sunnudagurinn 25. maí 2014
Loksins verður Gísli Súrsson sýndur í Reykjavík
Hátt í 300 sýningar um land allt og víða erlendis en ekki margar í Reykjavík. En nú er loksins komið að því að verðlaunaleikurinn verður sýndur í Reykjavík. Sýnt verður í Gamla bíó og er fyrsta sýning á Uppstigningar 29. maí kl.20. Gísli verður þó ekki einn í för því einnig verður sama kveld sýning á gamanleiknum Fjalla-Eyvindur. Það verður því sannkölluð útlagatvenna á fjölunum í Gamla bíó. Gísli hefur leik enda eldri og eftir hlé tekur Fjalla-Eyvindur við. Miðasala á sýninguna fer fram á www.midi.is
Tvær aðrar sýningar verða á Gísla Súra og Fjalla-Eyvindi í Gamla bíó. Á Hvítasunnudag 8. júní og mánudaginn 16. júní kl.20 báða dagana.
Gísli Súrsson verður einnig sýndur á ensku í Gamla bíó á sama tíma. Fyrsta sýning verður miðvikudaginn 28. maí kl.20 og er miðasala eftir sem áður á www.midi.is
19.10.2021 / 11:32
Leiksýningar til sölu
Vantar þig leiksýningu fyrir hátíðina, hópinn, fyrirtækið eða mannamótið. Við höfum úrval leiksýninga í boði fyrir þig og sýnum um land allt. Nánari upplýsingar í síma: 891 7025 eða á komedia@komedia.is Kómedíuleikhúsið - leikhúsið í vestri Bakkabræður - Dimmalimm -... Meira10.09.2021 / 11:06