miđvikudagurinn 24. apríl 2013

Kaldalóns á Jörfagleđi

Leiksýningin Sigvaldi Kaldalóns hefur fengiđ fanta fínar viđtökur áhorfenda
Leiksýningin Sigvaldi Kaldalóns hefur fengiđ fanta fínar viđtökur áhorfenda

Hin vinsæla sýning Sigvaldi Kaldalóns verður sýnd á Jörfagleði í dag, síðasta vetrardag. Sýnt verður í félagsheimilinu Tjarnarlundi í Saurbæ og hefst sýningin kl.20.30. Boðið verður uppá súpu og kaffi með sýningunni. Miðaverð er aðeins 3.000.- kr og 1.500.kr fyrir börn á grunnskólaaldri. Að sýningu lokinni mun leikarinn Elfar Logi fjalla um ár Sigvalda Kaldalóns í Flatey en þar bjó hann og starfaði í þrjú ár. 

Leikritið um Sigvalda Kaldalóns var frumsýnt í lok febrúar á þessu ári og hefur verið sýnt oftsinnis við svo gott sem fullt hús í hvert sinn. Framundan eru svo sýningar á leiknum hér og þar um landið.

Sigvaldi Kaldalóns fjallar um ár dokorsins og tónskáldsins við Djúp. En þar dvaldi hann í rúman áratug og starfaði í einu afskekktasta og erfiðasta læknishéraði landsins í Nauteyrarhéraði. Þrátt fyrir það átti hann góðar stundir í Djúpinu þar hófst tónskáldaferill hann fyrir alvöru og á þessum tíma samdi hann ein 100 lög. 

Höfundur og leikari sýningarinnar er Elfar Logi Hannesson og með honum á sviðinu er tónlistarkonan Dagný Arnalds sem sér um tónlist og söng í sýningunni. 

mánudagurinn 8. apríl 2013

Leikferđ í skóla á Norđurlandi

Búkolla og Gísli Súrsson fara norđur
Búkolla og Gísli Súrsson fara norđur

Allt frá aldamótum hefur Kómedíuleikhúsið verið meðal ferðaglöðustu leikhúsum þjóðarinnar. Við höfum líka sérstaka ánægju af því að ferðast um okkar fagra land og hitta áhorfendur í sínu eigin leikhúsi. Í næstu viku verður enn ein leikferðin farin og nú er stefnan tekinn norður. 

Vikuna 15. - 20. apríl munum við heimsækja skóla á Norðurlandi bæði leik- og grunnskóla. Það eru góðkunningjar Kómedíu sem verða í aðalhlutverki. Fyrst ber að nefna vinsælustu sýningu okkar sem og Vestfjarða sjálfan Gísla Súrsson. Með fornkappanum verður sýningin Búkolla sem hefur sannarlega slegið í gegn og verið sýnd um land allt. Þegar hafa nokkrir skólar bókað sýningar en enn getum við bætt við okkur.

Það er auðvelt að panta sýningu einfaldlega senda okkur tölvuöpóst á komedia@komedia.is Einnig er hægt að hringja í Kómedíusímann 891 7025. Hlökkum til að heyra í ykkur og enn meira að sjá ykkur í leikhúsinu. 

ţriđjudagurinn 2. apríl 2013

Sigvaldi Kaldalóns á Ţingeyri

Elfar Logi og Dagný Arnalds hafa snert strengi í hugum áhorfenda
Elfar Logi og Dagný Arnalds hafa snert strengi í hugum áhorfenda

Leikritið vinsæla og ástsæla Sigvaldi Kaldalóns verður sýnt á Þingeyri um helgina. Sýnt verður í hinu frábæra félagsheimili staðarins á sunnudag 7. april kl.17. Miðasala á staðnum á sýningardag einnig er hægt að panta miða strax í dag í síma 891 7025. Leikritið um Sigvalda Kaldalóns hefur verið sýnt í Hömrum Ísafirði og hefur verið fullt á svo gott sem allar sýningar. Nú liggur leiðin á Þingeyri og fleiri sýningar eru á döfinni um landið m.a. í Saurbæ, Stykkishólmi og í Dalbæ á Snæfjallaströnd.

