miðvikudagurinn 3. júlí 2019
EG snýr aftur í Einarshúsi
Á helginni verður mikið um að vera í Bolungavík. Þá verður hin árlega Markaðshelgi þar í bæ. Kómedíuleikhúsið tekur að vanda þátt í hátíðinni og sýnir á laugardag Dimmalimm. Ekki nóg með það heldur verður einnig sögulegi einleikurinn EG sýndur í söguhúsi nefnilega í Einarshúsi. Leikurinn sá var frumsýndur síðasta sumar og sýndur fyrir uppseldu húsi.
Sýningin á EG verður núna á laugardag kl. 17.00. Miðasölusími er 823 7665. Einnig er hægt að kaupa miða á sýningardag í Einarshúsi. Miðaverð aðeins 3.500.- krónur.
Þetta er 19. sýning á einleiknum EG og nú fer hver að verða síðastur að sjá þennan sögulega leik.
19.10.2021 / 11:32
Leiksýningar til sölu
Vantar þig leiksýningu fyrir hátíðina, hópinn, fyrirtækið eða mannamótið. Við höfum úrval leiksýninga í boði fyrir þig og sýnum um land allt. Nánari upplýsingar í síma: 891 7025 eða á komedia@komedia.is Kómedíuleikhúsið - leikhúsið í vestri Bakkabræður - Dimmalimm -... Meira10.09.2021 / 11:06