mišvikudagurinn 11. maķ 2016

Fjalla-Eyvindur fer ķ bankann į Selfossi

Fjalla-Eyvindur mętir į gamla bankann į Selfossi į helginni
Fjalla-Eyvindur mętir į gamla bankann į Selfossi į helginni

Einleikurinn Fjalla-Eyvindurverður sýndur á lofti Gamla Bankans, Austurvegi 21,Selfossi, laugardaginn 14. maí nk. kl. 20:00. Sýningin er samin og leikin af leikaranum Elfari LogaHannessyni en hann hefur samið og leikið í fjölda leikverka. Má þar nefna verðlaunaleikinn Gísla Súrsson og Gretti. Á undan sýningunni mun Guðmundur G. Þórarinsson segja frá sinni sýn á lífshlaup Fjalla-Eyvindar.

Miðaverð er 2500 kr. (2000 kr. fyrir hópa 10+) og þeir sem vilja tryggja sér miða geta gert það með því að hringja í síma 894 1275. Húsið verður opnað kl. 19:30.

sunnudagurinn 8. maķ 2016

Dašri lokiš

Sjö sżningar voru į Dašraš viš Sjeikspķr į Vestfjöršum
Sjö sżningar voru į Dašraš viš Sjeikspķr į Vestfjöršum

Þann 23. apríl frumsýndi Kómedíuleikhúsið leikinn Daðrað við Sjeikspír í Félagsheimilinu Bolungarvík. Einsog nafnið gefur til kynna er hér um Sjeikspír tileinkunnar stykki að ræða en í ár og nánar tiltekið þann 23. apríl voru 400 ára síðan skáldið hélt á önnur svið. Kómedíuleikhúsið eitt atvinnuleikhúsa landsins minntist dagsins hér á landi með frumsýningu á Daðrað við Sjeikspír. Að vanda hefur verkið vestfirska tengingu einsog öll önnur verk Kómedíuleikhúsins ekki er þó búið að sanna vestfirska tengingu á William Shakespeare þó ekki sé ólíklegt að hann eigi hér ættir að rekja, meina hver á það ekki. Heldur er það svo að vestfirska skáldið og sérann Matthías Jochumsson þýddi fjögur verka skáldsins. Það eru einmitt þau verk sem eru í aðalhlutverkinu í Daðrað við Sjeikspír auk þess sem fjallað er um verk og æfi skáldsins. 

Óhætt er að segja að Daðrinu hafi verið vel tekið en haldið var í 14 daga leikferð þar sem sýndar voru 7 sýningar á 6 stöðum. Vissulega var oft mjög góðmennt í sölum í leikferð okkar en það er nú bara partur af leikhúsinu. Það sagði heldur enginn að þetta yrði auðvelt einsog leikhúsmaðurinn danski sagði. Sýningarstaðirnir voru Bolungarvík, Patreksfjörður, Bíldudalur, Hólmavík, Suðureyri og Íssafjörður. Á síðast nefnda staðnum voru tvær sýningar. Kómedíuleikhúsið er vestfirskt leikhús sem vinnur með eigin sagnaarf, sögu og menningu og leitast við að sýna sem oftast og víða í sínu héraði. Á Vestfjörðum. 

Kómedíuleikhúsið þakkar Vestfirðingum komuna á Daðrað við Sjeikspír. Nú er leikhúsvetrinum formlega lokið bar þar margt kómískt til tíðinda að vanda. Tekur nú sumarleikhústíðin hjá Kómedíuleikhúsinu við með leikferð til Spánar með Gretti og vikulegar sýningar á fornkappanum í Edinborgarhúsinu Ísafirði. Að ógleymdri verðlaunasýningunni Gísli Súrsson sem verður sýndur á ensku í Haukadal í allt sumar. Lífið er Kómedía. 

mįnudagurinn 2. maķ 2016

Sjeikspķr į Ķsafirši og Sušureyri

Enn veršur dašraš og nś į Ķsafirši og Sušureyri
Enn veršur dašraš og nś į Ķsafirši og Sušureyri

Kómedíuleikhúsið heldur áfram með sýningar á nýjasta króanum Daðrað við Sjeikspír. Liðna helgi voru þrjár sýningar á þremur stöðum á Vestfjörðum við þessar fínu viðtökur. Nú er röðin komin að Ísafirði og Suðureyri. Daðrað við Sjeikspír verður sýnt í Edinborgarhúsinu Ísafirði á miðvikudag 4. maí kl.20. Kveldið eftir verður skundað í einleikjaþorpið Suðureyri hvar sýnt verður á kaffihúsi Fisherman og hefst sú sýning einnig kl.20. Miðaverð á sýninguna er 3.500.-, miðasölusími er 891 7025 en einnig er hægt að kaupa miða á sýningardegi á viðkomandi stað. 