Það eru þau Elfar Logi Hannesson og Dagný Arnalds sem leika, spila og syngja í þessari rómuðu sýningu um Sigvalda Kaldalóns. Verkið fjallar um ár Sigvalda þegar hann starfaði sem læknir í Ísafjarðardjúpi. Þar gerðist margt sögulegt og víst var tónskáldið Sigvaldi í essinu sínu og allar götur síðan minntist hann þessa tíma með ást og söknuði. Fjölmörg lög eru flutt í sýningunni. 

fimmtudagurinn 28. mars 2013

Langi leikhúsdagurinn á föstudaginn langa

Sigvaldi Kaldalóns verđur tvívegis á fjölunum
Sigvaldi Kaldalóns verđur tvívegis á fjölunum

Það verður lítið um páskafrí hjá Kómedíuleikhúsinu enda ekki ástæða til fullur bær af fólki og framundan hin árlega Skíðavíka á Ísafirði. Fjörið verður kómískt að hætti hússins því föstudagurinn langi verður tekinn mjög bókstaflega og mun verða langi leikhúsdagurinn hjá okkur. Alls verða sýndar þrjár sýningar á föstudaginn langa í Hömrum, sal Tónlistarskóla Ísafjarðar. Fjörið hefst með hinni vinsælu og ævintýralegu leiksýningu Búkolla - Ævintýraheimur Muggs kl.14. Þremur tímum síðar kl.17 verður hin ástsæla sýning Sigvaldi Kaldalóns á fjölunum. Sýningin um Sigvalda verður síðan sýnd aftur kl.20 á föstudaginn langa. Og slær þar með botninn í hinn langa kómíska leikhúsdag. 

Miðasala á allar sýningar eru löngu hafin og stendur yfir í Vestfirzku verzluninni á Ísafirði. Einnig er hægt að panta miða í miðasölusíma Kómedíuleikhússins 891 7025. 

ţriđjudagurinn 26. mars 2013

Súđavíkursamningur

Kómísk stemning í Súđavík
Kómísk stemning í Súđavík
1 af 2

Í dag var gleðidagur í herbúðum Kómedíuleikhússins. Við fórum til Súðavíkur og hittum þar fyrir sveitarstjórann sjálfan Ómar Má og páruðum undir verkefnasamning við Súðavíkurhrepp. Hér er á ferðinni geggjaður samningur fyrir báða aðila og næsta víst að báðir munu hagnast. Þessi verkefnasamningur Kómedíuleikhússins við Súðavíkurhrepp er fyrir yfirstandandi ár og felur í sér eftirtalin verkefni:

Ein leiksýning fyrir leik- og grunnskóla Súðavíkur.

Ein uppákoma í Melrakkasetrinu fyrir alla fjölskylduna.

Ein uppákoma á Bláberjadögum fyrir alla fjölskylduna.

Ein uppákoma á Miðaldahátíð í Heydal um er að ræða bókmenntadagskrá með leikrænu ívafi.

 

Samningur sem þessi skiptir miklu máli í rekstri og lífi Kómedíuleikhússins. Það er nú sjaldan verra að vera búinn að negla niður föst verkefni á viðkomandi ári og hvað þá fram í tímann.

Þess má geta að við sendum samskonar erindi um verkefnasamning á bæjar- og sveitarfélög á Íslandi. Súðavíkurhreppur var fyrstur til að svara og samþykkja. Tvö sveitarfélög eru í viðræðum við okkur. Eitt bæjarfélag sagði strax nei og nokkur hafa ekki svarað. Einsog lesa má hér eru spennandi tímar framundan og þið getið rétt ýmindað ykkur að menn bíða spenntir dag hvern við hina kómísku bréfalúgu. Skyldi eitthvað detta inn á morgun?

miđvikudagurinn 13. mars 2013

Leikhúspáskar á Ísó

Föstudagurinn langi verður sannarlega langur í leikhúsinu á Ísafirði. Þann dag mun Kómedíuleikhúsið standa fyrir sérstökum Leikhúspáskum í Hömrum Ísafirði. Alls verða þrjár sýningar sýndar þann daginn á tveimur leikverkum úr smiðju Kómedíu. Veislan hefst með sýningu á ævintýraleiknum vinsæla Búkolla - Ævintýraheimur Muggs kl.14. Hér er á ferðinni ævintýralega sýning fyrir börn alveg frá 2 - 92 ára og uppúr. Þremur tímum síðar eða kl.17 verður nýjasta leikverk Kómedíuleikhússins sýnt Sigvaldi Kaldalóns. Önnur sýning verður síðan kl.20. Leikverkið um Sigvalda Kaldalóns hefur fengið frábærar viðtökur og hefur verið uppselt á allar sýningar til þessa. Miðasala á allar sýningar er þegar hafin í Vestfirzku verzluninni á Ísafirði. Einnig er hægt að panta miða í miðasölusíma Kómedíuleikhússins 891 7025.

fimmtudagurinn 7. mars 2013

Engin Sigvaldi Kaldalóns á föstudag

Sigvaldi Kaldalóns hefur slegiđ í gegn fyrir vestan
Sigvaldi Kaldalóns hefur slegiđ í gegn fyrir vestan

Því miður verðum við að aflýsa fyrirhugaðri sýningu á Sigvalda Kaldalóns sem átti að var á morgun föstudag vegna veikinda. En örvæntið eigi. Næsta sýning á leikritinu Sigvaldi Kaldalóns verður um páska nú í lok mars mánaðar. Sýnt verður föstudaginn langa 29. mars kl.17 í Hömrum Ísafirði. Miðasala á sýninguna er þegar hafin í Vestfirzku verzluninni og í miðasölusíma Kómedíuleikhússins 891 7025. 

