þriðjudagurinn 19. október 2021

Leiksýningar til sölu

Vantar þig leiksýningu fyrir hátíðina, hópinn, fyrirtækið eða mannamótið. Við höfum úrval leiksýninga í boði fyrir þig og sýnum um land allt. Nánari upplýsingar í síma: 891 7025 eða á komedia@komedia.is
Kómedíuleikhúsið - leikhúsið í vestri
Bakkabræður - Dimmalimm - Gísli Súrsson - Iðunn og eplin

föstudagurinn 10. september 2021

Bakkabræður í Gaflaraleikhúsinu

Hinn bráðfjörugi búðuleikur Kómedíuleikhússins um Bakkabræður er sló í gegn fyrir vestan í sumar heldur nú suður á svið. Bakkabræður hafa komið sér vel fyrir i Gaflaraleikhúsinu í Hafnarfirði og er fyrsta sýning laugardaginn 19. september kl.13.00. Önnur sýning verður daginn eftir kosningar, sunnudaginn 26. september kl.13.00. Miðasla fer fram á tix.is og í Gaflaraleikhúsinu.

Bakkabræður er bráðfjörugt brúðuleikrit um hina einu sönnu bræður frá Bakka þá Gísla, Eirík og Helga. Kómedíuleikhúsið hefur fangað fjörið sem fylgir þessum þekktustu klaufabárðum Íslandssögunnar og setur upp sýningu þar sem ævintýri Bakkabræðra eru færð yfir í töfrandi búning brúðuleikhússins.

Lögin í sýningunni eru sungin af Diddú við tónlist sem Björn Thoroddsen, gítarleikari, semur og flytur. Marsibil G. Kristjánsdóttir hannar ævintýraheim leiksýningarinnar og gerir brúðurnar sömuleiðis. Leikari og þjónn brúðanna er Elfar Logi Hannesson, sem einnig er höfundur verksins ásamt Sigurþóri A. Heimissyni sem jafnframt leikstýrir.

Hinn bráðfjörugi búðuleikur Kómedíuleikhússins um Bakkabræður er sló í gegn fyrir vestan í sumar heldur nú suður á svið. Bakkabræður hafa komið sér vel fyrir i Gaflaraleikhúsinu í Hafnarfirði og er fyrsta sýning laugardaginn 19. september kl.13.00. Önnur sýning verður daginn eftir kosningar, sunnudaginn 26. september kl.13.00. Miðasla fer fram á tix.is og í Gaflaraleikhúsinu.

Bakkabræður er bráðfjörugt brúðuleikrit um hina einu sönnu bræður frá Bakka þá Gísla, Eirík og Helga. Kómedíuleikhúsið hefur fangað fjörið sem fylgir þessum þekktustu klaufabárðum Íslandssögunnar og setur upp sýningu þar sem ævintýri Bakkabræðra eru færð yfir í töfrandi búning brúðuleikhússins.

Lögin í sýningunni eru sungin af Diddú við tónlist sem Björn Thoroddsen, gítarleikari, semur og flytur. Marsibil G. Kristjánsdóttir hannar ævintýraheim leiksýningarinnar og gerir brúðurnar sömuleiðis. Leikari og þjónn brúðanna er Elfar Logi Hannesson, sem einnig er höfundur verksins ásamt Sigurþóri A. Heimissyni sem jafnframt leikstýrir.

laugardagurinn 21. ágúst 2021

Síðasta sýning sumarleikhússins á helginni

Alls verða viðburðirnir 33 þegar sumarleikhúsi Kómediuleikhússins lýkur sem er einmitt á morgun, sunnudaginn 22. ágúst, með sýningu á Bakkabræðrum. Sumarleikhúsið hófst 11. maí með sýningu á verðlaunaleiknum Gísli Súrsson. 11 dögum síðar frumsýndum við brúðuleikinn Bakkabræður. Báðar þessar sýningar voru svo sýndar reglulega í sumar auk hins áhrifamikla leiks, Gísli á Uppsölum. Einnig fengum við góða gesti. Franziska og Siggi Björns voru með frábæra tónleika. Óttar Guðmundsson geðlæknir mætti með Sturlungu geðlæknisins, Vilborg Davíðsdóttir kom með Undir Yggdrasil og nú síðast Gudrun Kloes með verk sitt Grettir - sterki harmleikur í textíl. 

Nú tekur haustið og veturinn við. Áfram verður hægt að fá sýningar fyrir hópa í leikhúsinu okkar í Haukadal. Einnig erum við ávallt til í sýna um land allt árið um kring. Hvort heldur er í skólum, á hátíðum eða bara þegar fólk kemur saman. 

