fimmtudagurinn 11. febrúar 2021

Samningur viğ Ísafjarğarbæ

Kómedíuleikarinn og bæjarstjóri settu upp viğeigandi grímur
Kómedíuleikarinn og bæjarstjóri settu upp viğeigandi grímur

10. febrúar var samstarfssamningur Ísafjarðarbæjar og Kómedíuleikhússins undirritaður, en bæjarstjórn staðfesti samninginn á 470. fundi sínum þann 4. febrúar. Markmið samningsins er að efla og glæða áhuga bæjarbúa á leiklist og auðga menningarlíf í Ísafjarðarbæ, auk þess að styrkja eina atvinnuleikhús Vestfjarða. Samningurinn er til tveggja ára og er endurnýjun á fyrri samningi milli sveitarfélagsins og leikhússins sem var í gildi 2019 og 2020.

şriğjudagurinn 2. febrúar 2021

Sumarleikhús í Haukadal

Gísli á Uppsölum er ein af sıningum leikársins
Gísli á Uppsölum er ein af sıningum leikársins

Það verður mikið fjör í Kómedíuleikhúsinu Haukadal Dýrafirð í sumari. Við byrjum leikárið á sumardaginn fyrsta með frumsýningu á brúðuleiksýningunni Bakkabræður. Einnig verða á fjölunum í leikhúsinu vestfirska í sumar hin rómaða sýning Gísli á Uppsölum. Nafni hans Súrsson verður einnig sýndur bæði á íslensku og ensku. Síðast en ekki síst sýningin um Listamanninn með barnshjartað.

Við verðum með reglulegar sýningar allt sumarið og erum alveg til í sýningar á öðrum tímum fyrir litla hópa. Ávallt velkomin í Kómedíuleikhúsið Haukadal Dýrafirði.

mánudagurinn 28. desember 2020

Annáll Kómedíuleikhússins 2020

Og annarlega kyrrð hvíldi yfir

auðum bekkjunum.

 

Hann kunni að orða það vestfirska skáldið Steinn Steinarr. Með einmitt þessum orðum um auðu bekki leikhússins endaði hann ljóð sitt Leiksýning. Nærri 90 ár eru síðan ort var en hefði svo vel getað verið ort árið 2020. Því víst hafa bekkir leikhússins meira og minna verið auðir þetta Kóvítansár. Einmitt, vart þarf að geta hvers vegna. Ætli flestir syngi ekki bara með kátínu slagarann um árið í aldanna skaut og aldrei það komi til baka. Víst hefur árið tekið á okkur öll enda má víst lengi manninn reyna. En nú fer blessuð sólin aftur að rísa og þá skulum við frekar vera á nótum skáldsins er kenndi sig við Hvítadal, því Það er engin þörf að kvarta þegar blessuð sólin skín.

Það er siður okkar í atvinnuleikhúsi Vestfjarða á þessum tíma að horfa yfir senu ársins sem er að kveðja. Hér koma því helstu kómísku tíðindi ársins tuttugu tuttugu.

 

Leiklistarmiðstöð opnuð

Árið byrjaði mjög vel hjá okkur. Í upphafi árs koma ávallt stærstu fréttir ársins í heimi sjálfstæðra atvinnuleikhópa. Þá er árleg úthlutun Leiklistarráðs tilkynnt. Víst hefur Kómedíuleikhúsið sjaldan fengið náð ráðssins eða aðeins tvívegis. En hvað haldiði í fyrsta sinn síðan 2003 fékk Kómedíuleikhúsið styrk. Ekki nóg með það heldur fengum við svo aftur styrk frá ráði leiklistarinnar þegar aukaúthlutun var vegna Kóvítans. Fyrri styrkurinn var fyrir uppfærslu á leikriti um frægustu bræður þjóðarinnar. Þá Gísla, Eikrík og Helga betur þekkta sem Bakkabræður. Kóvítans styrkurinn var fyrir uppfærslu á leikritinu, Beðið eftir Beckett. Seinna verkið hefur verið frumsýnt og verður fjallað um það síðar en Bakkabræður fara á fjalirnar á komandi sumri í Haukadalsleikhúsinu.

