mánudagurinn 3. maí 2021

Sýningardagatal sumarleikhússins

Það er komið sumar og leikhúsið okkar í Haukadal Dýrafirði fyllist brátt að leik og lífi. Mikið hvað það verður gaman þá. Framundan er leikhússumar í sveitinni, minnsta atvinnuleikhkúsi Íslands, þar sem ævintýrin gerast. Við erum klár með sýningardagatal sumarsins ´21. Eigi er þó allt hér því fleiri viðburðir verða í boði í sumarleikhúsinu okkar má þar nefna skemmtidagskrá með Jóhannesi Kristjánssyni og Karl Ágúst Úlfssyni. Margt annað er í spilunum svo það er óhætt að láta sig hlakka til sumarleikhússtunda í Kómedíuleikhúsinu Haukadal.

Miðasölusími: 891 7025

Einnig á tix.is 

 

Sýningardagatal Kómedíuleikhússins Haukadal

Maí

Þri. 11. k.20.00 GÍSLI SÚRSSON 348. sýn.

Lau. 22. kl.14.00 BAKKABRÆÐUR, frumsýning

Sun. 23. kl.14.00 BAKKABRÆÐUR 2. sýn

Mán. 24. kl.14.00 BAKKABRÆÐUR 3. sýn

Sun. 30. kl.14.00 BAKKABRÆÐUR 4. sýn

 

Júní 

Þri.1. kl.20.00 Siggi Björns & Franziska TÓNLEIKAR

Sun. 6. kl.14.00 BAKKABRÆÐUR 5. sýn 

Þri. 15. kl.20.00 GÍSLI SÚRSSON 349. sýn 

Mið. 16. kl.20.00 GÍSLI Á UPPSÖLUM 92. sýn

Sun. 20. kl.14.00 BAKKABRÆÐUR 6. sýn 

Mið. 23. kl.20.00 GÍSLI Á UPPSÖLUM 93. sýn

Fös. 25. kl.20.00 GÍSLI SÚRSSON - UPPSELT 350. sýn

Sun. 27. kl.14.00 BAKKABRÆÐUR 7. sýn

Mið. 30. kl.20.00 GÍSLI Á UPPSÖLUM 94. sýn

 

Júlí

Fim. 1. kl.20.00 STURLUNGA GEÐLÆKNISINS. Óttar Guðmundsson

Lau. 3. kl.14.00 BAKKABRÆÐUR 8. sýn

Lau. 3. kl.16.00 UNDIR YGGDRASIL. Vilborg Davíðsdóttir

Sun. 4. kl.14.00 BAKKABRÆÐUR 9. sýn 

Mið. 7. kl.20.00 GÍSLI Á UPPSÖLUM 95. sýn

Sun. 11. kl.14.00 BAKKABRÆÐUR 10. sýn 

Þri. 13. kl.20.00 GÍSLI SÚRSSON 351. sýn

Mið. 14. kl.20.00 GÍSLI Á UPPSÖLUM 96. sýn

Sun. 18. kl.14.00 BAKKABRÆÐUR 11. sýn 

Mið. 21. kl.20.00 GÍSLI Á UPPSÖLUM 97. sýn 

Lau. 24. kl.17.00 GÍSLI Á UPPSÖLUM 98. sýn

Sun. 25. kl.14.00 BAKKABRÆÐUR 12. sýn 

Mið. 28. kl.20.00 GÍSLI Á UPPSÖLUM 99. sýn 

 

Ágúst

Mið. 11. kl.20.00 GÍSLI Á UPPSÖLUM 100. sýn 

Sun. 15. kl.14.00 BAKKABRÆÐUR 13. sýn 

Mið. 18. kl.20.00 GÍSI Á UPPSÖLUM 101. sýn 

Sun. 22. kl.14.00 BAKKABRÆÐUR 14. sýn

 

Sjáumst í sumarleikhúsi Kómedíuleikhússins Haukadal Dýrafirði 

föstudagurinn 26. mars 2021

Bakkabrćđur láta bíđa eftir sér

Einsog okkur öllum er ljóst þá er veiruskömmin aftur komin í aðalhlutverk hér á landi. Því bregðumst við öll hratt og skjótt við með góðum samtakamætti. Komum veirunni aftur í aftursætið og helst bara í skottið, skellum hengilásnum á og hendum svo lyklinum útí buskann.