Leikferðalagið hefst í september þegar við sýnum Bakkabræður í Gaflaraleikhúsinu, það verður eitthvað. 

laugardagurinn 21. ágúst 2021

Síðasta sýning sumarleikhússins á helginni

Alls verða sýningarnar orðnar 32 þegar sumarleikhúsi Kómediuleikhússins lýkur sem er einmitt á morgun, sunnudaginn 22. ágúst, með sýningu á Bakkabræðrum. Sumarleikhúsið hófst 11. maí með sýningu á verðlaunaleiknum Gísli Súrsson. 11 dögum síðar frumsýndum við brúðuleikinn Bakkabræður. Báðar þessar sýningar voru svo sýndar reglulega í sumar auk hins áhrifamikla leiks, Gísli á Uppsölum. Einnig fengum við 3 gestasýningar til okkar í sumar. Óttar Guðmundsson geðlæknir mætti með Sturlungu geðlæknisins, Vilborg Davíðsdóttir kom með Undir Yggdrasil og nú síðast Gudrun Kloes með verk sitt Grettir - sterki harmleikur í textíl. 

Nú tekur haustið og veturinn við. Áfram verður hægt að fá sýningar fyrir hópa í leikhúsinu okkar í Haukadal. Einnig erum við ávallt til í sýna um land allt árið um kring. Hvort heldur er í skólum, á hátíðum eða bara þegar fólk kemur saman. 

Leikferðalagið hefst í september þegar við sýnum Bakkabræður í Gaflaraleikhúsinu, það verður eitthvað. 

mánudagurinn 3. maí 2021

Sýningardagatal sumarleikhússins

Það er komið sumar og leikhúsið okkar í Haukadal Dýrafirði fyllist brátt að leik og lífi. Mikið hvað það verður gaman þá. Framundan er leikhússumar í sveitinni, minnsta atvinnuleikhkúsi Íslands, þar sem ævintýrin gerast. Við erum klár með sýningardagatal sumarsins ´21. Eigi er þó allt hér því fleiri viðburðir verða í boði í sumarleikhúsinu okkar má þar nefna skemmtidagskrá með Jóhannesi Kristjánssyni og Karl Ágúst Úlfssyni. Margt annað er í spilunum svo það er óhætt að láta sig hlakka til sumarleikhússtunda í Kómedíuleikhúsinu Haukadal.

Miðasölusími: 891 7025

Einnig á tix.is 

 

Sýningardagatal Kómedíuleikhússins Haukadal

Maí

Þri. 11. k.20.00 GÍSLI SÚRSSON 348. sýn.

Lau. 22. kl.14.00 BAKKABRÆÐUR, frumsýning

Sun. 23. kl.14.00 BAKKABRÆÐUR 2. sýn

Mán. 24. kl.14.00 BAKKABRÆÐUR 3. sýn

Sun. 30. kl.14.00 BAKKABRÆÐUR 4. sýn

 

Júní 

Þri.1. kl.20.00 Siggi Björns & Franziska TÓNLEIKAR

Sun. 6. kl.14.00 BAKKABRÆÐUR 5. sýn 

Þri. 15. kl.20.00 GÍSLI SÚRSSON 349. sýn 

Mið. 16. kl.20.00 GÍSLI Á UPPSÖLUM 92. sýn

Sun. 20. kl.14.00 BAKKABRÆÐUR 6. sýn 

Mið. 23. kl.20.00 GÍSLI Á UPPSÖLUM 93. sýn

Fös. 25. kl.20.00 GÍSLI SÚRSSON - UPPSELT 350. sýn

Sun. 27. kl.14.00 BAKKABRÆÐUR 7. sýn

Mið. 30. kl.20.00 GÍSLI Á UPPSÖLUM 94. sýn

 

Júlí

Fim. 1. kl.20.00 STURLUNGA GEÐLÆKNISINS. Óttar Guðmundsson

Lau. 3. kl.14.00 BAKKABRÆÐUR 8. sýn

Lau. 3. kl.16.00 UNDIR YGGDRASIL. Vilborg Davíðsdóttir

Sun. 4. kl.14.00 BAKKABRÆÐUR 9. sýn 

Mið. 7. kl.20.00 GÍSLI Á UPPSÖLUM 95. sýn

Sun. 11. kl.14.00 BAKKABRÆÐUR 10. sýn 

Þri. 13. kl.20.00 GÍSLI SÚRSSON 351. sýn

Mið. 14. kl.20.00 GÍSLI Á UPPSÖLUM 96. sýn

Sun. 18. kl.14.00 BAKKABRÆÐUR 11. sýn 

Mið. 21. kl.20.00 GÍSLI Á UPPSÖLUM 97. sýn 

Lau. 24. kl.17.00 GÍSLI Á UPPSÖLUM 98. sýn

Sun. 25. kl.14.00 BAKKABRÆÐUR 12. sýn 

Mið. 28. kl.20.00 GÍSLI Á UPPSÖLUM 99. sýn 

 

