þriðjudagurinn 27. ágúst 2019
Dimmalimm á Kjötsúpuhátið á helginni
Hin vinsæla barnaleiksýning Dimmalimm skreppur suður á helginni til að taka þátt í Kjötsúpuhátíð á Hvolsvelli. Þar verður vitanlega hin alíslenska en þó margbreytilega íslenska kjötsúpa í aðalhlutverki. En það þarf einnig að fóðra sálina og það verður heldur betur eitthvað fyrir alla í þeirri deild. Þar kemur okkar Dimmalimm við sögu sem verður sýnd fyrir börn á öllum aldri á Kjötsúpuhátíðinni á Hvolsvelli. Dimmalimm verður sýnd á laugardeginum kl.14.00.
Dimmalimm hefur verið á faraldsfæti í allt sumar og er þetta 31 sýning á ævintýrinu. En það er engin leið að hætta því núna á sunnudag verður Dimmalimm sýnd í Stykkishólmi. Feiri sýningar á landsbyggðinni eru svo áætlaðar bæði í haust og allan vetur.
19.10.2021 / 11:32
Leiksýningar til sölu
Vantar þig leiksýningu fyrir hátíðina, hópinn, fyrirtækið eða mannamótið. Við höfum úrval leiksýninga í boði fyrir þig og sýnum um land allt. Nánari upplýsingar í síma: 891 7025 eða á komedia@komedia.is Kómedíuleikhúsið - leikhúsið í vestri Bakkabræður - Dimmalimm -... Meira10.09.2021 / 11:06