Daðrað við Sjeikspír er leiksýning að hætti kaffileikhúsa. Þannig að gestir sitja við borð og margir hafa kosið að hafa eitthvað til að styrkja sér á meðan á sýningu stendur. Ku það auka mjög á skemmtanina. Daðrað við Sjeikspír er sett á svið af Kómedíluleikhúsinu í tilefni þess að í ár eru 400 ár frá því leikskáldið William Shakespeare hélt á önnur svið. Sýningin er blanda af sagnaþáttum um ævi skáldsins og inná milli eru flutt brot úr fjórum af hans allra bestu verkum. Um er að ræða leikina Rómeó og Júlía, Hamlet, Ótelló og hinum blóðidrifna Makbeð. Leikirnir eiga það eitt sameiginlegt að vestfirska skáldið og sérann Matthías Jochumsson snara þeim yfir á vort ylhýra.

Leikarar eru þau Elfar Logi Hannesson og Anna Sigríður Ólafsdóttir. Búninga gerði Marsibil G. Kristjánsdóttir og Víkingur Kristjánsson leikstýrir. 

Daðrað við Sjeikspír er 39 verkefni Kómedíuleikhússins. 

mįnudagurinn 25. aprķl 2016

Sjeikspķr fagnaš og leikferš framundan

Sjeikspķr fer į flakk um Vestfirši į helginni
Sjeikspķr fer į flakk um Vestfirši į helginni

Á helginni frumsýndi Kómedíuleikhúsið nýtt verk um ævi og verk skáldjöfursins William Shakespare. Á laugardag voru 400 ár liðin frá því skáldið hélt á önnur svið og því var vel við hæfi að minnast hans með veglegum hætti. Leikritið heitir Daðrað við Sjeikspír og er sett saman af Elfari Loga Hannessyni, hinum kómíska. Í leiknum er fjallað um ævi skáldsins og inná milli eru flutt brot úr 4 a hans vinsælustu verkum. Þau eiga það eitt sameiginlegt að vestfirska skáldið Matthías Jochumsson þýddi þau öll. Allir listamenn sýningarinnar eru ekki bara Vestfirðingar líka heldur og búsettir hér vestra, við verðum jú að styrkja og efla okkar eigið hagkerfi. Leikarar eru þau Anna Sigríður Ólafsdóttir og Elfar Logi Hannesson. Búninga gerði Marsibil G. Kristjánsdóttir og leikjstjórn er í höndum Víkings Kristjánssonar.

Frumsýningin á Daðrað við Sjeikspír var í Félagsheimilinu í Bolungarvík, sem gárungarnir kalla Hörpu Vestfjarða, og það var smekkfullur salur. Daðrað við Sjeikspír er sýning að hætti kaffileikhúsa og sitja því gestir við borð og margir höfðu eitthvað svalandi við hönd. Mæltist þetta vel fyrir. Rétt er að geta þess að Kómedíuleikhúsið var eina leikhús landsins sem minntist skáldnestorsins William Shakepeare sérstaklega í leikhúsinu. Enda var nú ekki annað hægt maðurinn var jú snillingur. 

Kómedíuleikhúsið ætlar að fara í leikferð um Vestfirði á komandi helgi. Fyrsti áfangastaður er Patreksfjörður nánar tiltekið hið glæsilega Fosshótel þar í bæ. Sýnt verður á föstudag 29. apríl og hefst leikurinn kl.20. Daginn eftir verður skudað yfir á Bíldudal þar sem sýnt verður í hinu magnaða Skrímslaseti. 1. maí verður síðan haldin hátíðlegur á Hólmavík þar sem Daðrað við Sjeikspír verður sýnt á Café Riis. Eftir sem áður verður sýningin að hætti kaffileikhúsa og því ætti engin að þurfa að fara þyrstur heim hvorki andlega né líkamlega. Allar sýningarnar hefjast kl.20. Miðasala er í síma 891 7025 en einnig er hægt að kaupa miða á hvurjum sýningarstað fyrir sig. Miðaverð er aðeins 3.500.- kr. 

