mánudagurinn 29. júlí 2019

Einar verğur heima á Litlabæ á helginni

Sjóferğ EG sınd á Litlabæ
Sjóferğ EG sınd á Litlabæ

Hinn sögulegi einleikur EG um athafna- og hugsjónamanninn Einar Guðfinnsson föður Bolungavíkur (já EG vildi sleppa errinu) hefur verið sýndur tvö ár í röð í Einarshusi. Síðasta sýning var þar bara rétt um daginn en EG snýr alltaf aftur og nú á fæðingarbænum. Nánar tiltekið í Litlabæ í Skötufirði. Eigi verður þó allt verkið sýnt heldur hápunktur þess hin örlagaríka sjóferð sem EG fór ungur að árum. Það er nokk víst að hefðu þeir ekki náð landi væri öðruvísi umhorfs í Bolungavík í dag. 

EG sjóferðin verður á fjölunum í fæðingarbæ söguhetjunnar, á Litlabæ, laugardagskveldið 3. ágúst kl.20.00. Aðgangur er ókeypis en hægt verður að kaupa freistandi og gómsætar veitingar frá vertunum á Litlabæ.

fimmtudagurinn 25. júlí 2019

Leppalúği rústaği Grılu

Um daginn stóð yfir all sérstakt val á næsta jólaleikriti Kómedíuleikhússins. Valið fór fram á ,,Líka við" síðu leikhúsins á Facebook. Valið stóð á milli tveggja turna. Nefnilega Grýlu og Leppalúða. Það er skemmst frá því að segja að Leppi malaði þetta. Hlaut hann alls 78 % atkvæða á móti 22 % er féllu í Grýlu fang. Það er því alveg ljóst hvað við í Kómedíuleikhúsinu erum að fara að gera í haust. Semja og æfa jólaleikrit um hinn eina sanna Leppalúða. 

Leppalúði verður síðan frumsýndur í nóvember á landsbyggðinni. 

laugardagurinn 20. júlí 2019

Verğur Leppalúği næsta jólaleikritiğ?

Mun Leppalúği rata á leiksviğiğ fyrir şessi jól?
Mun Leppalúği rata á leiksviğiğ fyrir şessi jól?

Nú stendur yfir könnun þar sem landsmenn geta valið hvort næsta jólaleikrit verði um Grýlu eða Leppalúða. Þessi snemm jólalega könnun fer fram á ,,líka við" heimasíðu Kómedíuleikhússins. Nú þegar aðeins þrír dagar eru eftir þá er Leppalúði að mala Grýlu. Alls hafa 44 greitt aktvkæði og þar af hefur Leppalúði fengið 34 atkvæði. Það er greinilega stemmari fyrir Leppa enda hefur hann kannski greyjið soldið fallið í skuggan af Grýlu sinni. 

En spyrjum að leikslokum.

Ekki láta þitt atkævði fara í jólaköttinn, láttu það heldur fara til Grýlu eða Leppalúða. 

miğvikudagurinn 17. júlí 2019

Hvort verğur şağ Grıla eğa Leppalúği?

Hvort verğur şağ Grıla eğa Leppalúği
Hvort verğur şağ Grıla eğa Leppalúği

Kómedíuleikhúsið stendur nú fyrir ónvenjulegri könnun á ,,líka við" Facebook síðu sinni, Kómedíuleikhúsið. Þar geta unnendur leikhússins, áhorfendur um land allt, valið næsta verkefni leikhússins. Þó nú sé hásumar er jólastemmari í Kómedíuleikhúsinu enda verður á komandi jólum frumsýnt nýtt íslenskt jólaleikrit. Og nú er bara spurning hvort það leikrit fjalli um Grýlu eða Leppalúða. Um það stendur valið. Og valið er í höndum Kómedíuvina um land allt. 

Könnunin hófst núna í dag og stendur yfir í viku. Nú þegar hefur fjöldi fólks tekið þátt í þessari óvenjulegu könnun. Taktu þátt í að velja jólaleikrit ársins. 

föstudagurinn 12. júlí 2019

Lokasıning á EG sunnudag

EG kveğur sviğiğ en mætir á Storytel í haust
EG kveğur sviğiğ en mætir á Storytel í haust

Sögulegi einleikurinn EG verður sýndur í síðasta sinn núna á sunnudag. Að vanda verður sýnt í Einarshúsi í Bolungarvík og hefst sýningin kl.16.00. Þetta er 21 sýning á EG svo óhætt er að segja að vel hafi gengið og viðtökur verið framar vonum.

Höfundar leiksins eru þeir Elfar Logi Hannesson og Rúnar Guðbrandsson, sá fyrr nefndi leikur en síðar nefndi leikstýrir. Höfundur tónlistar er Björn Thoroddsen og lýsingu hannaði Magnús Arnar Sigurðarson.