Við ætluðum að frumsýna nýjasta verk okkar Bakkabræður 1. apríl en það verður víst bara alvörru aprílgabb. Það var allt að verða tilbúið fyrir frumsýningu, plakat komið í hús, leikskrá á leið í prentun, byrjað að auglýsa, senda út fréttatilkynningar, byrjað að renna sýningunni, lýsing hönnuð og meira að segja miðasala hafin. Við viljum nota tækifærið og þakka frábærar móttökur í miðasölunni því allt stefndi í að fyrstu 4 sýningarnar væru orðnar uppseldar þar til ákallið kom og veira dró tjöld leikhússins fyrir. Hefði verið svo gaman að taka á móti ykkur öllum í leikhúsinu okkar í Haukadal Dýrafirði. En enga vitleysu við tökum öll á veirunni saman og þá næst bestur árangur. 

Við sjáum svo bara til hvenær aftur verði fært til leiksýningahalds.

Styrkjum okkar eigin hóp hvert og eitt og gerum eitthvað skemmtilegt og gefandi meðan á þessu milliveirustandistendur.

Gangi ykkur allt að sólu og sjáumst í leikhúsinu í Haukadal á Bakkabræðrum. 

mánudagurinn 22. mars 2021

Bakkabrćđur miđasala hafin

Miđasölusími: 891 7025
Miđasölusími: 891 7025

Bakkabræður er bráðfjörugt brúðuleikrit um hina einu sönnu bræður frá Bakka þá Gísla, Eirík og Helga. Kómedíuleikhúsið hefur fangað fjörið sem fylgir þessum þekktustu klaufabárðum Íslandssögunnar og setur upp sýningu þar sem ævintýri Bakkabræðra eru færð yfir í töfrandi búning brúðuleikhússins.

Lögin í sýningunni eru sungin af Diddú við tónlist sem Björn Thoroddsen, gítarleikari, semur og flytur. Marsibil G. Kristjánsdóttir hannar ævintýraheim leiksýningarinnar og gerir brúðurnar sömuleiðis. Leikari og þjónn brúðanna er Elfar Logi Hannesson, sem einnig er höfundur verksins ásamt Sigurþóri A. Heimissyni sem jafnframt leikstýrir.

 

Sýningar

Verið velkomin til Vestfjarða í apríl. Sýningarnar um Bakkabræður verða haldnar alla páskadagana í byrjun mánaðarins í Kómedíuleikhúsinu í Haukadal, Dýrafirði, auk tveggja annarra sýninga í apríl.

 

1. apríl – Frumsýning kl. 14.00

2. apríl – Önnur sýning kl. 14.00

3. apríl – Þriðja sýning kl. 14.00

4. apríl – Fjórða sýning kl. 14.00

10. apríl – Fimmta sýning kl. 14.00

17. apríl – Sjötta sýning kl. 14.00

Miðasölusími: 891 7025

Einnig hægt að panta miða með því að senda tölvupóst á komedia@komedia.is 

miđvikudagurinn 3. mars 2021

Afmćlisrit Kómedíuleikhússins komiđ út

Afmćlisrit Kómedíuleikhússins
Afmćlisrit Kómedíuleikhússins

Kómedíuleikhúsið atvinnuleikhús Vestfjarða er tuttugu ára í ár. Því þarf að fagna á kómískan hátt og það munum við gera allt afmælisárið. Fyrir stuttu komu í Kómedíuhús endurskinsmerki sem prýða merki leikhússins og hefur þeim verið dreift víða um Vestfirði og verða áfram aðgengileg á sýningum í leikhúsi okkar í Haukadal. 