 

Kómedíuleikhúsið færir yður Sjeikspír sem er ávallt ferskur á og ætíð erindi eigi síst í dag. 

mįnudagurinn 18. aprķl 2016

Sjeikspķr dagur vestra į laugardag

Kómedķuleikhśsiš minnist Sjeikspķrs meš višeigandi hętti
Kómedķuleikhśsiš minnist Sjeikspķrs meš višeigandi hętti

Á laugardag 23. apríl eru liðin 400 ár frá andláti merkasta leikskálds allra tíma William Shakespeare. Kómedíuleikhúsið minnist skáldsins á dánardeginum fjórum öldum síðar með frumsýningu á leikverkinu Daðrað við Sjeikspír. Sýnt verður í Hörpu Vestfjarða, í Félagsheimilinu Bolungarvík. Um er að ræða sýningu að hætti kaffileikhúsa og sitja því gestir við borð og geta jafnvel sötrað á einhverju svalandi meðan á sýningu stendur. Miðaverð er aðeins 3.900.- kr og er einn drykkur innifalinn í miðaverði. Miðasala er þegar hafin í síma 891 7025. Sýningin hefst kl.20 á laugardag 23. apríl.

Daðrað við Sjeikspír er leikur þar sem fjallað er um ævi og verk skáldjöfursins Sjeikspírs. Flutt verða brot úr fjórum af hans þekktustu verkum Hamlet, Rómeó og Júlía, Makbeð og Ótelló. Verkin eiga það eitt sameiginlegt að vestfirska skáldið Matthías Jochumsson þýddi þau öll á vort ylhýra. Leikarar eru þau Anna Sigríður Ólafsdóttir og Elfar Logi Hannesson, búninga gerir Marsibil G. Kristjánsdóttir og Víkingur Kristjánsson leikstýrir. 

Rétt er að geta þess að farið verður í leikferð með Daðrað við Sjeikspír um Vestfirði. Sýnt verður á Patreksfirði föstudaginn 29. apríl, Bíldudal 30. apríl og loks á Hólmavík 1. maí. 

Daðrað við Sjeikspír er 39. verkefni Kómedíuleikhússins. 

mįnudagurinn 21. mars 2016

Dašraš viš Sjeikspķr

Leikurinn veršur frumsżndur ķ Hörpu Vestfjarša 23. aprķl
Leikurinn veršur frumsżndur ķ Hörpu Vestfjarša 23. aprķl

Í ár eru liðin 400 ár frá því leikskáldið William Shakespeare sagði skilið við veru sína á hótel jörð. Hann var ekkert sérlega langlífur frekar en flestir þeir er dvöldu á hótelinu á þessum tíma, en hann lést 54 ára gamall, en þá hafði hann skrifað 37 leikrit og 154 sonnettur. Þó eflaust megi finna fleiri leikskáld sem skrifað hafa í slíku magni er óhætt að segja að enginn hafi haft nándarnærri viðlíka áhrif á leikhúsheiminn og Shakespeare. 400 árum frá dauða hans er enn verið að sýna verk hans um allan heim og eru bæði bein og óbein áhrif hans á leikhúsheiminn ótvíræð. Shakespeare ritðai ofurfagran og ljóðrænan texta og skrifaði hann bæði gamanleiki og tragedíur, ásamt því sem sér í lagi fyrri verk hans voru að miklu leiti af sagnfræðilegum toga. Það er augljóst á verkum hans að hið fallvalta og fjölbreytta mannlega eðli vakti áhuga leikskáldsins þar sem finna má djúpan texta sem endurspeglar mennskuna, sem virðist haldast nokkuð óbreytt þó allt annað í veröldinni kunni að breytast.