Ágúst

Mið. 11. kl.20.00 GÍSLI Á UPPSÖLUM 100. sýn 

Sun. 15. kl.14.00 BAKKABRÆÐUR 13. sýn 

Mið. 18. kl.20.00 GÍSI Á UPPSÖLUM 101. sýn 

Sun. 22. kl.14.00 BAKKABRÆÐUR 14. sýn

 

Sjáumst í sumarleikhúsi Kómedíuleikhússins Haukadal Dýrafirði 

föstudagurinn 26. mars 2021

Bakkabræður láta bíða eftir sér

Einsog okkur öllum er ljóst þá er veiruskömmin aftur komin í aðalhlutverk hér á landi. Því bregðumst við öll hratt og skjótt við með góðum samtakamætti. Komum veirunni aftur í aftursætið og helst bara í skottið, skellum hengilásnum á og hendum svo lyklinum útí buskann.

Við ætluðum að frumsýna nýjasta verk okkar Bakkabræður 1. apríl en það verður víst bara alvörru aprílgabb. Það var allt að verða tilbúið fyrir frumsýningu, plakat komið í hús, leikskrá á leið í prentun, byrjað að auglýsa, senda út fréttatilkynningar, byrjað að renna sýningunni, lýsing hönnuð og meira að segja miðasala hafin. Við viljum nota tækifærið og þakka frábærar móttökur í miðasölunni því allt stefndi í að fyrstu 4 sýningarnar væru orðnar uppseldar þar til ákallið kom og veira dró tjöld leikhússins fyrir. Hefði verið svo gaman að taka á móti ykkur öllum í leikhúsinu okkar í Haukadal Dýrafirði. En enga vitleysu við tökum öll á veirunni saman og þá næst bestur árangur. 

Við sjáum svo bara til hvenær aftur verði fært til leiksýningahalds.

Styrkjum okkar eigin hóp hvert og eitt og gerum eitthvað skemmtilegt og gefandi meðan á þessu milliveirustandistendur.

Gangi ykkur allt að sólu og sjáumst í leikhúsinu í Haukadal á Bakkabræðrum. 

mánudagurinn 22. mars 2021

Bakkabræður miðasala hafin

Miðasölusími: 891 7025
Miðasölusími: 891 7025

Bakkabræður er bráðfjörugt brúðuleikrit um hina einu sönnu bræður frá Bakka þá Gísla, Eirík og Helga. Kómedíuleikhúsið hefur fangað fjörið sem fylgir þessum þekktustu klaufabárðum Íslandssögunnar og setur upp sýningu þar sem ævintýri Bakkabræðra eru færð yfir í töfrandi búning brúðuleikhússins.

Lögin í sýningunni eru sungin af Diddú við tónlist sem Björn Thoroddsen, gítarleikari, semur og flytur. Marsibil G. Kristjánsdóttir hannar ævintýraheim leiksýningarinnar og gerir brúðurnar sömuleiðis. Leikari og þjónn brúðanna er Elfar Logi Hannesson, sem einnig er höfundur verksins ásamt Sigurþóri A. Heimissyni sem jafnframt leikstýrir.

 

Sýningar

Verið velkomin til Vestfjarða í apríl. Sýningarnar um Bakkabræður verða haldnar alla páskadagana í byrjun mánaðarins í Kómedíuleikhúsinu í Haukadal, Dýrafirði, auk tveggja annarra sýninga í apríl.

 

1. apríl – Frumsýning kl. 14.00

2. apríl – Önnur sýning kl. 14.00

3. apríl – Þriðja sýning kl. 14.00

4. apríl – Fjórða sýning kl. 14.00

10. apríl – Fimmta sýning kl. 14.00

17. apríl – Sjötta sýning kl. 14.00

Miðasölusími: 891 7025

Einnig hægt að panta miða með því að senda tölvupóst á komedia@komedia.is 

miðvikudagurinn 3. mars 2021

Afmælisrit Kómedíuleikhússins komið út

Afmælisrit Kómedíuleikhússins
Afmælisrit Kómedíuleikhússins

Kómedíuleikhúsið atvinnuleikhús Vestfjarða er tuttugu ára í ár. Því þarf að fagna á kómískan hátt og það munum við gera allt afmælisárið. Fyrir stuttu komu í Kómedíuhús endurskinsmerki sem prýða merki leikhússins og hefur þeim verið dreift víða um Vestfirði og verða áfram aðgengileg á sýningum í leikhúsi okkar í Haukadal. 