Gaman er að geta þess að í haust verður leikritið EG aðgengilegt á hljóðbókaveitunni Storytel. Er það liður í að koma nokkrum sýningum Kómedíuleikhússins inná þá vinsælu hlustunarveitu. EG verður fyrsta leikrit Kómedíuleikhússins sem mun rata inná Storytel. 

föstudagurinn 12. júlí 2019

Lokasıning á EG sunnudag

EG kveğur en verğur svo ağgengilegur á Storytel
EG kveğur en verğur svo ağgengilegur á Storytel

Sögulegi einleikurinn EG verður sýndur í síðasta sinn núna á sunnudag. Að vanda verður sýnt í Einarshúsi í Bolungarvík og hefst sýningin kl.16.00. Þetta er 21 sýning á EG svo óhætt er að segja að vel hafi gengið og viðtökur verið framar vonum.

Höfundar leiksins eru þeir Elfar Logi Hannesson og Rúnar Guðbrandsson, sá fyrr nefndi leikur en síðar nefndi leikstýrir. Höfundur tónlistar er Björn Thoroddsen og lýsingu hannaði Magnús Arnar Sigurðarson.

Gaman er að geta þess að í haust verður leikritið EG aðgengilegt á hljóðbókaveitunni Storytel. Er það liður í að koma nokkrum sýningum Kómedíuleikhússins inná þá vinsælu hlustunarveitu. EG verður fyrsta leikrit Kómedíuleikhússins sem mun rata inná Storytel. 

şriğjudagurinn 9. júlí 2019

Síğustu sıningar á EG

Miðvikudaginn 10. ágúst verður sögulegi einleikurinn EG sýndur í 20 sinn í Einarshúsi. Rúmt ár er síðan leikurinn var sýndur og er óhætt að segja að viðtökur hafi verið góðar. En nú er komið að því að EG kveðji leiksviðið. Sýningin á miðvikudag er sú næst síðasta á EG. Sýningin hefst kl.20.00 í Einarshúsi og fer miðasala fram á staðnum.

Síðasta sýning á EG verður síðan á sunnudag 14 júlí kl.16.00. 

miğvikudagurinn 3. júlí 2019

EG snır aftur í Einarshúsi

Á helginni verður mikið um að vera í Bolungavík. Þá verður hin árlega Markaðshelgi þar í bæ. Kómedíuleikhúsið tekur að vanda þátt í hátíðinni og sýnir á laugardag Dimmalimm. Ekki nóg með það heldur verður einnig sögulegi einleikurinn EG sýndur í söguhúsi nefnilega í Einarshúsi. Leikurinn sá var frumsýndur síðasta sumar og sýndur fyrir uppseldu húsi. 

Sýningin á EG verður núna á laugardag kl. 17.00. Miðasölusími er 823 7665. Einnig er hægt að kaupa miða á sýningardag í Einarshúsi. Miðaverð aðeins 3.500.- krónur. 

Þetta er 19. sýning á einleiknum EG og nú fer hver að verða síðastur að sjá þennan sögulega leik. 

miğvikudagurinn 3. júlí 2019

EG snır aftur í Einarshúsi

Nú fer hver ağ verğa síğastur ağ sjá EG
Nú fer hver ağ verğa síğastur ağ sjá EG

Á helginni verður mikið um að vera í Bolungavík. Þá verður hin árlega Markaðshelgi þar í bæ. Kómedíuleikhúsið tekur að vanda þátt í hátíðinni og sýnir á laugardag Dimmalimm. Ekki nóg með það heldur verður einnig sögulegi einleikurinn EG sýndur í söguhúsi nefnilega í Einarshúsi. Leikurinn sá var frumsýndur síðasta sumar og sýndur fyrir uppseldu húsi. 

Sýningin á EG verður núna á laugardag kl. 17.00. Miðasölusími er 823 7665. Einnig er hægt að kaupa miða á sýningardag í Einarshúsi. Miðaverð aðeins 3.500.- krónur. 

Þetta er 19. sýning á einleiknum EG og nú fer hver að verða síðastur að sjá þennan sögulega leik. 

mánudagurinn 24. júní 2019

Listamağurinn frumsındur í dag í Selárdal

Listamağurinn sındur í eigin veröld
Listamağurinn sındur í eigin veröld

Einsog listamaðurinn orðaði það í úttvarpsauglýsingu: Listsýning í Selárdal, til sýnis verða ljón og önnur sjávardýr, 50 aurar inn.

Já, það er runninn upp brakandi ferskur frumsýningardagur hér við ysta haf, í Selárdal Arnarfirði. Klukkan 16.00 í dag verður leikverkið Listamaðurinn með barnshjartað frumsýnt í kirkju listamannsins hér í Selárdal. Nú þegar hafa fjölmargir bókað miða á sýninguna en kirkja Samúels er einsog félagsheimilið í Með allt á hreinu stærri að innan en utan og því ávallt pláss. Miðasala fer fram á tix.is og einnig á sýningarstað. 

Þetta er aðeins upphafið af ævintýrinu því Listamaðurinn með barnshjartað verður sýndur alla þessa viku að laugardegi undanskilum kl.16.00.

 

Sýningar verða sem hér segir:

Mán 24. júní kl.16.00

Þri. 25. júní kl.16.00

Mið. 26. júní kl.16.00

Fim. 27. júní kl.16.00

Fös. 28. júní kl.16.00 NÆST SÍÐASTA SÝNING

Sun. 30. júní kl.16.00 LOKASÝNING 

 

Miðasala á tix.is og á sýningarstað.

Eldri færslur