 

Íslensk atvinnu- og áhugaleikfélög hafa sett á fjalirnar verk hans í gegnum dagana og sýndi til að mynda leikfélag Menntaskólans á Ísafirði fyrir sjö árum Draum á Jónsmessunótt, en ekki hefur þó mikið farið fyrir uppfærslum á verkum hans í okkar ágæta fjórðungi - í það minnsta ekki í seinni tíð. Kómedíuleikhúsið hyggst nú bæta fyrir þessa fjarveru Shakespeare á vestfirskum fjölum og fagna tímamótunum með kappanum. Einsog venjan er á þeimm bænum er ekki ráðist á garðinn þar sem hann er lægstur, heldur dregið saman úrval úr verkum og stiklað á sögu, ævi hans og starfa. Til að halda áfram yfirlýstri stefnu leikhússins, að vinna með vestfirskan efnivið, verður unnið með þýðingar vestfirska þjóðskáldsins Matthíasar Jochumssonar, sem á sínum tíma þýddi fjögur af stærri verkum Shakespeare: Ótelló, Rómeó og Júlíu, Makbeð og Hamlet.

Elfar Logi Hannesson, Kómedíuleikhúsið sjálft, hefur fengið til liðs við sig 5ryþma dansarann og gjörningalistakonuna Önnu Sigríði Ólafsdóttur og eru þau komin í startholurnar og segjast hvergi banginn yfir að takast á við þetta krefjandi verkefni. Hvað verður svo matreitt úr efniviðnum á eftir að koma í ljós, en æfingar á verkinu eru við það að hefjast undir leikstjórn leikarans Víkings Kristjánssonar, sem síðast leikstýrði Gretti góðu heilli og gengi er enn er í sýningu. 

Daðrað við Sjeikspír verður frumsýnt þann 23. apríl í Félagsheimili Bolungarvíkur og í framhaldinu verða sýningar víðar um Vestfirði. 

fimmtudagurinn 4. febrśar 2016

Žrjś leikrit meš einum og sama leikaranum

Śtlagapartż
Śtlagapartż

Kómedíuleikhúsið ætlar að sýna þrjá einleiki sama kvöldið og er sami leikari í þeim öllum. 

Verkin þrjú sem sýnd verða eru verðlaunaleikurinn Gísli Súrsson, hinn ómótstæðilegi Grettir og loks sjálfur Fjalla-Eyvindur. Einleikirnir eiga það sameiginlegt að fjalla um útlaga; þrjá þekktustu útlaga Íslandssögunnar.

Leikari í öllum þremur verkunum er hinn margslungni Elfar Logi Hannesson.

Sýningarstaðurinn er Félagsheimilið í Bolungarvík og sýnt verður föstudaginn 4. mars.

Stutt hlé verður gert á milli leikja og víst er að þetta verður varla endurtekið. Rétt er að hvetja áhugasama áhorfendur til að tryggja sér miða strax á þrennu Kómedíuleikhússins í Bolungarvík. Miðasala er þegar hafin í síma 690 2303.

Nú liggur enn eitt ævintýrið í loftinu fyrir leiklistarunnendur en Kómedíuleikhúsið, atvinnuleikhús Vestfjarða, hefur sannarlega vakið athygli fyrir að fara sínar eigin kómísku leiðir.

fimmtudagurinn 28. janśar 2016

Erum ekki hętt erum bara aš vinna

Loksins kemur Sjeikspķr vestur
Loksins kemur Sjeikspķr vestur

Þó hljótt hafi farið um Kómedíuleikhúsið frá því á Þrettándanum sem leikhúsið hafði umsjón með á Ísafirði í ár. Þá erum við ekkert að hangsa og drekka bara svart kaffi. Við erum nefnilega að vinna, að skapa og þá er vissulega gott að hafa kaffi með. Við erum ekki bara að vinna að einni nýrri sýningu heldur tveimur. Já, tvær kómískar sýningar eru væntanlegar á árinu. Fyrst skal nefna nýtt íslenskt leikverk um ævi einbúans Gísla á Uppsölum. Það er óhætt að segja að saga Gísla hafi vakið fádæma athygli þegar hún komst í kastljós fjölmiðla. Allar götur síðan hefur Gísli verið þjóðinni hugleikinn. Að vanda koma aðeins Vestfirðingar við sögu uppfærslunnar á Gísla á Uppsölum. Sveitungar söguhetjunnar Arnfirðingarnir Elfar Logi Hannesson og Þröstur Leó Gunnarsson eru höfundar auk þess mun Elfar Logi leika Gísla en Þröstur Leó leikstýra. Höfundur tónlistar og hljóðmyndar er vestfirska söngvaskáldið Svavar Knútur Kristinsson. Síðast en ekki síst mun dýrfirska listakonan Marsibil  G. Kristjánsdóttir sjá um leikmynd og búninga. Leikritið um Gísla á Uppsölum verður frumsýnt á sögslóðum í Selárdal um miðjan júlí komandi. Eftir það verður farið í leikerð um landið. 

