
þriðjudagurinn 7. maí 2019
Gísli Súri á Barnamenningarhátíð
Loksins verður verðlaunaleikurinn Gísli Súrsson sýndur í Reykholti. Nánar tiltekið miðvikudaginn 8. maí kl. 11.30 í Reykholtskirkju. Er sýningin liður í Barnamenningarhátíð í Reykholti sem haldin er af Snorrastofu í samstarfi við fleiri aðila.
Af hverju segjum við loksins hér í upphafi. Jú, sögumaðurinn í Gísla leiknum heitir einmitt Snorri og fyrirmyndin er Snorri í Reykholti. Ekki þó Sturluson heldur Jóhannesson. Snorrinn sá var kennari í Héraðsskólanum á Reykholti á síðustu öld. Kenndi hann m.a. Gísla sögu þar á meðal leikaranum Elfari Loga Hannessyni. Árið áður hafði hann fallið í Gísla sögu og varð því að taka Gísla sögu áfangann að nýju og viti menn og konur. Drengurinn flaug í gegnum Gísla prófið. Enda má segja að Snorri hafi ekki bara kennt söguna heldur og leikið hana sérstaklega bardagana. Svo áhrifamikil var túlkun kennarans að hann var innblástur og í raun kveikjan af einleiknum Gísli Súrsson.
20.11.2025 / 09:52
Leiklist á Ísafirði komin út
Kómedíuleikhúsið hefur gefið út bókina Leiklist á Ísafirði eftir Elfar Loga Hannesson, blekbónda. Í bókinni rekur höfundur leiksögu Ísafjarðar, bæjarins við flæðarmálið, allt frá fyrstu vituðu leikuppfærslu sem var svo snemma sem árið 1854 til samtímans eða þegar Litli ... Meira19.10.2021 / 11:32

