föstudagurinn 7. október 2011
Jón Sigurðsson og Bjarni á Fönix á Hótel Selfossi
Kómedíuleikhúsið heldur áfram að ferðast um landið og miðinn með sýningar sínar um þá hálfbræður Jón Sigurðsson og Bjarna Þorlaugarson. Nú er röðin komin að Selfossi. Sýnt verður sunnudaginn 6. nóvember kl.20 á Hótel Selfossi. Að vanda er miðaverðið þetta gamla góða kómíska aðeins 1.900.- kr, tvær leiksýningar á verði einnar. Leikverkin Jón Sigurðsson strákur að vestan og Bjarni á Fönix hafa verið sýnd um land allt og nú síðast í Kaupmannahöfn við dúndur góðar viðtökur. Enda er hér um alvestfirskar, áhirfaríkar og sögulegar leiksýningar að ræða sem tengjast sögu Vestfjarða sterkum böndum. Bjarni á Fönix var frumsýndur fyrir rúmu ári síðan en leikurinn um Jón Sigurðsson var frumsýndur á afmælisdegi söguhetjunnar núna í sumar.
19.10.2021 / 11:32
Leiksýningar til sölu
Vantar þig leiksýningu fyrir hátíðina, hópinn, fyrirtækið eða mannamótið. Við höfum úrval leiksýninga í boði fyrir þig og sýnum um land allt. Nánari upplýsingar í síma: 891 7025 eða á komedia@komedia.is Kómedíuleikhúsið - leikhúsið í vestri Bakkabræður - Dimmalimm -... Meira10.09.2021 / 11:06