Fyrsta verkefni ársins var að halda utan um Þrettándaskemmtun á Ísafirði sem lukkaðist alveg glimrandi vel. Þó stórtíðindi gerðust í lok ársins á undan að Kómedíuleikhúsið fékk þak undir starfsemi sína á Þingeyri. Vor góði Ísafjarðarbær var þar að verki en engar ýkjur er að segja að við værum bara ekki starfandi ef við hefðum ekki vora styrkustu stoð, Ísafjarðarbæ. Húsnæðið sem um ræðir er efri hæðinni á Vallargötu 3 sem áður hýsti bæjarskrifstofur og bókasafn. Hafði þar verið slökkt ljós í nærri 15 ár enda starfseminni hætt og því var sérlega ánægjulegt að geta lýst húsnæðið upp að nýju og fylla það lífi. Fátt er verra hverju þorpi en líf-og ljóslaus hús.

Þessi nú leiklistarmiðstöð okkar var formlega opnuð 23. febrúar 2020 með snittum og gosi. Leiklistarmiðstöðin er huxuð undir vorn daglega rekstur og sem æfingahúsæði sem okkur hefur lengi skort. Einnig eru allar okkar leikmyndir og búningasafn þar hýst. Síðast en ekki síst er leiklistarmiðstöðin huxuð sem staður leiklistarinnar ekki bara á leikhúseyrinni heldur á Vestfjörðum öllum. Staður þar sem haldin verði námskeið sem margvísleg fræðsla um leiklist og listir almennt. Hófumst við strax handa við það með því að halda grímunámskeið fyrir alla grunnskólanema hér á leikhúseyrinni. Leikskólinn á eyrinni kom í heimsókn sem og Lýðskólinn á Flateyri. Við vorum byrjuð að undirbúa sérstakt leiklistarþing Vestfjarða sem og fleiri námskeið þegar þetta dálítið tók yfir. Ja svo gott sem flest. En einsog segir á góðum stað þetta er geymt en ekki gleymt. Er veiran hefur verið lögð þá hefjumst við að nýju handa við námskeiðahald og allfleira skemmtilegt. Mikið verður nú gaman þá.

 

Iðunn og eplin

Hinn norræni goðsagnaarfur hefur löngum verið okkur hugleikinn enda er hann sannlega leikvænn. 12. febrúar frumsýndum við loks verk úr þeim ranni. Þar var á ferðinni leikur byggður á sögunni um Iðunni og eplin. Við höfum frumsýnt víða en aldrei á Flateyri svo nú var að breyta því. Frumsýnt var í Grunnskólanum á Flateyri og mikið sem móttökur voru góðar. Iðunn og eplin er bráðfjörug brúðu- og grímusýning þar sem goðin norrænu leika á alls oddi. Höfundur og leikari var að vanda Elfar Logi Hannesson og Marsbil G. Kristjánsdóttir gerði kraftaverkin með einstökum grímum og brúðum. Hún annaðist einnig leikstjórn einsog oft áður. Eftir frumsýninguna á Flateyri var farið í leikferð í aðra leik- og grunnskóla Ísafjarðarbæjar. Í haust var sýningin svo valin sem hluti af hinu frábæra verkefni List fyrir alla ásamt mjólkurkýr okkar, Gísla Súrssyni, og voru leikirnir sýndir í skólum á austurlandi. Það frábæra samstarf mun síðan halda áfram á nýju ári.

 

Haukadalsleikhúsið

Þó eigi sé langt síðan Kómedíuleikhúsið flutti búferlum í Dýrafjörð þá höfum við verið þar meðan annan fótinn alveg svo langt síðan 2006. Þá versluðum við okkur eitt stykki samkomuhús í Gísla Súra dal, nefnilega Haukadal. Hefur sú vinsæla sýning verið þar ósjaldan á fjölunum sem og fjölmargir viðburðir sem hafa átt það eitt sameiginlegt að tengjast landáms og söguöldinni. Þá ekki síst fyrir erlenda ferðamenn. En svo kom þessi veiruskömm og þá nánast hrundi sá markaður.

En einsog Villi Vill söng svo réttilega að, Fátt er svo með öllu illt, þá bara skiptum við yfir í okkar ilhýra. Dustuðum rikið af öðrum Gísla, þessum frá Uppsölum, og buðum uppá sumarleiksýningar í Haukadal á þeim ástsæla leik. Viti konur og menn það var bara meira og minna uppselt allt sumarið. Í lok ágúst fór svo fram fyrsta frumsýningin og einsog staðan er núna þá ætlum við bara að halda áfram að efla vort eigið leikhús í Haukadal eða um leið og veiran leyfir.

