fimmtudagurinn 2. maí 2019

Dimmalimm tilnefnd sýning ársins

Verður Dimmalimm valin besta sýningin?
Verður Dimmalimm valin besta sýningin?

Hin stórskemmtilega Sögur verðlaunahátíð hefur nú birt tilnefningar sýningar um það besta á árinu á sviði leikhúss, skáldskapar, sjónvarps og tónlistar. Sýning okkar Dimmalimm er tilnefnd sem sýning ársins. Þessi tilnefning vermir mjög í okkar hjörtum því það eru jú börnin sem eru bestu dómararnir í þessari deild. Það eru svo börn á aldrinum 7. - 12. ára sem velja það besta í hverjum flokki og stendur kosning nú yfir. Hér geta börnin kosið 

https://www.surveymonkey.com/r/2LJLS3Z?fbclid=IwAR0WrHU-bEuCaI8xuQ2ysowi4Y5NTHipUOm6mZfRiSkznolMSE2osGKfKhI

 

Dimmalimm var frumsýnd í Þjóðleikhúsinu í mars síðastliðnum og var þar sýnd fyrir uppseldu húsi sýningu eftir sýningu. Nú er komið að því að Dimmalimm fari út á landsbyggðina og strax núna á helginni verður Dimmalimm sýnd á þremur stöðum. Á laugardag á Siglufirði. Það verður sérstakur hátíðarbragur á þeirri sýningu því hún er í boði Ungmennafélagsins Glóa sem fangar nú 25 ára afmæli sínu og hugsjónaapparatsins Ljóðaseturs Íslands. Sýnt er í Bláa húsinu og hefst kl.15.00. Einsog áður sagði er ókeypis inn og allir velkomnir.

Á sunnudag verður Dimmalimm á fjölunum á Blönduósi. Sýnt verður í Félagsheimilinu og hefst leikur kl.16.00.

Daginn eftir á mánudag verður Dimmalimm komin alla leið til Ísafjarðar. Ekki að ástæðulausu því þann góða dag verður endurnýjaður samstarfssamningur Kómedíuleikhússins við Ísafjarðarbæ. Af því tilefni verður sérstök hátíðarsýning á Dimmalimm í Edinborgarhúsinu kl.17.30. Í tilefni dagsins þökkum við fyrir bæjarbúum fyrir með því að selja miðann á aðeins 1.000.- krónur. Já, það er ævintýralegt verð á sýninguna á Dimmalimm í Edinborg og því um að gera að nýta þetta ævintýralega tilboð. 

Fjölmargar sýningar á landsbyggðinni eru fyrirhugaðar á Dimmalimm bæði núna í sumar og í haust.