Sérstakt afmælisrit er einnig komið í Kómedíuhús. Ritið inniheldur sögu Kómedíuleikhússins og er prýtt fjölda mynda úr starfseminni síðustu tvo áratugi. Einnig rita níu aðilar pistla í ritið en það eru þau Þórarinn Hannesson, forstöðumaður Ljóðaseturs Íslands, Jón Sigurður Eyjólfsson, sérlegur umboðsmaður Kómedíuleikhússins á Spáni, Hafdís Gunnarsdóttir, bæjarfulltrúi Ísafjarðarbæjar, Hjörleifur Valsson, fiðluleikari, Soffía Vagnsdóttir, Bolvíkingur og skrifstofustjóri fagskrifstofu grunnskóla hjá Reykjavíkurborg, Lýður Árnason, leikstjóri og fyrverandi yfirlæknir á Flateyri, Þorgeir Tryggvason, leiklistargagnrýnandi Morgunblaðsins með mörgu meiru, Dagrún Ósk Jónsdóttir, þjóðfræðingur, og Friðrik Friðriksson, framkvæmdastjóri Sjálfstæðu leikhúsanna. 

Afmælisritið fæst einsog endurskinsmerkin í leikhúsinu okkar í Haukadal. 

mánudagurinn 22. febrúar 2021

Sumarleikhús Kómedíuleikhússins í Haukadal

Kómedíuleikhúsiđ Haukadal Dýrafirđi
Kómedíuleikhúsiđ Haukadal Dýrafirđi

Það verður sannlega leikur og fjör í Kómedíuleikhúsinu í Haukadal í sumar. Leikárið okkar hefst 1. apríl með frumsýningu á bráðfjörugu barnaleikriti um hina einu sönnu Bakkabræður. Um er að ræða brúðusýningu fyrir börn á flestum aldri. Í maí hefjast sýningar á hinni rómuðu sýningu Listamaðurinn með barnshjartað. Einnig verða Gíslarnir okkar á sínum stað, Gísli Súrsson og Gísli á Uppsölum.

Hér að neðan er sýningardagatal sumarsins. Miðasala á allar sýningar er hafin í síma 891 7025. Einnig er hægt að panta miða með því að senda tölvupóst á komedia@komedia.is 

Gerum tilboð fyrir hópa og í okkar augum eru allir hópar stórir. Hafið samband og við finnum góða tölu í dæmið. 

 

Sýningardagatal Kómedíuleikhúsið Haukadal Dýrafirði:
BAKKABRÆÐUR Fim. 1. apríl, fös. 2. apríl, lau. 3. apríl, sun. 4. apríl, lau. 10. apríl, lau. 17. apríl, sun. 20. júní, sun. 27. júní, lau. 3. júlí, sun. 4. júlí, sun. 11. júlí, sun. 18. júlí, sun. 25. júlí, sun. 15. ágúst, sun. 22. ágúst.
Allar sýningar á Bakkabræðrum eru kl.14.00. Miðaverð: 2.600.- kr.
LISTAMAÐURINN MEÐ BARNSHJARTAÐ lau. 1. maí, mið. 5. maí, mið. 12. maí, mið 19. maí, mið. 26. maí, mið. 2. júní, mið. 9. júní, mið. 16. júní.
Allar sýningar á Listamanninum eru kl.20.00. Miðaverð: 3.900.- kr.
GÍSLI SÚRSSON þri. 11. maí, þri. 15. júní, þri. 13. júlí.
Allar sýningar á Gísla Súra eru kl.20.00. Miðaverð: 3.900.- kr.
GÍSLI Á UPPSÖLUM mið. 23. júní, mið. 30. júní, mið. 7. júlí, mið. 14. júlí, mið. 21. júlí, mið. 28. júlí, mið. 11. ágúst, mið. 18. ágúst.
Allar sýningar á Gísla eru kl.20.00. Miðaverð: 3.900.- kr.
Miðasölusími: 891 7025. Einnig hægt að panta miða með því að senda tölvupóst komedia@komedia.is
Sjáumst í sumar í Kómedíuleikhúsinu Haukadal Dýrafirði

