mánudagurinn 5. ágúst 2019
Dimmalimm á Act alone
Kómedíuleikúsið tekur þátt í hinni árlegu listahátíð Act alone á Suðureyri sem fer fram nú á helginn. Hefst hátíðin um kveldmatalaeitið 8. ágúst og lýkur ekki fyrr en á miðnætti á laugardag 10. ágúst. Hið vinsæla barnaleikrit Dimmalimm verður sýnt á Actinu, einsog hátíðin er gjarnan nefnd, á laudagardag kl. 15.20. Sýnt verður við FSÚ, sem er félagsheimilið á Suðureyri. Gaman er að geta þess að þetta verður 30 sýning á Dimmalimm. Leikritið var frumsýnt um miðjan mars í Þjóðleikhúsinu og hefur síðan verið sýnt um land allt.
Act alone er elsta leiklistarhátíð landsins og hefur verið haldin árlega síðan 2004. Í upphafi var hátíðn haldin á Ísafirði en árið 2012 var Actið flutt á Suðureyri og hefur verið haldin hátíðileg þar allar götur síðan. Það eru engar ýkjur að segja að Actið hafi stækkað og blómstrað eftir flutningininn í sjávarpþorpið Suðureyri sem hefur nú einnig heitið einleikjaþorpið. Síðast en alls ekki síst verður að nefna að það er ókeypis á Actið, já ókeypis á alla viðburði. Það er nú bara einleikið.
Það þarf því ekkert að hika heldur skella sér á Actið 8. - 10. ágúst á Suðureyri. Þvi það kostar ekkert.
19.10.2021 / 11:32
Leiksýningar til sölu
Vantar þig leiksýningu fyrir hátíðina, hópinn, fyrirtækið eða mannamótið. Við höfum úrval leiksýninga í boði fyrir þig og sýnum um land allt. Nánari upplýsingar í síma: 891 7025 eða á komedia@komedia.is Kómedíuleikhúsið - leikhúsið í vestri Bakkabræður - Dimmalimm -... Meira10.09.2021 / 11:06