Atvinnuleikhús Vestfjarða

Grettir ein af okkar allra vinsælustu sýningum
Grettir ein af okkar allra vinsælustu sýningum

Kómedíuleikhúsið er fyrsta og eina atvinnuleikhús Vestfjarða, stofnað 1997. Leikhúsið hefur sett á svið 45 leikverk sem eiga það flest sameiginlegt að tengjast sögu Vestfjarða á einn eða annan hátt. Kómedíuleikhúsið hefur einbeitt sér að einleikjum sem hafa vakið mikla athygli bæði hér heima og erlendis. Fyrsti einleikurinn var Leikur án orða, 2001, eftir Samuel Beckett en eftir það hafa allir einleikirnir komið úr smiðju leikhússins. Af þeim má nefna Muggur, 2002, Steinn Steinarr, 2003, verðlaunaleikinn Gísli Súrsson, 2005, Pétur og Einar, 2008, Bjarni á Fönix, 2010, Jón Sigurðsson strákur að vestan, 2011, Fjalla-Eyvindur, 2013, Grettir, 2015, Gísli á Uppsölum, 2017, EG, 2018, og Dimmalimm, 2019. Kómedíuleikhúsið er þó ekki svona einhæft og hefur einnig sett á svið nokkra tvíleiki. Má þar nefna ljóðaleikinn Þorpið, 2009, barnaleikritið Halla, 2014, og hápólitíska gamanleikinn Heilsugæslan, 2009. Viðmesta uppfærsla leikhússins er  Síðasti dagur Sveins skotta, 2010, en þar voru sex leikarar á sviðinu. Að lokum er gaman að geta þess að Kómedíuleikhúsið hefur starfað talsvert í útgáfu og gefið út um þrjátíu bækur og hljóðbækur.

Kómedíuleikhúsið er leikhús á hjólum og ferðast um land allt með sýningar sínar. 

 

English:

The Comedytheatre of the Westfjords, Iceland

The Comedytheatre is the first and only professional theatre in the Westfjords, founded in 1997. The theatre has hosted 45plays, which usually reflect the history of the Westfjords in one way or another.

The Comedytheatre has focused on solo performances that have attracted considerable attention, both locally and abroad. The first solo play was Act Without Words by Samuel Beckett, which was staged in 2001. Since then, all our productions have been originals. They include works like Muggur (2002) and Steinn Steinarr (2003) both performed in The City Theatre of Reykjavík and in the Westfjords. Other solo plays include Gísli Súrsson (2005), Pétur and Einar (2008), Jón Sigurðsson – Boy from the West (2011), Eyvindur of the Mountains (2013), Grettir (2015), Gísli from Uppsalir (2017) and Dimmalimm (2019). Two of the last named were performed in The National Theatre of Iceland in Reykjavík. 

Our most popular plays are Gísli Súrsson and Grettir, both of whom are based on famous Icelandic sagas. They are both available in English. Those Icelandic saga plays have been performed in many countries, including Albania, Canada, Germany, Luxemburg, Norway and Spain. Gísli Súrsson has twice won awarded at international theatre festivals.