miðvikudagurinn 23. nóvember 2011
Hamraborg og Ölgerðin aðalstyrktaraðilar Bjálfansbarnsins
Kómedíuleikhúsið hefur gert samning við verslunina Hamraborg á Ísafirði og Ölgerðina Egil Skallagrímsson um að vera aðalstyrktaraðilar jólaleikritsins Bjálfansbarnið og bræður hans. Samstarfið við þessi góðu hugsjónafyrirtæki er fjölbreytt og sannkallað ævintýr. Blásið verður til sérstaks jólaleiks í tengslum við sýninguna þar sem möguleiki er á að hreppa sérlega girnilega vinninga fyrir munn og eyru. Allir þeir er sjá leikritið Bjálfansbarnið og bræður hans, sem verður frumsýnt núna á laugardag kl.14 í Listakaupstað, fá jólakort. Þetta er nú ekkert venjulegt jólakort þetta er nefnilega sannkallað töfrakort. Fyrst ber að nefna að allir þeir sem fara með þetta umtalaða jólakort í verslunina Hamraborg fá gómsætan súkkulaðivinning. Ekki nóg með það heldur fer kortið einnig í Grýlupottinn, nei afsakið, jólapott Bjálfansbarnsins. Á Þorláksmessu verður dregið úr jólapottinum og 35 heppnir áhorfendur fá vinning. Glaðningurinn er bæði Makintos konfekt og Þjóðlegar hljóðbækur. Já, þetta verður sannkallað jólaævintýri og nú er bara að panta sér miða í tíma á Bjálfansbarnið og bræður hans. Forsala á allar sýningar er þegar hafin í Vestfirzku verzluninni og einnig er hægt að hringja í miðasölusíma Kómedíuleikhússins 891 7025. Allir í leikhús fyrir jólin.
19.10.2021 / 11:32
Leiksýningar til sölu
Vantar þig leiksýningu fyrir hátíðina, hópinn, fyrirtækið eða mannamótið. Við höfum úrval leiksýninga í boði fyrir þig og sýnum um land allt. Nánari upplýsingar í síma: 891 7025 eða á komedia@komedia.is Kómedíuleikhúsið - leikhúsið í vestri Bakkabræður - Dimmalimm -... Meira10.09.2021 / 11:06