 

Beðið eftir Beckett

Einsog í upphafi gat þá fengum við mjög óvænt styrk frá Leiklistarráði um vorið til að setja upp leikinn, Beðið eftir Beckett. Hér var á ferðinni nýr leikur eftir Trausta Ólafsson sem einnig leikstýrði. Einsog glöggir hafa líklega þegar áttað sig á var leikskáldið Samuel Beckett hér í verki eða öllu heldur hans leikheimur. Einnig komu við sögu minni skáld einsog Hallgrímur Pétursson. Var þetta nærri einsog og flestir leikir okkar einleikur nema í lok verksins kemur sendiboði við sögu líkt og í þekktasta verki skáldsins, Beðið eftir Godot. Sendiboðar þessir voru reyndar túlkaðir af 4 leikurum sem stigu á stokk hver í sínu heimahéraði. Fyrir vestan var sendiboðinn Þrymur Rafn Andersen, fyrir sunnan Tóbías Dagur Ólafsson, fyrir norðan Matthías Birgir Jónsson og loks fyrir austan Gyða Árnadóttir. Vart þarf að geta þess að í hlutverki leikarans var sá Kómíski, Elfar Logi Hannesson. Enn fleiri listamenn komu við sögu í þessari tímamótauppfærslu. Hjörleifur Valsson samdi tónlist fyrir leikinn, Marsibil G. Kristjánsdóttir gerði leikmynd sem búninga og Sigurvald Ívar Helgason hannaði lýsingu.

Frumsýnt var í leikhúsinu okkar í Haukadal 30. ágúst og var þetta jafnframt okkar fyrsta frumsýning í eigin leikhúsi. Fleiri sýningar fóru þar fram áður en farið var í leikferð um landið og að lokum hafði leikurinn verið sýndur í öllum landsfjórðungum.

 

Helmingi færri

Árið var sannlega kómískt og sögulegt hjá okkur sem og allra í heiminum. Ef árið hefði ekki verið jafn Kóvíst og það var þá hefðum við sýnt um 90 til 100 sýningar einsog við höfum gert að jafnaði síðustu ár. Tuttugu tuttugu er því miður bara hálfdrættingur enda var svo gott sem sýningarbann hálft árið sökum....Þannig að þegar á heildina er litið þá gæti þetta verið verra. Af vanda sýndum við Gísla Súrsson á árinu sem og Listamanninn með barnshjartað. Við gáfum einnig út tvær hljóðbækur sem eru aðgengilegar á Storytel ásamt öllum hinum 14 hljóðbókum okkar. Við gáfum út nýja leiksögubók, Leiklist og list á Þingeyri, eftir Elfar Loga. En einsog sumir vita þá vinnur hann að leiksögu Vestfjarða og er þetta önnur bókin sem kemur út í þeirri einstöku ritröð.

Víst stöndum við einsog heimsbyggðin öll á miklum tímamótum. Vitum ekki alveg hvað er framundan nema við ætlum að takast á við framtíðina án þess að kvíða eða bíða. Enda ekkert gagn í því eða einsog vestfirska skáldið orti:

Engu þarf að kvíða.

Bjartir dagar bíða.

 

Þökkum árið sem er að líða

Elfar Logi og Marsibil Kómedíuleikhúsinu Haukadal Dýrafirði

sunnudagurinn 29. nóvember 2020

Voriğ boğar nıtt leikár

Gjafakort Kómedíuleikhússins er komiğ í sölu
Gjafakort Kómedíuleikhússins er komiğ í sölu

Mikið verður nú gaman í vor því þá hefst leikárið okkar í Haukadal. Það verður sannlega fjölbreytt með sex föstum sýningum auk gestasýninga. Nú er hægt að kaupa gjafakort í leikhúsið sem er tilvalið í jólapakkann. Svo má líka bara kaupa gjafakort fyrir sjálfan sig, það má alveg. Því fleiri miðar sem þau kaupir þeim mun betri kjör. Hægt er kaupa allt frá 2ja til 8 miða gjafakort. Gjafkortið gildir á allar sýningar í Kómedíuleikhúsið Haukadal og rennur aldrei út.

