miðvikudagurinn 25. september 2019

Fjöllin frumsýnd

Með fjöll á herðum sér er 45 verkefni Kómedíuleikhússins
Með fjöll á herðum sér er 45 verkefni Kómedíuleikhússins

Það er hátíð á helginni. Ljóðahátíð, nánartiltekið hin árlega Haustglæður á Siglufirði. Kómedíuleikhúsið hefur nokkrum sinnum komið fram á þeirri glæstu ljóðahátíð og í ár stendur mikið til. Á laugardag frumsýnir Kómedíuleikhúsið og Ljóðasetur Íslands ljóðaleikinn, Með fjöll á herðum sér. Hér er á ferðinni leikur gerður í tilefni af aldarafmæli ljóðskáldsins Stefáns Harðar Grímssonar. Flutt verða úrval ljóða hans í tali og tónum. Þetta er sannkallaður bræðraleikur því í honum koma fram þeir Elfar Logi og Þórarinn Hannessynir. Sá fyrrnefndi stýrir einmitt Kómedíuleikhúsinu og hinn síðarnefndi Ljóðasetri Íslands. Leikarinn Elfar Logi flytur úrval ljóða Stefáns Harðar og tónskáldið Þórarinn flytur eigin lög við ljóð skáldsins. 

Það verður gefin út vegleg leikskrá fyrir ljóðaleik þennan, Með fjöll á herðum sér. Má segja að ritið sé nærri einsog bók því í henni er allt handrit leiksins sem og nóturnar við lögin í sýningunni. Þannig að nú geta áhorfendur ekki aðeins lesið verkið aftur við heimkomu úr leikhúsinu heldur og spilað þau, aftur og aftur. Einnig er í leikskránni pistill um skáldið eftir stórskáldið Þórarinn Eldjárn. Listakonan Heiður Embla á heiðurinn af listaverkinu á forsíðu þessarar veglegu leikskrár. 

Með fjöll á herðum sér verður frumsýnt í Gránu á Siglufirði laugardaginn 28. september kl.20.00. Þaðan liggur svo leiðin í borgina. Hvar sýnt verður í Hannesarholti fimmtudaginn 3. október kl.20.00. Fleiri sýningar eru áformaðar á ljóðaleiknum í framhaldinu víða um landið. 

laugardagurinn 21. september 2019

Gísli Súrsson fer í skóla

Verðlaunastykkið um Gísla Súrsson var frumsýnt í Grunnskóla Þingeyrar árið 2005 nánar tiltekið 18. febrúar. Síðan er eru liðnar 337 sýningar og enn er sá súri ekkert orðinn súr. Enn nýtur sýningin fádæma vinsælda og er sýnd árið um kring bæði á ensku og íslensku. Alveg frá upphafi hefur Gísli Súrsson verið sýndur í skólum landsins og enn á ný leggjum við af stað með þann súra í skóla. Það er nefnilega gaman að segja frá því að sýningin hefur átt stóran þátt í að opna heim æskunnar fyrir ekki bara Gísla sögu heldur Íslendingasögum almennt. Enda er sagan sögð á mannamáli ef þannig má að orði komast. 

Framundan eru sýningar í grunnskóla Fjallabyggðar, Laugalækjaskóla og Grunnskóla Ísafjarðar. En við viljum endilega fara í miklu fleiri skóla þetta skólaár. Við hvetjum því skóla landsins til að hafa samband við okkur og við mætum með þann súra. Áhugasamir geta sent póst á netfang Kómedíuleikhússins komedia@komedia.is eða bara einfaldlega hringt í Kómedíusímann 891 7025. 

miðvikudagurinn 18. september 2019

Leiksýningar fyrir skóla

Dimmalimm mætir í skóla árið um kring
Dimmalimm mætir í skóla árið um kring

Líkt og síðustu ár bjóðum við í Kómedíuleikhúsinu uppá veglegar, vandaðar og verðlaunaðar leiksýningar fyrir skóla. Eitthvað fyrir alla, börn á öllum skólastigum. Úrvalið hefur aldrei verið jafn mikið og í ár eða 4 sýningar. Tvær þeirra eru þegar fáanlegar í skólann þinn, ein þeirra verður aðeins sýnd í takmarkaðan tíma og sú fjörða verður frumsýnd í upphafi árs. Sýningarnar fjórar sem við bjóðum skólum í ár eru:

Gísli Súrsson. Verðlaunssýning sem hefur verið sýnd um 350 sinnum um land allt. Hentar elsta stigi grunnskóla og framhaldsskólum.

Dimmalimm. Ævintýraleg sýning sem var frumsýnd í Þjóðleikhúsinu síðasta vor. Hentar leikskólum og yngsta stigi grunnskóla. 

