laugardagurinn 21. september 2019

Gísli Súrsson fer í skóla

Verðlaunastykkið um Gísla Súrsson var frumsýnt í Grunnskóla Þingeyrar árið 2005 nánar tiltekið 18. febrúar. Síðan er eru liðnar 337 sýningar og enn er sá súri ekkert orðinn súr. Enn nýtur sýningin fádæma vinsælda og er sýnd árið um kring bæði á ensku og íslensku. Alveg frá upphafi hefur Gísli Súrsson verið sýndur í skólum landsins og enn á ný leggjum við af stað með þann súra í skóla. Það er nefnilega gaman að segja frá því að sýningin hefur átt stóran þátt í að opna heim æskunnar fyrir ekki bara Gísla sögu heldur Íslendingasögum almennt. Enda er sagan sögð á mannamáli ef þannig má að orði komast. 

Framundan eru sýningar í grunnskóla Fjallabyggðar, Laugalækjaskóla og Grunnskóla Ísafjarðar. En við viljum endilega fara í miklu fleiri skóla þetta skólaár. Við hvetjum því skóla landsins til að hafa samband við okkur og við mætum með þann súra. Áhugasamir geta sent póst á netfang Kómedíuleikhússins komedia@komedia.is eða bara einfaldlega hringt í Kómedíusímann 891 7025.