fimmtudagurinn 25. júlí 2019
Leppalúði rústaði Grýlu
Um daginn stóð yfir all sérstakt val á næsta jólaleikriti Kómedíuleikhússins. Valið fór fram á ,,Líka við" síðu leikhúsins á Facebook. Valið stóð á milli tveggja turna. Nefnilega Grýlu og Leppalúða. Það er skemmst frá því að segja að Leppi malaði þetta. Hlaut hann alls 78 % atkvæða á móti 22 % er féllu í Grýlu fang. Það er því alveg ljóst hvað við í Kómedíuleikhúsinu erum að fara að gera í haust. Semja og æfa jólaleikrit um hinn eina sanna Leppalúða.
Leppalúði verður síðan frumsýndur í nóvember á landsbyggðinni.
19.10.2021 / 11:32
Leiksýningar til sölu
Vantar þig leiksýningu fyrir hátíðina, hópinn, fyrirtækið eða mannamótið. Við höfum úrval leiksýninga í boði fyrir þig og sýnum um land allt. Nánari upplýsingar í síma: 891 7025 eða á komedia@komedia.is Kómedíuleikhúsið - leikhúsið í vestri Bakkabræður - Dimmalimm -... Meira10.09.2021 / 11:06