laugardagurinn 20. febrúar 2021

Komdu međ hópinn vestur í sumar

Kómedíuleikhúsiđ í Haukadal
Kómedíuleikhúsiđ í Haukadal

Er hópurinn þinn á leiðinni vestur í sumar? Hvernig væri að koma í Kómedíuleikhúsið Haukadal Dýrafirði. Erum með leiksýningar fyrir alla aldurshópa. Einnig gönguferð um slóðir Gísla sögu Súrssonar í Haukadal. Allir hópar stórir í okkar huga. Sendið okkur línu og við gerum eitthvað kómískt og skemmtilegt saman. Sendið okkur tölvupóst á netfangið komedia@komedia.is eða hringið í Kómedíusímann 891 7025

fimmtudagurinn 11. febrúar 2021

Samningur viđ Ísafjarđarbć

Kómedíuleikarinn og bćjarstjóri settu upp viđeigandi grímur
Kómedíuleikarinn og bćjarstjóri settu upp viđeigandi grímur

10. febrúar var samstarfssamningur Ísafjarðarbæjar og Kómedíuleikhússins undirritaður, en bæjarstjórn staðfesti samninginn á 470. fundi sínum þann 4. febrúar. Markmið samningsins er að efla og glæða áhuga bæjarbúa á leiklist og auðga menningarlíf í Ísafjarðarbæ, auk þess að styrkja eina atvinnuleikhús Vestfjarða. Samningurinn er til tveggja ára og er endurnýjun á fyrri samningi milli sveitarfélagsins og leikhússins sem var í gildi 2019 og 2020.

ţriđjudagurinn 2. febrúar 2021

Sumarleikhús í Haukadal

Gísli á Uppsölum er ein af sýningum leikársins
Gísli á Uppsölum er ein af sýningum leikársins

Það verður mikið fjör í Kómedíuleikhúsinu Haukadal Dýrafirð í sumari. Við byrjum leikárið á sumardaginn fyrsta með frumsýningu á brúðuleiksýningunni Bakkabræður. Einnig verða á fjölunum í leikhúsinu vestfirska í sumar hin rómaða sýning Gísli á Uppsölum. Nafni hans Súrsson verður einnig sýndur bæði á íslensku og ensku. Síðast en ekki síst sýningin um Listamanninn með barnshjartað.

Við verðum með reglulegar sýningar allt sumarið og erum alveg til í sýningar á öðrum tímum fyrir litla hópa. Ávallt velkomin í Kómedíuleikhúsið Haukadal Dýrafirði.

mánudagurinn 28. desember 2020

Annáll Kómedíuleikhússins 2020

Og annarlega kyrrð hvíldi yfir

auðum bekkjunum.

 

Hann kunni að orða það vestfirska skáldið Steinn Steinarr. Með einmitt þessum orðum um auðu bekki leikhússins endaði hann ljóð sitt Leiksýning. Nærri 90 ár eru síðan ort var en hefði svo vel getað verið ort árið 2020. Því víst hafa bekkir leikhússins meira og minna verið auðir þetta Kóvítansár. Einmitt, vart þarf að geta hvers vegna. Ætli flestir syngi ekki bara með kátínu slagarann um árið í aldanna skaut og aldrei það komi til baka. Víst hefur árið tekið á okkur öll enda má víst lengi manninn reyna. En nú fer blessuð sólin aftur að rísa og þá skulum við frekar vera á nótum skáldsins er kenndi sig við Hvítadal, því Það er engin þörf að kvarta þegar blessuð sólin skín.

Það er siður okkar í atvinnuleikhúsi Vestfjarða á þessum tíma að horfa yfir senu ársins sem er að kveðja. Hér koma því helstu kómísku tíðindi ársins tuttugu tuttugu.

