föstudagurinn 20. júní 2014
Frystiklefinn í kveld, Reykhólar á morgun
Kómedíuleikhúsið heldur áfram ferð sinni um landið. Í kveld, föstudaginn 20. júní, verður Fjalla-Eyvindur sýndur í hinu frábæra leikhúsi Frystiklefanum á Rifi. Leikur hefst kl.20 og er miðaverð aðeins 2.900.- kr.
Á laugardag verður Fjalla-Eyvindur og Gísli Súrsson á Reykhólum. Sýnt verður í tilefni af hinni skemmtilegu hátið Gengið um sveit sem þar er haldin um helgina. Sýnt verður í sal Báta- og hlunnindasýningarinnar og verður boðið uppá sannkallað kaffileikhúskveld. Húsið opnar kl.18.30 og leikurinn hefst klukkutíma síðar. Miðaverð á báðar sýningarnar er aðeins 3.500.- kr.
19.10.2021 / 11:32
Leiksýningar til sölu
Vantar þig leiksýningu fyrir hátíðina, hópinn, fyrirtækið eða mannamótið. Við höfum úrval leiksýninga í boði fyrir þig og sýnum um land allt. Nánari upplýsingar í síma: 891 7025 eða á komedia@komedia.is Kómedíuleikhúsið - leikhúsið í vestri Bakkabræður - Dimmalimm -... Meira10.09.2021 / 11:06