Leppalúði. Sprellandi fjörug ný jólasýning. Sýnd í nóvember og desember.

Iðunn og eplin. Nýr goðafræðileikur frumsýnt í janúar og sýnt fram á vor.

 

Hvernig væri nú að gleðja og fræða æskuna með einstökum leiksýningum í skólann þinn. Sýnum um land allt svo ekki hika bara hafa samband og við finnum tíma til að sýna í skólanum þínum. Sendið okkur línu komedia@komedia.is Eða hringið í Kómedíusímann: 891 7025.

miðvikudagurinn 4. september 2019

Ný leiklistar bók væntanleg

Algeng sjón í leikhúsi Þingeyrar
Algeng sjón í leikhúsi Þingeyrar

Auk þess að setja upp leiksýningar hefur Kómedíuleikhúsið duddað sér við útgáfu. Fyrst gáfum við út einar 13 hljóðbækur sem eru nú allar aðgengilegar á hlustunarveitunni Storytel. Síðustu árin höfum við hins vegar einmitt okkur að bókaútgáfu og nálgast bókverk okkar nú tuginn. Einsog gefur að skilja tengjast langflestar bækur okkar leiklist og listum. Ef ekki listum þá Vestfjörðum enda erum við vestfirskt leikhús sem vinnur með sagnaarf okkar eigin svæðis. Það styttist í næstu leiklistarbók frá  okkur og nú tengist allt hið fyrr ritaða. Bæði leiklistin, listin og Vestfirðir. Því hið nýja bókverk nefnist einfaldlega Leiklist og list á Þingeyri.

Höfundur bókarinnar er Elfar Logi Hannesson, leikari og sitthvað meir. Hér rekur hann á fróðlegan og ferskan hátt hina einstöku leiklistar og lista sögu Þingeyrar. Fer reyndar víða því allur Dýrafjörðurinn er undir enda fall vötn öll þangað hvort heldur það er í listinni eða lífinu. Elfar Logi hefur áður ritað leiklistarsögu Bíldudals enda hefur hann að markmiði að skrá leiklistarsögu allra þorpa og bæja á Vestfjörðum. Leiklist og list á Þingeyri er því önnur í röðinni í þessari vestfirsku leiklistarbókaröð Kómedíuleikhússins.

Bókin er á sérstöku forsölutilboði í október aðeins 2.900.- kr
Leiklist og list á Þingeyri kemur út í október og verður til sölu í Kómedíuleikhúsinu og í bókaverslunum um land allt.
Tryggðu þér eintak á forsölutilboði strax í dag með því að senda tölvupóst á komedia@komedia.is 

fimmtudagurinn 29. ágúst 2019

Dimmalimm í Stykkishólmi

Dimmalimm í Stykkishólmi
Dimmalimm í Stykkishólmi

Hin ástsæla sýning Dimmalimm verður sýnd í Stykkishólmi á sunnudag 1. september kl.15.00. Sýnt verður í Tónlistarskóla Stykkishólms og fer miðasala fram á staðnum. Miðaverðið er það sama gamla góða og ævintýralega aðeins 2.500.- krónur og það er posi á staðnum. Dimmalimm bolirnir vinsælu verða einnig til sölu en heldur er nú farið að minnka lagerinn og eru sumar stærðirnar þegar uppseldar. Leikskráin okkar er að vanda vegleg inniheldur allt handrit leiksins og er einnig litabók. 

Dimmalimm var frumsýnt í Þjóðleikhúsinu á síðasta leikári og hefur verið sýnd yfir 30 sinnum víða um land. Ferðalag Dimmalimm heldur áfram á þessu leikári. 

þriðjudagurinn 27. ágúst 2019

Dimmalimm á Kjötsúpuhátið á helginni

Dimmalimm verður á Hvolsvelli og í Stykkishólmi á helginni
Dimmalimm verður á Hvolsvelli og í Stykkishólmi á helginni

Hin vinsæla barnaleiksýning Dimmalimm skreppur suður á helginni til að taka þátt í Kjötsúpuhátíð á Hvolsvelli. Þar verður vitanlega hin alíslenska en þó margbreytilega íslenska kjötsúpa í aðalhlutverki. En það þarf einnig að fóðra sálina og það verður heldur betur eitthvað fyrir alla í þeirri deild. Þar kemur okkar Dimmalimm við sögu sem verður sýnd fyrir börn á öllum aldri á Kjötsúpuhátíðinni á Hvolsvelli. Dimmalimm verður sýnd á laugardeginum kl.14.00.

Dimmalimm hefur verið á faraldsfæti í allt sumar og er þetta 31 sýning á ævintýrinu. En það er engin leið að hætta því núna á sunnudag verður Dimmalimm sýnd í Stykkishólmi. Feiri sýningar á landsbyggðinni eru svo áætlaðar bæði í haust og allan vetur. 