Pantanasími er 891 7025. Einnig er hægt að panta með því að senda tölvupóst á komedia@komedia.is 

 

Sex fastar leiksýningar og fjöldi gestasýninga

Leikár Kómedíuleikhússins í Haukadal hefst í vor með frumsýningu á nýju barnaleikriti, Bakkabræður. Um er að ræða bráðfjöruga brúðuleiksýningu fyrir börn á öllum aldri. Höfundur brúðanna og ævintýraheimssins er Marsibil G. Kristjánsdóttir. Höfundur tónlistar er Björn Thoroddsen, Sigurvald Ívar Helgason er ljósahönnuður, leikari er Elfar Logi Hannesson og Sigurþór A. Heimisson leikstýrir. Bakkabræður verður sýnt um helgar í vor og fram á sumar eða alveg jafnlengi og aðsókn gefur. 

Í kjölfarið á Bakkabræðrum hefjast sýningar á ný á nýjustu sýningu okkar Beðið eftir Beckett. Sannkölluð Gíslataka verður í sumar þegar Gíslanir tveir, Gísli á Uppsölum og Gísli Súrsson yfirtaka leikhúsið í Haukadal. Báðar sýningarnar hafa verið sýndar samanlagt nærri 450 sinnum og notið fádæma vinsælda mörg þúsund áhorfenda. Fimmta sýning ársins verður Listamaðurinn með barnshjartað sem verður nú sýnd fyrsta sinni í Haukadal. Í september hefjast svo sýningar á hinni ástsælu brúðusýningu Dimmalimm. Allar þessar sex sýningar verða sýndar í leikhúsinu í Haukadal út árið eða einsog aðsókn gefur.

Það verður einnig mikill listamannagestagangur í Haukadal á leikárinu. Við fáum brúðuleiksýningu frá vinaleikhúsi okkar Handbendi og svo munu hinir einstöku tónlistarmenn Siggi Björns og Franziska Günter vera með tónleika. En það verða fleiri listagestir á leikárinu bæði leiksýningar og konsertar og verður það kynnt þegar nær vorar.

Nú er eina vitið að ná sér í gjafakort Kómedíuleikhússins og byrja að hlakka til vorsins í Haukadal. 

mánudagurinn 23. nóvember 2020

Gjafakort í Kómedíuleikhúsiğ

Gísli á Uppsölum er meğal sıninga sem verğa á fjölunum á komandi leikári
Gísli á Uppsölum er meğal sıninga sem verğa á fjölunum á komandi leikári

Jólagjöfin í ár

Gjafakort í Kómedíuleikhúsið Haukadal. Þú velur fjölda miða því fleiri því betri kjör.


2 miða gjafakort 7.000.- krónur. (fullt verð 8.000.- kr)
4 miða gjafakort 12.800.- krónur (fullt verð 16.000.- kr)
6 miða gjafakort 16.800.- krónur (fullt verð 24.000.- kr)
8 miða gjafakort 20.000.- krónur (fullt verð 32.000.- kr)

 

Pantanir í síma 891 7025. Einnig hægt að senda tölvupóst komedia@komedia.is

mánudagurinn 2. nóvember 2020

Kómedíuleikhúsiğ á óvssutímum

Bakkabræğur tveir bíğa bara şağ kemur ağ sıningu einn daginn
Bakkabræğur tveir bíğa bara şağ kemur ağ sıningu einn daginn

Veiruskömmin hefur haft verulega áhrif á starfsemi okkar í Kómedíuleikhúsinu einsog hjá lang flestum fyrirtækjum þessa lands. Fjölmargar sýningar hafa verið afbókaðar og einsog staðan er núna er leiksýningahald bannað. Við rétt náðum að frumsýna nýjasta verk okkar Beðið eftir Beckett sem var styrkt af Leiklistarráði. Sýningar urðu þó ekki eins margar og stefnt var að enda urðum við að ljúka sýningum vegna Kóvítans. Núna í nóvember ætluðum við að frumsýna nýtt barnaleikrit, Bakkabræður. Ljóst er að það er ekki hægt sökum, say nó more. Nú, svo var stefnt á frumsýningu í lok janúar 2021 en nú teljum við að það sé einnig óraunhæft. Sökum... En við vonumst til þess að geta frumsýnt Bakkabræður í vor, helst á páskum 2021. Lofum þó engu. 