Sérstakt afmælisrit er einnig komið í Kómedíuhús. Ritið inniheldur sögu Kómedíuleikhússins og er prýtt fjölda mynda úr starfseminni síðustu tvo áratugi. Einnig rita níu aðilar pistla í ritið en það eru þau Þórarinn Hannesson, forstöðumaður Ljóðaseturs Íslands, Jón Sigurður Eyjólfsson, sérlegur umboðsmaður Kómedíuleikhússins á Spáni, Hafdís Gunnarsdóttir, bæjarfulltrúi Ísafjarðarbæjar, Hjörleifur Valsson, fiðluleikari, Soffía Vagnsdóttir, Bolvíkingur og skrifstofustjóri fagskrifstofu grunnskóla hjá Reykjavíkurborg, Lýður Árnason, leikstjóri og fyrverandi yfirlæknir á Flateyri, Þorgeir Tryggvason, leiklistargagnrýnandi Morgunblaðsins með mörgu meiru, Dagrún Ósk Jónsdóttir, þjóðfræðingur, og Friðrik Friðriksson, framkvæmdastjóri Sjálfstæðu leikhúsanna. 

Afmælisritið fæst einsog endurskinsmerkin í leikhúsinu okkar í Haukadal. 

mánudagurinn 22. febrúar 2021

Sumarleikhús Kómedíuleikhússins í Haukadal

Kómedíuleikhúsið Haukadal Dýrafirði
Kómedíuleikhúsið Haukadal Dýrafirði

Það verður sannlega leikur og fjör í Kómedíuleikhúsinu í Haukadal í sumar. Leikárið okkar hefst 1. apríl með frumsýningu á bráðfjörugu barnaleikriti um hina einu sönnu Bakkabræður. Um er að ræða brúðusýningu fyrir börn á flestum aldri. Í maí hefjast sýningar á hinni rómuðu sýningu Listamaðurinn með barnshjartað. Einnig verða Gíslarnir okkar á sínum stað, Gísli Súrsson og Gísli á Uppsölum.

Hér að neðan er sýningardagatal sumarsins. Miðasala á allar sýningar er hafin í síma 891 7025. Einnig er hægt að panta miða með því að senda tölvupóst á komedia@komedia.is 

Gerum tilboð fyrir hópa og í okkar augum eru allir hópar stórir. Hafið samband og við finnum góða tölu í dæmið. 

 

Sýningardagatal Kómedíuleikhúsið Haukadal Dýrafirði:
BAKKABRÆÐUR Fim. 1. apríl, fös. 2. apríl, lau. 3. apríl, sun. 4. apríl, lau. 10. apríl, lau. 17. apríl, sun. 20. júní, sun. 27. júní, lau. 3. júlí, sun. 4. júlí, sun. 11. júlí, sun. 18. júlí, sun. 25. júlí, sun. 15. ágúst, sun. 22. ágúst.
Allar sýningar á Bakkabræðrum eru kl.14.00. Miðaverð: 2.600.- kr.
LISTAMAÐURINN MEÐ BARNSHJARTAÐ lau. 1. maí, mið. 5. maí, mið. 12. maí, mið 19. maí, mið. 26. maí, mið. 2. júní, mið. 9. júní, mið. 16. júní.
Allar sýningar á Listamanninum eru kl.20.00. Miðaverð: 3.900.- kr.
GÍSLI SÚRSSON þri. 11. maí, þri. 15. júní, þri. 13. júlí.
Allar sýningar á Gísla Súra eru kl.20.00. Miðaverð: 3.900.- kr.
GÍSLI Á UPPSÖLUM mið. 23. júní, mið. 30. júní, mið. 7. júlí, mið. 14. júlí, mið. 21. júlí, mið. 28. júlí, mið. 11. ágúst, mið. 18. ágúst.
Allar sýningar á Gísla eru kl.20.00. Miðaverð: 3.900.- kr.
Miðasölusími: 891 7025. Einnig hægt að panta miða með því að senda tölvupóst komedia@komedia.is
Sjáumst í sumar í Kómedíuleikhúsinu Haukadal Dýrafirði

laugardagurinn 20. febrúar 2021

Komdu með hópinn vestur í sumar

Kómedíuleikhúsið í Haukadal
Kómedíuleikhúsið í Haukadal

Er hópurinn þinn á leiðinni vestur í sumar? Hvernig væri að koma í Kómedíuleikhúsið Haukadal Dýrafirði. Erum með leiksýningar fyrir alla aldurshópa. Einnig gönguferð um slóðir Gísla sögu Súrssonar í Haukadal. Allir hópar stórir í okkar huga. Sendið okkur línu og við gerum eitthvað kómískt og skemmtilegt saman. Sendið okkur tölvupóst á netfangið komedia@komedia.is eða hringið í Kómedíusímann 891 7025

Fyrri síða
1
234567343536Næsta síða
Síða 1 af 36
Eldri færslur