föstudagurinn 13. september 2013
Ævintýrastund lokið og allir fengu Þjóðlega hljóðbók
Síðustu tvær vikur hefur Kómedíuleikhúsið verið á ferð og flugi milli leik- og grunnskóla í Ísafjarðarbæ. Allir skólar voru heimsóttir og boðið uppá leikritið Ævintýrastund. Alls voru átta sýningar sýndar og óhætt að segja að stuðið hafi verið alveg ævintýralegt. Enda glæst framtíð sem nemur við skóla Ísafjarðarbæjar. Í lok sýningar var svo hverjum skóla gefin Þjóðleg hljóðbók með ævintýrum og þjóðsögum. Þannig geta krakkarnir haldið áfram að kynnast hinum magnaða ævintýra- og þjóðsagnaarfi Íslands.
Sýningarnar í skólum Ísafjarðarbæjar eru tilkomnar vegna tvíhliðasamnings sem Kómedíuleikhúsið gerði við Ísafjarðarbæ. Fjölmörg verkefni eru í þessum fína samstarfssamningi m.a. sýningar í skólum bæjarins, Vestfirskir húslestrar í Bókasafninu á Ísafirði og leiklistarnámskeið á hátíðinni Veturnætur.
19.10.2021 / 11:32
Leiksýningar til sölu
Vantar þig leiksýningu fyrir hátíðina, hópinn, fyrirtækið eða mannamótið. Við höfum úrval leiksýninga í boði fyrir þig og sýnum um land allt. Nánari upplýsingar í síma: 891 7025 eða á komedia@komedia.is Kómedíuleikhúsið - leikhúsið í vestri Bakkabræður - Dimmalimm -... Meira10.09.2021 / 11:06