Hin kómíska sýningin sem nú er verið að vinna að í herbúðum Kómedíuleikhússin er leikrit tileinkað ævi og verkum mesta leikskálds allra tíma, William Shakespeare. Verkið sem hefur einfaldalega vinnuheitið, Sjeikspír, er samstarfsverkefni þeirra Elfars Loga Hannessonar og Önnu Sigríðar Ólafsdóttur. Sem vinna nú að handriti leiksins og munu einnig standa á sviðinu. Víkingur Kristjánsson leikstýrir og Marsibil G. Kristjánsdóttir sér um leikmynd og búninga að vanda. Segja má að árið í ár sé ár skáldsins því 400 ár eru nú liðin frá andláti hans. 

Leikverkið um Sjeikspír erður frumsýnt laugardaginn 9. apríl í Félagsheimilinu Bolungarvík. 

Lífið er sannarlega kómedía alla daga ársins. 

fimmtudagurinn 7. janśar 2016

Žökkum komuna į Žrettįndaglešina

Mikiš fjölmenni mętti til Žrettįndaglešinnar
Mikiš fjölmenni mętti til Žrettįndaglešinnar

Kómedíuleikhúsið tók að sér að sjá um dagskrá Þrettándagleðinnar á Ísafirði. Hátíðin er ekki árlega því hátíðin er til skiptis haldin á Ísafirði og í Bolungarvík. Stefnt var að því að hafa gleðina utandyra á hinu frábábæra Silfurtorgi á Ísafirði. Heldur var vindurinn að flýta sér á lokadegi jóla. Gárungarnir sögðu strax að þetta væru bara vindverkir í Grýlu eða þá að eitthvað hafði fokið í hana. Sannleikurinn er sá að það fauk ekki bara í hana heldur fauk hún til okkar en þó slotaði nú ekkert veðrinu. Kannski Leppalúði hafi verið á leiðinni líka en fest í einhverjum hvirfilbylnum því ekki kom hann í bæinn. Allavega sökum vinda var ákveðið að færa skemmtunina inní Edinborgarhúsið. Það var líka vel við hæfi því þar var einmitt haldið hið árlega jólaball Edinborgarhússins svo þetta passaði allt svona fínt. 

Það var sannarlega enn jólahugur í fólki á loka degi jóla á Ísafirði því mikið fjölmenni sótti Þrettándagleðina. Boðið var uppá veglega skemmtidagskrá þar sem álfar, Grýla og jólasveinarnir skemmtu. Einnig mætti fulltrúi framtíðarinnar á Ísafirði og flutti álfa- og þrettándaljóð.

Kómedíuleikhúsið vill nota tækifærið og þakka öllum þeim mikla fjölda sem kom að Þrettándaskemmtuninni. Án ykkar hefði verið sérlega erfitt að rota jólin einsog stundum er sagt þegar jólin eru kvödd. Þið stóðuð ykkur frábærlega og gerðuð sannarlega ykkar besta. Íbúum þökkum við sérstaklega fyrir komuna og góða stemningu. Óskum ykkur öllum gæfu og gengis á nýbyrjuðu frábæru ári. 

