mánudagurinn 30. september 2013
Búkolla og Sigvaldi Kaldalóns á Kaffi Grundarfirði
Kómedíuleikhúsið fer reglulega í leikferðir um landið og þessa vikuna verðum við á Vesturlandi. Auk þess að sýna í skólum á svæðinu verðum við með opnar sýningar á Kaffi Grundarfirði. Sýnt verður fimmtudaginn 3. október og verða tvær sýningar á fjölunum. Leikurinn hefst kl.16.30 á Kaffi Grundarfirði þar sem sýnt verður ævintýralega leikritið Búkolla sem slegið hefur í gegn. Miðaverði er stillt í hóf, miðinn á aðeins 1.700.- kr. Um kvöldið verður svo boðið uppá Sigvalda Kaldalóns - Sigvaldastund og hefst sú sýning kl.20. Miðaverð er aðeins 1.900.- kr.
Miðasala á báðar sýningarnar fer fram á Kaffi Grundarfirði á sýngingardagi og rétt er að geta þess að posi verður á staðnum.
19.10.2021 / 11:32
Leiksýningar til sölu
Vantar þig leiksýningu fyrir hátíðina, hópinn, fyrirtækið eða mannamótið. Við höfum úrval leiksýninga í boði fyrir þig og sýnum um land allt. Nánari upplýsingar í síma: 891 7025 eða á komedia@komedia.is Kómedíuleikhúsið - leikhúsið í vestri Bakkabræður - Dimmalimm -... Meira10.09.2021 / 11:06