 

Leiklistarmiðstöð opnuð

Árið byrjaði mjög vel hjá okkur. Í upphafi árs koma ávallt stærstu fréttir ársins í heimi sjálfstæðra atvinnuleikhópa. Þá er árleg úthlutun Leiklistarráðs tilkynnt. Víst hefur Kómedíuleikhúsið sjaldan fengið náð ráðssins eða aðeins tvívegis. En hvað haldiði í fyrsta sinn síðan 2003 fékk Kómedíuleikhúsið styrk. Ekki nóg með það heldur fengum við svo aftur styrk frá ráði leiklistarinnar þegar aukaúthlutun var vegna Kóvítans. Fyrri styrkurinn var fyrir uppfærslu á leikriti um frægustu bræður þjóðarinnar. Þá Gísla, Eikrík og Helga betur þekkta sem Bakkabræður. Kóvítans styrkurinn var fyrir uppfærslu á leikritinu, Beðið eftir Beckett. Seinna verkið hefur verið frumsýnt og verður fjallað um það síðar en Bakkabræður fara á fjalirnar á komandi sumri í Haukadalsleikhúsinu.

Fyrsta verkefni ársins var að halda utan um Þrettándaskemmtun á Ísafirði sem lukkaðist alveg glimrandi vel. Þó stórtíðindi gerðust í lok ársins á undan að Kómedíuleikhúsið fékk þak undir starfsemi sína á Þingeyri. Vor góði Ísafjarðarbær var þar að verki en engar ýkjur er að segja að við værum bara ekki starfandi ef við hefðum ekki vora styrkustu stoð, Ísafjarðarbæ. Húsnæðið sem um ræðir er efri hæðinni á Vallargötu 3 sem áður hýsti bæjarskrifstofur og bókasafn. Hafði þar verið slökkt ljós í nærri 15 ár enda starfseminni hætt og því var sérlega ánægjulegt að geta lýst húsnæðið upp að nýju og fylla það lífi. Fátt er verra hverju þorpi en líf-og ljóslaus hús.

Þessi nú leiklistarmiðstöð okkar var formlega opnuð 23. febrúar 2020 með snittum og gosi. Leiklistarmiðstöðin er huxuð undir vorn daglega rekstur og sem æfingahúsæði sem okkur hefur lengi skort. Einnig eru allar okkar leikmyndir og búningasafn þar hýst. Síðast en ekki síst er leiklistarmiðstöðin huxuð sem staður leiklistarinnar ekki bara á leikhúseyrinni heldur á Vestfjörðum öllum. Staður þar sem haldin verði námskeið sem margvísleg fræðsla um leiklist og listir almennt. Hófumst við strax handa við það með því að halda grímunámskeið fyrir alla grunnskólanema hér á leikhúseyrinni. Leikskólinn á eyrinni kom í heimsókn sem og Lýðskólinn á Flateyri. Við vorum byrjuð að undirbúa sérstakt leiklistarþing Vestfjarða sem og fleiri námskeið þegar þetta dálítið tók yfir. Ja svo gott sem flest. En einsog segir á góðum stað þetta er geymt en ekki gleymt. Er veiran hefur verið lögð þá hefjumst við að nýju handa við námskeiðahald og allfleira skemmtilegt. Mikið verður nú gaman þá.

 

Iðunn og eplin

Hinn norræni goðsagnaarfur hefur löngum verið okkur hugleikinn enda er hann sannlega leikvænn. 12. febrúar frumsýndum við loks verk úr þeim ranni. Þar var á ferðinni leikur byggður á sögunni um Iðunni og eplin. Við höfum frumsýnt víða en aldrei á Flateyri svo nú var að breyta því. Frumsýnt var í Grunnskólanum á Flateyri og mikið sem móttökur voru góðar. Iðunn og eplin er bráðfjörug brúðu- og grímusýning þar sem goðin norrænu leika á alls oddi. Höfundur og leikari var að vanda Elfar Logi Hannesson og Marsbil G. Kristjánsdóttir gerði kraftaverkin með einstökum grímum og brúðum. Hún annaðist einnig leikstjórn einsog oft áður. Eftir frumsýninguna á Flateyri var farið í leikferð í aðra leik- og grunnskóla Ísafjarðarbæjar. Í haust var sýningin svo valin sem hluti af hinu frábæra verkefni List fyrir alla ásamt mjólkurkýr okkar, Gísla Súrssyni, og voru leikirnir sýndir í skólum á austurlandi. Það frábæra samstarf mun síðan halda áfram á nýju ári.