Við erum þó síður en svo verkefnalaus og höfum notað þessa einstöku tíma til að sinna viðhaldsverkum. Í leikhúsinu okkar í Haukadal er verið að taka salernisaðstöðuna í gegn bæði mála og svo á skipta um gólfefni. Einnig er verið að mála Gísla Súrsson leikmyndina en það er líklega í 4 sinn sem það er gert. Það starf fer fram í Leiklistarmiðstöð okkar á Þingeyri og þar er margt annað í gangi. Leikari leikhússins vinnur nú að ritsmíðum sem aldrei fyrr einum þremur bókverkum sem allar tengjast vestfirskri listasögu. Kómedíuleikhúsið mun gefa út þær bækur þegar þar að kemur. Vinna við Bakkabræður heldur áfram bæði hvað varðar brúður, leikmynd og hljóðheim sýningarinnar. 

Á nýju ári leggjum við svo í nýtt ævintýri. Tvö af leikritum okkar verða tekin upp sem útvarpsleikrit og verða síðan aðgengileg fyrir notendur hins vinsæla Storytel. Upptökur á leikjunum fer fram í leikhúsinu okkar í Haukadal. Ef vel verður tekið í þessa nýjung okkar er stefnt að því að taka upp fleiri leikverk og miðla á streymi Storytel. 

Víst stöndum við á margvíslegum tímamótum og næsta víst að það getur allt gerst. Við viljum leita allra leiða til að halda úti starfsemi eina atvinnuleikhús Vestfjarða því ef hlé væri gert á starfseminni er mjög ólíklegt að hún hæfist aftur sérlega ef hléið mundi dragast á langinn einsog allt lítur út núna. 

Við viljum því huxa með opinn hausinn og erum vel tilbúin að fást við ný verk á listasviðinu og tryggja okkur þannig starfið sem starfsemina til framtíðar. Hver veit nema við förum bara að vinna enn meira efni fyrir hljóð og mynd. 

fimmtudagurinn 15. október 2020

Enn er beğiğ í Haukadal

Beğiğ eftir Becektt
Beğiğ eftir Becektt

Kómedíuleikhúsið frumsýndi í lok ágúst Beðið eftir Beckett í Haukadal Dýrafirði. Síðan þá hefur leikurinn verið sýndur nokkra ganga í Haukadalnum og nú síðast var fullt hús. Svo því hefur verið ákveðið að bæta við tveimur aukasýningum. Fyrri sýningin verður miðvikudaginn 21. október kl.20.00 og daginn eftir verður önnur aukasýning sem einnig hefst kl.20.00.

Beðið eftir Beckett er 48. leikverkefni Kómedíuleikhússins. Einsog nafnið gefur til kynna þá er efni leiksins leikskáldið Beckett, Saumel Beckett. Í leiknum hittum við fyrir leikara sem er að doka eftir því að Beckett semji fyrir sig nýtt hlutverk. Meðan á biðinni stendur styttir hann dokið með því að rifja upp gömlu leikritin hans Becketts, gömlu hlutverkin. Samuel Beckett er meðal fremstu leikskálda síðustu aldar og er þekktasta verk hans Beðið eftir Godot.

Leikarinn í sýningunni er Elfar Logi Hannesson en einnig kemur við sögu sendiboði sem er túlkaður af ungum og efnilegum leikara á Þingeyri, Þrym Rafn Andersen. Leikmynd og búninga hannaði Marsibil G. Kristjánsdóttir og höfundur tónlistar er Hjörleifur Valsson. Höfundur og leikstjóri er Trausti Ólafsson.

Miðasala á aukasýningarnar tvær, miðvikudaginn 21. október og fimmtudaginn 22. október, er þegar hafin í miðasölusíma Kómedíuleikhússins 891 7025. Miðasala fer einnig fram á tix.is.

şriğjudagurinn 6. október 2020

Aukasıning á Beğiğ eftir Becektt í Haukadal

Aukasıning á Beğiğ eftir Beckett 7. október í Haukadal
Aukasıning á Beğiğ eftir Beckett 7. október í Haukadal

Það verður aukasýning á Beðið eftir Beckett í leikhúsinu okkar í Haukadal miðvikudaginn 7. október. Til stóð að hafa aðra aukasýningu í kveld þriðjudag, en því miður þarf að aflýsa henni þar sem leikmyndin okkar fór á flakk. Við vorum að sýna á Egilsstöðum um daginn og í gær var leikmyndin komin suður og á leið í flutningabíl vestur. En á einhvern stór kómískan hátt fór leikmyndin aftur austur á Egilsstaði. Þegar þetta er ritað er hin umtalaða leikmynd í háloftunum á leið suður og kemur svo fljúgandi til síns heima hingað vestur. 