Frumsýnt verður á ljóðahátíðinni Haustglæður
Frumsýnt verður á ljóðahátíðinni Haustglæður

Í ár er aldarafmæli ljóðskáldsins Stefáns Harðar Grímssonar, eins áhrifamesta ljóðskálds sinnar tíðar. Ljóðasetur Íslands og Kómedíuleikhúsið hafa sett saman sérstakan ljóðaleik í tilefni tímamótanna. Ljóðaleikurinn inniheldur úrval ljóða úr smiðju Stefáns Harðar, sem flutt verða bæði í tali og tónum. Elfar Logi Hannesson, leikari, flytur ljóðin og Þórarinn Hannesson, tónlistarmaður, leikur og syngur eigin lög við ljóð skáldsins. Lengd sýningarinnar er um 40 mínútur.

Verkið verður frumflutt á Siglufirði á ljóðahátíðinni Haustglæður í september. Einnig verður sýning í Hannesarholti í Reykjavík fimmtudaginn 3. október og verið er að bóka fleiri sýningar.

sunnudagurinn 18. ágúst 2019

Gísli Súrsson 338 sýning

Gísli vinsælasta leikrit Vestfjarða
Gísli vinsælasta leikrit Vestfjarða

Verðalaunleikurinn hefur verið sýndur nokrum sinnum núna í sumar fyrir erlenda gesti í Haukadal í Dýrafirði. Í þessari viku var ein sýning og núna í komandi viku verður önnur sýning. Er það 338 sýning á Gísla Súrssyni sem þarf vart að geta að er lang mesta sýnda leikrit okkar. Hópurinn sem kemur á þá sýningu eru erlendir háskólanemar sem eru að læra íslensku og því fátt meira viðeigandi að sýna þeim leikverk byggt á vinsælustu Íslendingasögunni. 

mánudagurinn 5. ágúst 2019

Dimmalimm á Act alone

Dimmalimm verður á Actinu á helginni
Dimmalimm verður á Actinu á helginni

Kómedíuleikúsið tekur þátt í hinni árlegu listahátíð Act alone á Suðureyri sem fer fram nú á helginn. Hefst hátíðin um kveldmatalaeitið 8. ágúst og lýkur ekki fyrr en á miðnætti á laugardag 10. ágúst. Hið vinsæla barnaleikrit Dimmalimm verður sýnt á Actinu, einsog hátíðin er gjarnan nefnd, á laudagardag kl. 15.20. Sýnt verður við FSÚ, sem er félagsheimilið á Suðureyri. Gaman er að geta þess að þetta verður 30 sýning á Dimmalimm. Leikritið var frumsýnt um miðjan mars í Þjóðleikhúsinu og hefur síðan verið sýnt um land allt. 

Act alone er elsta leiklistarhátíð landsins og hefur verið haldin árlega síðan 2004. Í upphafi var hátíðn haldin á Ísafirði en árið 2012 var Actið flutt á Suðureyri og hefur verið haldin hátíðileg þar allar götur síðan. Það eru engar ýkjur að segja að Actið hafi stækkað og blómstrað eftir flutningininn í sjávarpþorpið Suðureyri sem hefur nú einnig heitið einleikjaþorpið. Síðast en alls ekki síst verður að nefna að það er ókeypis á Actið, já ókeypis á alla viðburði. Það er nú bara einleikið. 

Það þarf því ekkert að hika heldur skella sér á Actið 8. - 10. ágúst á Suðureyri. Þvi það kostar ekkert.

föstudagurinn 2. ágúst 2019

Dimmalimm í Árnesi á verzlo

29 sýning á helginni
29 sýning á helginni

Kómedíuleikhúsið heldur áfram leikferð sinni með barnaleikritið sívinsæla Dimmalimm á Verslunarmannaheglinni. Sýnt verður í samkomuhúsinu í Árnsei á Ströndum á sunnudag. Sýningin hefst kl.14.00, miðaverð er aðeins 2.500.- krónur og það er posi á staðnum. Að vanda verður Dimmalimm vörunar til sölu fyrir og eftir sýningu bæði Dimmalimm litabók og bolir.

Dimmalimm var frumsýnt í Þjóðleikhúsinu í vor og hefur verið sýnt við miklar vinsældir um land allt síðan. Sýningin á helginni er sú 29 og telst það bara nokkuð gott. Framundan eru þó ótalmargar sýningar þannig að ævintýrið er bara rétt að byrja hjá Dimmalimm í Kómedíuleikhúsinu. Lífið er sannlega kómíst ævintýri.

Eldri færslur