 

Haukadalsleikhúsið

Þó eigi sé langt síðan Kómedíuleikhúsið flutti búferlum í Dýrafjörð þá höfum við verið þar meðan annan fótinn alveg svo langt síðan 2006. Þá versluðum við okkur eitt stykki samkomuhús í Gísla Súra dal, nefnilega Haukadal. Hefur sú vinsæla sýning verið þar ósjaldan á fjölunum sem og fjölmargir viðburðir sem hafa átt það eitt sameiginlegt að tengjast landáms og söguöldinni. Þá ekki síst fyrir erlenda ferðamenn. En svo kom þessi veiruskömm og þá nánast hrundi sá markaður.

En einsog Villi Vill söng svo réttilega að, Fátt er svo með öllu illt, þá bara skiptum við yfir í okkar ilhýra. Dustuðum rikið af öðrum Gísla, þessum frá Uppsölum, og buðum uppá sumarleiksýningar í Haukadal á þeim ástsæla leik. Viti konur og menn það var bara meira og minna uppselt allt sumarið. Í lok ágúst fór svo fram fyrsta frumsýningin og einsog staðan er núna þá ætlum við bara að halda áfram að efla vort eigið leikhús í Haukadal eða um leið og veiran leyfir.

 

Beðið eftir Beckett

Einsog í upphafi gat þá fengum við mjög óvænt styrk frá Leiklistarráði um vorið til að setja upp leikinn, Beðið eftir Beckett. Hér var á ferðinni nýr leikur eftir Trausta Ólafsson sem einnig leikstýrði. Einsog glöggir hafa líklega þegar áttað sig á var leikskáldið Samuel Beckett hér í verki eða öllu heldur hans leikheimur. Einnig komu við sögu minni skáld einsog Hallgrímur Pétursson. Var þetta nærri einsog og flestir leikir okkar einleikur nema í lok verksins kemur sendiboði við sögu líkt og í þekktasta verki skáldsins, Beðið eftir Godot. Sendiboðar þessir voru reyndar túlkaðir af 4 leikurum sem stigu á stokk hver í sínu heimahéraði. Fyrir vestan var sendiboðinn Þrymur Rafn Andersen, fyrir sunnan Tóbías Dagur Ólafsson, fyrir norðan Matthías Birgir Jónsson og loks fyrir austan Gyða Árnadóttir. Vart þarf að geta þess að í hlutverki leikarans var sá Kómíski, Elfar Logi Hannesson. Enn fleiri listamenn komu við sögu í þessari tímamótauppfærslu. Hjörleifur Valsson samdi tónlist fyrir leikinn, Marsibil G. Kristjánsdóttir gerði leikmynd sem búninga og Sigurvald Ívar Helgason hannaði lýsingu.

Frumsýnt var í leikhúsinu okkar í Haukadal 30. ágúst og var þetta jafnframt okkar fyrsta frumsýning í eigin leikhúsi. Fleiri sýningar fóru þar fram áður en farið var í leikferð um landið og að lokum hafði leikurinn verið sýndur í öllum landsfjórðungum.

 

Helmingi færri

Árið var sannlega kómískt og sögulegt hjá okkur sem og allra í heiminum. Ef árið hefði ekki verið jafn Kóvíst og það var þá hefðum við sýnt um 90 til 100 sýningar einsog við höfum gert að jafnaði síðustu ár. Tuttugu tuttugu er því miður bara hálfdrættingur enda var svo gott sem sýningarbann hálft árið sökum....Þannig að þegar á heildina er litið þá gæti þetta verið verra. Af vanda sýndum við Gísla Súrsson á árinu sem og Listamanninn með barnshjartað. Við gáfum einnig út tvær hljóðbækur sem eru aðgengilegar á Storytel ásamt öllum hinum 14 hljóðbókum okkar. Við gáfum út nýja leiksögubók, Leiklist og list á Þingeyri, eftir Elfar Loga. En einsog sumir vita þá vinnur hann að leiksögu Vestfjarða og er þetta önnur bókin sem kemur út í þeirri einstöku ritröð.

