föstudagurinn 6. júní 2014
Gísli Súrsson og Fjalla-Eyvindur í 101 á helginni
Sýningar Kómedíuleikhússins í Gamla bíó í Reykjavík halda áfram á helginni. Á föstudag og laugardag verður verðlaunaleikurinn Gísli Súrsson sýndur á ensku kl.20 báða dagana. Á sunnudag, Hvítasunnudag, kl.20 verður útlagatvenna þar sem Gísli Súrsson og Fjalla-Eyvindur verða sýndir á sama kveldinu. Miðasala á allar sýningar er í blússandi gangi á midi.is
Vart þarf að kynna verðlaunaleikinn Gísla Súrsson mikið. Sú sýning hefur verið í gangi síðan 18. febrúar 2005 og eru sýningar að nálgast þriðja hundraðið. Fjalla-Eyvdindur er hins vegar ný sýning sem var frumsýnd í lok síðasta árs og hefur sannarlega hitt í mark. Nú þegar hefur leikurinn verið sýndur um 20 sinnum en nú loksins mæta þessir þekktustu útlagar þjóðarinnar saman í leikhúsinu. Aðeins eru tvær sýningar eftir í Gamla bíó á útlagatvennunni núna á sunnudag og svo á mánudag 16. júní kl.20.
19.10.2021 / 11:32
Leiksýningar til sölu
Vantar þig leiksýningu fyrir hátíðina, hópinn, fyrirtækið eða mannamótið. Við höfum úrval leiksýninga í boði fyrir þig og sýnum um land allt. Nánari upplýsingar í síma: 891 7025 eða á komedia@komedia.is Kómedíuleikhúsið - leikhúsið í vestri Bakkabræður - Dimmalimm -... Meira10.09.2021 / 11:06