Miðaverð á sýninguna er aðeins 2.900.- kr. 

mánudagurinn 4. mars 2013

Act alone tilnefnd til Eyrarrósarinnar

Verđlaunaleikurinn Gísli Súrsson hefur veriđ á dagskrá Act alone
Verđlaunaleikurinn Gísli Súrsson hefur veriđ á dagskrá Act alone

Hin alvestfirska og einleikna leiklistarhátíð Act alone var í dag tilnefnd til Eyrarrósarinnar. Þetta er sannarlega stór dagur í vestfirsku leiklistarlífi. Act alone var fyrst haldin á Ísafirði árið 2004 og verður því tíunda hátíðin haldin í ár. Act alone hefur sannarlega farið sínar eigin leiðir og vakið óskipta athygli enda líklega ein flottasta listahátíð landsbyggðarinnar. Kómedíuleikhúsið hefur sýnt nokkrum sinnum á Act alone auk þess sem leikhússtjóri vori er stofnandi og listrænn stjórnandi hátíðarinnar.

Tvö önnur frábær verkefni á landsbyggðinni eru tilnefnd til Eyrarrósarinnar í ár. Það eru Skaftfell miðstöð myndlistar á Austurlandi og Eistnaflug þungrokkshátíð á Neskaupsstað. Eyrarrósin verður afhend í næstu viku, 12. mars í Hofi á Akureyri. 

Kómedíuleikhúsið óskar Act alone sem og Vestfirðingum öllum til hamingju með þennan merkisdag í Vestfirskri leiklistarsögu. 

fimmtudagurinn 28. febrúar 2013

Sigvaldi á sunnudag

Dagný Arnalds og Elfar Logi Hannesson á frumsýningu
Dagný Arnalds og Elfar Logi Hannesson á frumsýningu

Sérstök aukasýning verður á leikritinu Sigvaldi Kaldalóns um helgina. Verkið var frumsýnt um síðustu helgi og sýnt tvívegis fyrir troðfullum Hömrum. Sigvaldi Kaldalóns verður á fjölunum í Hömrum núna á sunnudag 3. mars kl.20. Miðasala á sýninguna er þegar hafin og stendur yfir í Vestfirzku verzluninni á Ísafirði. Einnig er hægt að panta miða í miðasölusíma Kómedíuleikhússins 891 7025. 

Leikritið Sigvaldi Kaldalóns fjallar um ár Sigvalda í Djúpinu. En þar bjó hann í ein ellefu ár og starfaði sem læknir í hinu afskekkta og víðferma læknishéraði sem var öll Snæfjallaströndin og alla leið í Ögurhrepp að Æðey ógleymdri. Þrátt fyrir mikið annríki í læknisstörfunum gaf hann sér tíma til að semja lög eiginlega gott betur en það því hann samdi ein 100 lög á þessum rúma áratug. Mörg þessara laga koma við sögu í sýningunni má þar nefna perlur á borð við Ég lít í anda liðna tíð, Þótt þú langförull legðir og Vorvísur. Það er Dagný Arnalds sem sér um tónlistarflutning og söng í sýningunni. Höfunndur og leikari er Elfar Logi Hannesson. 

Sigvaldi Kaldalóns er 33 uppfærsla Kómedíuleikhússins en nánast öll verkefni leikhússins tengjast sögu Vestfjarða. 

mánudagurinn 25. febrúar 2013

Uppselt alla helgina á Sigvalda

Frá frumsýningu ljósmyndina tók Matthildur HelgaogJónudóttir
Frá frumsýningu ljósmyndina tók Matthildur HelgaogJónudóttir

Um helgina frumsýndi Kómedíuleikhúsið leikritið Sigvaldi Kaldalóns. Óhætt er að segja að vel hafi verið tekið í sýninguna því uppselt var á báðar sýningar helgarinnar. Því hefur verið ákveðið að blása til aukasýningar um næstu helgi. Sýnt verður sunnudaginn 3 .mars og hefst sýningin kl.20. Miðasala er þegar hafin og fer fram í Vestfirzku verzluninni á Ísafirði. Einnig er hægt að panta miða í miðasölusíma Kómedíu 891 7025.

Leikritið Sigvaldi Kaldalóns fjallar um ár þessa ástsæla listamanns fyrir vestan nánar tiltekið í Ísafjarðardjúpi. Þar dvaldi hann í ein ellefu ár sem læknir. Þessi tími var um margt merkilegur í ævi doktorsins og tónskáldsins bæði hvað varðar listina og lífið. Höfundur og leikari er Elfar Logi Hannesson. Dagný Arnalds gerir allt í senn leikur, syngur og spilar einsog engill. 

Eldri fćrslur