Víst stöndum við einsog heimsbyggðin öll á miklum tímamótum. Vitum ekki alveg hvað er framundan nema við ætlum að takast á við framtíðina án þess að kvíða eða bíða. Enda ekkert gagn í því eða einsog vestfirska skáldið orti:

Engu þarf að kvíða.

Bjartir dagar bíða.

 

Þökkum árið sem er að líða

Elfar Logi og Marsibil Kómedíuleikhúsinu Haukadal Dýrafirði

sunnudagurinn 29. nóvember 2020

Voriđ bođar nýtt leikár

Gjafakort Kómedíuleikhússins er komiđ í sölu
Gjafakort Kómedíuleikhússins er komiđ í sölu

Mikið verður nú gaman í vor því þá hefst leikárið okkar í Haukadal. Það verður sannlega fjölbreytt með sex föstum sýningum auk gestasýninga. Nú er hægt að kaupa gjafakort í leikhúsið sem er tilvalið í jólapakkann. Svo má líka bara kaupa gjafakort fyrir sjálfan sig, það má alveg. Því fleiri miðar sem þau kaupir þeim mun betri kjör. Hægt er kaupa allt frá 2ja til 8 miða gjafakort. Gjafkortið gildir á allar sýningar í Kómedíuleikhúsið Haukadal og rennur aldrei út.

Pantanasími er 891 7025. Einnig er hægt að panta með því að senda tölvupóst á komedia@komedia.is 

 

Sex fastar leiksýningar og fjöldi gestasýninga

Leikár Kómedíuleikhússins í Haukadal hefst í vor með frumsýningu á nýju barnaleikriti, Bakkabræður. Um er að ræða bráðfjöruga brúðuleiksýningu fyrir börn á öllum aldri. Höfundur brúðanna og ævintýraheimssins er Marsibil G. Kristjánsdóttir. Höfundur tónlistar er Björn Thoroddsen, Sigurvald Ívar Helgason er ljósahönnuður, leikari er Elfar Logi Hannesson og Sigurþór A. Heimisson leikstýrir. Bakkabræður verður sýnt um helgar í vor og fram á sumar eða alveg jafnlengi og aðsókn gefur. 

Í kjölfarið á Bakkabræðrum hefjast sýningar á ný á nýjustu sýningu okkar Beðið eftir Beckett. Sannkölluð Gíslataka verður í sumar þegar Gíslanir tveir, Gísli á Uppsölum og Gísli Súrsson yfirtaka leikhúsið í Haukadal. Báðar sýningarnar hafa verið sýndar samanlagt nærri 450 sinnum og notið fádæma vinsælda mörg þúsund áhorfenda. Fimmta sýning ársins verður Listamaðurinn með barnshjartað sem verður nú sýnd fyrsta sinni í Haukadal. Í september hefjast svo sýningar á hinni ástsælu brúðusýningu Dimmalimm. Allar þessar sex sýningar verða sýndar í leikhúsinu í Haukadal út árið eða einsog aðsókn gefur.

Það verður einnig mikill listamannagestagangur í Haukadal á leikárinu. Við fáum brúðuleiksýningu frá vinaleikhúsi okkar Handbendi og svo munu hinir einstöku tónlistarmenn Siggi Björns og Franziska Günter vera með tónleika. En það verða fleiri listagestir á leikárinu bæði leiksýningar og konsertar og verður það kynnt þegar nær vorar.

Nú er eina vitið að ná sér í gjafakort Kómedíuleikhússins og byrja að hlakka til vorsins í Haukadal. 

Fyrri síđa
1
234567343536Nćsta síđa
Síđa 1 af 36
Eldri fćrslur