žrišjudagurinn 22. desember 2015

Annįll Kómedķuleikhśssins

Grettir leiksżning įrsins
Grettir leiksżning įrsins

Okkar 18 ár er nærri á enda og við samt rétt að byrja. Það er í raun alveg kómískt að hið litla krúttlega Kómedíuleikhús verði 19 ára á næsta ári. Eitt er víst þetta hefði aldrei tekist nema ef áhorfendur hefðu ekki verið svona duglegir að mæta í leikhús landsins og horfa á okkar sýningar. Leikhús landsins já. Það er alveg óhætt að segja að Kómedíuleikhúsið sé leikhús landsbyggðarinnar. Styrktaraðilar hafa einnig sýnt okkur mikinn skilning og áhuga. Ef þeirra hefði ekki notið við væru uppfærslurnar ekki orðnar 38 heldur kannski frekar bara einsog í kvæðinu 1 og átta. Alltof langt mál væri að telja upp alla styrktaraðila okkar og því í staðinn sendum við einstakar þakkar kveðjur til ykkar allra. Þið eruð frábær. 

Það er mikilvægt við hver áramót að gera skil á sínum verkum og því setjum við hér í einn Kómedíuleikhús annál. Með því að segja: Svona var árið 2015. 

 

Frumsýning í Minnsta óperuhúsi heims

Árið 2015 byrjaði snemma í herbúðum Kómedíuleikhússins. Á öðrum degi ársins var æfing á nýju íslensku leikverki Grettir, byggt á samnefndri Íslendingasögu. Æfingar höfðu þó staðið tvo síðustu mánuði síðasta árs og nú var komið að lokasprettinum. Þetta verkefni hafði verið á okkar óskalista mörg liðin ár og nú loksins var komið að glímu við kappann Gretti. Höfundur og leikari Grettis er Elfar Logi Hannesson. Búninga og leikmynd gerði Marsibil G. Kristjánsdóttir, höfundur tónlistar Guðmundur Hjaltason og leikstjórn annaðist Víkingur Kristjánsson. Gaman er að geta þess að allir þessir listamenn eru búsettir á Vestfjörðum. 

Þar sem hvert leikverk er nú bara frumsýnt einu sinni þá er mikilvægt að gera eitthvað kómískt í tilefni dagsins. Kómedíuleikhúsið hefur tileinkað sér það í gegnum árin og því var ákveðið að frumsýna Gretti á söguslóðum. Nánar tiltekið í Vatnsfirði en þar dvaldi Grettir um tíma í útlegð sinni. Þar í firði er hið einstaka Minnsta óperuhús heims. Þann 17. janúar Grettir þar frumsýndur og var það okkar 38 uppfærsla á 18 árum. Gott ef það gerir ekki bara 2,1 leikverkakrói á ári. 

 

Leikferð til Kanada

Að frumsýningu lokinni var bara eitt að gera. Bíða og vona að hinn nýji kómíski krói fái fætur. Það hefur hann sannarlega gert því nú í lok árs eru sýningar orðnar 25 talsins. Það er ekkert slappt. Sýnningar hafa verið um land allt alveg frá Selfossi til Öngulstaða fyrir norðan og allt þar á millum og kring. Við tókum einnig upp samstarf við skáldið Einar Kárason og buðum uppá sérstaka Grettisstund. Skáldið flutti erindi um Gretti og eftir einn kaffisopa stundum var boðið uppá sterkara þá var einleikurinn Grettir fluttur. Grettisstundirnar urðu þó nokkrar bæði fyrir sunnan, vestan og austan. 

Um vorið fengum við síðan tilboð frá Kanada. Hvort Grettir væri ekki til í að fara í víking á nýjan leik og taka land í Vesturheimi. Að vanda var okkar svar það sama: Já takk. Sama og við segjum við öllum góðum erindum. Eitt fylgdi þó hinu góða tilboði og það var að sýningin yrði á ensku. Allt í fínu við reddum því.

Sá kómíski alltaf svo jákvæður og snöggur til. Við fengum vorn góða leikstjóra Víking Kristjánsson til að snara verkinu yfir á enskuna. Já, það þýðir ekkert að fá neina aukvissa í verkið sem er sannarlega vandasamt eða einsog maðurinn segir. Maður getur ekkert látið Gúgúl gera allt. 

