddsen

Brúður/Leikmynd/Búningar: Marsibil G. Kristjánsdóttir

Lýsing: Sigurvald Ívar Helgason

Leikstjórn/Höfundur: Sigurþór A. Heimisson

Gísli Súrsson

Miðasölusími: 891 7025
Miðasölusími: 891 7025

Verðlaunaleikritið Gísli Súrsson

Sýnt í Kómedíuleikhúsinu Haukadal Dýrafirði

Miðasala https://tix.is/is/event/11186/gisli-sursson-/

 

Þri. 11. maí kl.20.00 348 sýning 

Þri. 15. júní kl.20.00 349 sýning 

Fös. 25. júní UPPSELT 350 sýning

Þri. 13. júlí kl.20.00 351 sýning

Miðaverð: 3.900.- krónur. Miðasölusími: 891 7025.

Einnig hægt að senda tölvuóst komedia@komedia.is

 

Verðlaunaleikritið Gísli Súrsson er eitt mest sýnda leikrit þjóðarinnar hefur verið sýnt meira en 350 sinnum, bæði hér heima og erlendis. Leikurinn segir af örlögum Gísla Súrssonar og fjölskyldu hans sem taka land í Haukadal í Dýrafirði. Gengur þeim allt í haginn í fyrstu og gjörast brátt hinir mestu höfðingjar. En skjótt skipast veður í lofti og brátt er farið að fella mann og annan. Þetta endar loks með því að Gísli er útlægur ger.

Gísli á Uppsölum

Sýnt í Kómedíuleikhúsinu Haukadal Dýrafirði

Miðasölusími: 891 7025

Miðasala á netinu tix.is

Mið. 16. júní kl.20.00 92. sýning

Mið. 23. júní kl.20.00 93. sýning

Mið. 30. júní kl.20.00 94. sýning

Mið. 7. júlí kl.20.00 95. sýning

Mið. 14. júlí kl.20.00 96. sýning

Mið. 21. júlí kl.20.00 97. sýning

Mið. 28. júlí kl.20.00 98. sýning

Mið. 11. ágúst kl.20.00 99. sýning 

Mið. 18. ágúst kl.20.00 100. sýning 

 

Gísli á Uppsölum er einstakt leikverk um einstakan mann í uppfærslu Kómedíuleikhússins. Einn stærsti viðburður íslenskrar sjónvarpssögu er Stiklu þáttur Ómars Ragnarssonar um einbúann Gísla Oktavíus Gíslason. Enn er Gísli landanum kær og hugleikinn. Hér er á ferðinni áhrifamikil sýning sem hefur hrifið áhorfendur líkt og saga söguhetjunnar.

Leikurinn hefur verið sýndur um 100 sinnum í Þjóðleikhúsinu og um land allt.

Leikari: Elfar Logi Hannesson

Höfundar: Elfar Logi Hannesson, Þröstur Leó Gunnarsson

Dramatúrg: Símon Birgisson

Tónlist: Svavar Knútur

Lýsing: Magnús Arnar Sigurðsson

Leikstjórn: Þröstur Leó Gunnarsson

 

Leikurinn hefur fengið lofsamlega dóma gangnýrenda:

,,Trúðleikur er að sönnu í kennsluskrá Kómedíuskólans og Elfar Logi nær áreynslulaust sambandi við salinn þegar hann kærir sig um. En að sjá hann horfa inn á við og teikna upp umhverfi og viðmælendur með augunum er fallegt dæmi um list leikarans.

Það er hlýja og heiðarleiki í túlkun Kómedíuleikhússins á lífi þessa fræga nærsveitunga. Leikhúsaðferðir eru valdar af kostgæfni og þeim beitt af öryggi. Útkoman er falleg og snertir mann. Þannig á það að vera." ****

Morgunblaðið - Þorgeir Tryggvason

 

Uppbyggingasjóður Vestfjarða & Ísafjarðarbær styrkja Kómedíuleikhúsið

Iðunn og eplin

Næstu sýningar: 

Panta sýningu komedia@komdia.is 

Sími: 891 7025 

 

Vörður hinna norrænu goða, Heimdallur, segir okkur sögur úr Valhöll og af ásum. Sagan sem Heimdallur segir að þessu sinni, er Iðunn og eplin. Hinn lævísi Loki platar Iðunni útí skóg því þar sé að finna girnileg og gómsæt epli. En þar eru engin epli heldur....

Höfundur/Leikari: Elfar Logi Hannesson

Leikmynd/Búningar/Leikstjórn: Marsibil G. Kristjánsdóttir

 

Iðunn og eplin myndbandið https://www.youtube.com/watch?v=RpMHrbrKs9Q&feature=youtu.be&fbclid=IwAR1OVBIsbUc0je79DcCBUMUDHcUch89iUoKYRMAYTC4PpI056uytV8jY8qg

 

Uppbyggingasjóður Vestfjarða & Ísafjarðarbær styrkja Kómedíuleikhúsið