Í tilefni af þessu og tilverunni almennt erum við með sérstakt tilboð á aukasýninguna á miðvikudag 7. október. Tveir fyrir einn. Já, þú bókar tvo miða en borgar aðeins fyrir einn. Aðeins bókanlegt í miðasölusíma okkar 891 7025. 

Leiksýningin Beðið eftir Beckett hefur fengið þessar fínu viðtökur áhorfenda. Auk þess að vera sýnd í leikhúsinu okkar í Haukadal hefur leikurinn einnig verið sýndur í Reykjavík, Eskifirði og á Egilsstöðum einsog frægt er orðið. Höfundur og leikstjóri Beðið eftir Beckett er Trausti Ólafsson. Leikari er Elfar Logi Hannesson og einnig kemur sérstakur gestaleikari fram á aukasýningunni á miðvikudag hinn ungi og efnlegi dýrfirski leikari Þrymur Rafn Andersen. Höfundur búninga og leikmyndar er Marsibil G. Kristjánsdóttir og Hjörleifur Valsson semur tónlistina. 

Eflum atvinnuleikhús Vestfjarða með því að mæta í leikhúsið það skilar sér lang best. 

mánudagurinn 24. ágúst 2020

Sıningar á Beğiğ eftir Beckett

Miğasölusími: 891 7025
Miğasölusími: 891 7025

Kómedíuleikhúsið sýnir leikritið Beðið eftir Beckett í Haukadal. Sérlega takmarkaður sætafjöldi vegna Kóvítans. Miðasala hafin í síma: 891 7025.

Frumsýning sun. 30. ágúst kl.20.01 UPPSELT

2. sýn. mán. 31. ágúst kl.20.02 

3. sýning. þri. 1. september kl.20.03

 

Miðasala fer aðeins fram í síma 891 7025. 

laugardagurinn 22. ágúst 2020

Beğiğ eftir Beckett 30. ágúst

Miğasala hefst á mánudag
Miğasala hefst á mánudag

Kómedíuleikhúsið frumsýnir sunnudaginn 30. ágúst í leikhúsi sínu í Haukadal Dýrafirði nýtt leikrit, Beðið eftir Beckett. Leikur þessi er um margt einstakur fyrir það fyrsta varð tilurð hans þegar öllum leikhúsum var lokað sökum Kóvítans og leikhúsfólkið hefði ekkert betra að gera en að æfa. Reyndar höfðu Kómedíuleikarinn, Elfar Logi, og Trausti Ólafsson, höfundur leiksins, lengi rætt það að gera lekskáldinu Samuel Beckett skil á íslensku leiksviði. Sko og svo, það skapast tækifæri í hverri stöðu. Trausti settist við og ritaði leikritið og í vor hófust svo æfingar rafrænt. Þar sem leikarinn var í leikhúsinu okkar hér vestra og lék fyrir framan tölvu og við aðra tölvu í Reykjavík sat Trausti og leikstýrði. Æfingar í raunheimum hófust síðan í sumar og svo aftur í ágúst. Nú er biðin loks á enda því Beðið eftir Beckett verður frumsýnt í Kómedíuleikhúsinu Haukadal 30. ágúst einsog getið var í upphafi.

Auk Elfars Loga og Trausta koma listamennirnir Marsibil G. Kristjánsdóttir og Hjörleifur Valsson að uppsetningunni. Marsibil hannar búninga og leikmynd en Hjörleifur semur tónlist fyrir leikverkið. Siguvald Ívar Helgason hannar lýsingu og loks kemur ungur dýrfirskur leikari við sögu í leiknum. Sá heitir Þrymur Rafn Andersen og er í hlutverki Sendiboða. Stefnan er sett á að fara með leikverið víðar um landið og þá munu aðrir ungir leikarar bregða sér í hlutverk Sendiboðans.

Sökum Kóvítans verður sérlega góðmennt í leikhúsinu hverju sinni því hefur verið ákveðið að hafa þrjár sýningar í röð í Haukadal. Fyrst sunnudaginn 30. ágúst svo daginn eftir 31. ágúst og loks þriðjudaginn 1. september. Allar sýningarnar hefjast kl.20.00 og eru aðeins örfá sæti í boði á hverja sýningu. Miðasala hefst mánudaginn 24. ágúst. Miðasölusíminn er 891 7025. 

Mennta og menningarmálaráðuneytið styrkir uppsetninguna á Beðið eftir Beckett, einlægar þakkir fyrir traustið. 

Eldri færslur