föstudagurinn 23. ágúst 2019
Fyrsta frumsýning leikársins Með fjöll á herðum sér
Í ár er aldarafmæli ljóðskáldsins Stefáns Harðar Grímssonar, eins áhrifamesta ljóðskálds sinnar tíðar. Ljóðasetur Íslands og Kómedíuleikhúsið hafa sett saman sérstakan ljóðaleik í tilefni tímamótanna. Ljóðaleikurinn inniheldur úrval ljóða úr smiðju Stefáns Harðar, sem flutt verða bæði í tali og tónum. Elfar Logi Hannesson, leikari, flytur ljóðin og Þórarinn Hannesson, tónlistarmaður, leikur og syngur eigin lög við ljóð skáldsins. Lengd sýningarinnar er um 40 mínútur.
Verkið verður frumflutt á Siglufirði á ljóðahátíðinni Haustglæður í september. Einnig verður sýning í Hannesarholti í Reykjavík fimmtudaginn 3. október og verið er að bóka fleiri sýningar.
19.10.2021 / 11:32
Leiksýningar til sölu
Vantar þig leiksýningu fyrir hátíðina, hópinn, fyrirtækið eða mannamótið. Við höfum úrval leiksýninga í boði fyrir þig og sýnum um land allt. Nánari upplýsingar í síma: 891 7025 eða á komedia@komedia.is Kómedíuleikhúsið - leikhúsið í vestri Bakkabræður - Dimmalimm -... Meira10.09.2021 / 11:06