
mánudagurinn 9. júní 2014
Ný Þjóðleg hljóðbók á ensku
Kómedíuleikhúsið hefur gefið út nýja Þjóðlega hljóðbók og nú á ensku. Um er að ræða úrval íslenskra ævintýra og þjóðsagna í snildar þýðingu Guðjóns Ólafssonar. Icelandic Fairy- and Folk Tales nefnist hljóðbókin og er nú fáanleg á heimasíðu Kómedíuleikhússins sem og í bókaverslunum um land allt.
Á Icelandic Fairy- and Folk Tales er úrval ævintýra og þjóðsagna úr hinum íslenska sagnarafi. Sögur á borð við Bakkabræður, Giltitrutt auk úrvali álfa-, drauga-, galdra- og tröllasagna. Lesari er Elfar Logi Hannesson. Icelandic Fairy- and Folk Tales er kærkomin nýjung í Þjóðlegu hljóðbókaútgáfu okkar. Icelandic Fairy- and Folk Tales er fjórtánda hljóðbókin sem Kómedíuleikhúsið gefur út en óhætt er að segja að útgáfunni hafi verið vel tekið. Nú þegar eru fjórar fyrstu hljóðbækur okkar uppseldar.
20.11.2025 / 09:52
Leiklist á Ísafirði komin út
Kómedíuleikhúsið hefur gefið út bókina Leiklist á Ísafirði eftir Elfar Loga Hannesson, blekbónda. Í bókinni rekur höfundur leiksögu Ísafjarðar, bæjarins við flæðarmálið, allt frá fyrstu vituðu leikuppfærslu sem var svo snemma sem árið 1854 til samtímans eða þegar Litli ... Meira19.10.2021 / 11:32

