Síðustu sýningar fyrir jól á Bjálfansbarnið og bræður hans - Miðasala hafin
Hið vinsæla jólaleikrit Bjálfansbarnið og bræður hans hefur gengið fyrir fullum Listakaupstað síðustu helgar. Um helgina verða síðustu sýningar fyrir jól á verkinu. Sýnt verður bæði laugardag og sunnudag kl.14.00 báða dagana miðasala er þegar hafin í Vestfirzku verzluninni og í miðasölusíma Kómedíuleikhússins 891 7025. Bjálfansbarnið og bræður hans fjallar um vestfirsku jólasveinanna sem hafa ekki sést í mannabyggðum í eina öld ef ekki meira. Þessir sveinar eru sannkallaðir jólasveinar einsog nöfn þeirra gefa til kynna Froðusleikir heitir einn þeirra annar heitir Langleggur enn annar Lækjaræsir og ekki má gleyma sjálfu Bjálfansbarninu. Bjálfansbarnið og bræður hans er sannkallað jólaævintýr fyrir alla fjölskylduna. Rétt er að geta þess að sérstök hátíðarsýning verður milli hátíðanna og verður sú sýning föstudaginn 30. desember kl.17. Miðasala á þá sýningu er einnig hafin og gengur dúndur vel því um að gera að bóka sér miða í tíma.