Haustið hjá hinum kómíska fór að mestu í að nema hið enskaða handrit og hafði það af rétt fyrir brottför af landinu bláa. 21. október var síðan Grettir frumsýndur á ensku í leikhúsinu í Gimli í Kanada. Í lok leiks gerðist það sem allir leikhúslistamenn þrá að leik loknum. Það var klappað. Og klappað. Svo var slegið upp veislu þar sem boðið var uppá sjö laga vínartertu og pönnukökur. Gaman var að spjalla við gesti að sýningu lokinni enda veitingarnar frábærar. Gott ef íbúar Vesturheims eru ekki bara meiri Íslendingar en við sem þar búum. Væntum þykjan og einlægnin var einstök. Þó höfðu sumir aldrei átt heima á Íslandi. 

Grettir var sýndur í annan gang í Gimli og einnig var ein sýning í háskólanum í Manitoba. Segið svo að leikhúsið geti ekki líka verið góð kynning á landinu einsog rokk og rólið. 

 

Gufupönk einleikur

Við sögðum mörg fleiri já á árinu. Hugsjónamenn (og er þá átt við bæði kynin) eru margir. Einn þeirra er Ingimar Oddsson sem hefur byggt upp sértaka Gufupönkhátíð í Bíldalíu. Hátíðin var fyrst haldin 2014 og þá sögðum við líka já og tókum þátt með stuttum leik. Nú var óskað eftir nýjum einleik er væri sóttur í smiðju eins aðal átrúnaðargoð gufupönkara, nefnilega hið framsýna skáld Jules Verne. Þar er í sérstöku uppáhaldi skipstjórinn Nemó. Getið þið ekki gert Nemó leikrit fyrir okkur? Jú, sögðum við og klóruðum okkur svo lengi í höfðinu. 

Á sumarsólstöðum 21. júní frumsýndum við einleikinn Nemó á Gufupönkhátíð Bíldalíu. Sýnt var á hinu flotta Skrímslasafni en þó mættu aðeins mannlegar verur á sýninguna og gerðu góðan róm af.

 

Ekki svo súr belja

Það er mikilvægt hverju apparati að eiga góða mjólkurkú. Það eigum við sem betur fer í okkar Gísla Súrssyni. Mest sýnda leikrit Vestfjarða og þó víðar væri leitað. Á árinu náðum við þeim einstaka árangri að sýna þann Súra í 300 sinn. Það var þó um mitt sumar og síðan eru sýndar margar sýningar. 

Þó mörgum detti í hug að við eigum aðra mjólkurkú í ævintýrasýningunni Búkollu þá hefur hún ekki alveg náð eins góðum nytum og Gísli. Þó voru sýndar um 10 sýningar á árinu og í heildina komnar 44. Það er nú bara ágætt. 

 

Bókin Leiklist á Bíldudal

Kómedíuleikhúsið þarf einsog flest önnur fyrirtæki að leita allra leiða til að gera enn betur og tryggja sína tilveru. Auk þess að setja upp leiksýningar þá höfum við staðið talsvert í útgáfu. Fyrst vorum við aðallega í hljóðbókaútgáfu en höfum nú fært okkur meira til upprunans í bækurnar. Í haust gáfum við út bókina Leiklist á Bíldudal eftir okkar Elfar Loga Hannesson. Margir héldu nú að þessi saga mundi bara rúmast í einhverjum bæklingi en svo er aldeilis ekki. Einsog þeir sjá sem handleika verkið því það er tæpar 200 blaðsíður enda var byrjað að leika í þorpinu árið 1894. Sagan segir að Bílddælingar geri meira af því að skemmta sér en að vinna. Meðan íbúar næsta þorps geri akkúrat öfugt.

Leiklist á Bíldudal hefur fengið afbragðs góðar viðtökur því hún er alveg að verða uppseld hjá okkur. Það er því alveg ljóst að við munum gefa út fleiri bækur og það strax á komandi ári. 

 

Margt fleira gjörðist á hinu frábæra ári 2015 hjá okkur en við látum nú staðar numið. Þó fyrr hefði verið segja kannski flestir lesendur. Enda margt að lesa og hvað þá á þessum tíma.

 

Kómedíuleikhúsið þakkar áhorfendum, velunnurum og styrktaraðilum um land allt kærlega fyrir kómískt gott ár. Hlökkum til að sjá ykkur í leikhúsinu á komandi ári.

 

Eldri fęrslur