miðvikudagurinn 17. júlí 2019
Hvort verður það Grýla eða Leppalúði?
Kómedíuleikhúsið stendur nú fyrir ónvenjulegri könnun á ,,líka við" Facebook síðu sinni, Kómedíuleikhúsið. Þar geta unnendur leikhússins, áhorfendur um land allt, valið næsta verkefni leikhússins. Þó nú sé hásumar er jólastemmari í Kómedíuleikhúsinu enda verður á komandi jólum frumsýnt nýtt íslenskt jólaleikrit. Og nú er bara spurning hvort það leikrit fjalli um Grýlu eða Leppalúða. Um það stendur valið. Og valið er í höndum Kómedíuvina um land allt.
Könnunin hófst núna í dag og stendur yfir í viku. Nú þegar hefur fjöldi fólks tekið þátt í þessari óvenjulegu könnun. Taktu þátt í að velja jólaleikrit ársins.
19.10.2021 / 11:32
Leiksýningar til sölu
Vantar þig leiksýningu fyrir hátíðina, hópinn, fyrirtækið eða mannamótið. Við höfum úrval leiksýninga í boði fyrir þig og sýnum um land allt. Nánari upplýsingar í síma: 891 7025 eða á komedia@komedia.is Kómedíuleikhúsið - leikhúsið í vestri Bakkabræður - Dimmalimm -... Meira10.09.2021 / 11:06