föstudagurinn 13. júní 2014
Lokasýning á Gísla Súrssyni og Fjalla-Eyvindi í Gamla bíó
Boðið hefur verið uppá sérstaka útlagatvennu í Gamla bíó í Reykjavík síðustu vikur. Þar hafa verið sýndir tveir einstakair einleikir um þekktustu útlaga þjóðarinnar Gísla Súrsson og Fjalla-Eyvind. Nú er komið að síðustu sýningu. Sýnt verður mánudaginn 16. júní kl.20 í Gamla bíó. Miðasala er í blússandi gangi á midi.is.
Verðlaunaleikurinn Gísli Súrsson hefur verið sýndur við miklar vinsældir síðastliðin tíu ár. Leikurinn hefur unnið til fjölda verðlauna og verið sýndur um land allt og víða erlendis. Fjalla-Eyvindur er nýr af nálinni og var frumsýndur í lok síðasta árs. Leikurinn hefur hlotið góðar viðtökur og verið sýndur víða.
19.10.2021 / 11:32
Leiksýningar til sölu
Vantar þig leiksýningu fyrir hátíðina, hópinn, fyrirtækið eða mannamótið. Við höfum úrval leiksýninga í boði fyrir þig og sýnum um land allt. Nánari upplýsingar í síma: 891 7025 eða á komedia@komedia.is Kómedíuleikhúsið - leikhúsið í vestri Bakkabræður - Dimmalimm -... Meira10.09.2021 / 11:06