şriğjudagurinn 11. október 2016

Leikræn tjáning fyrir alla á Şingeyri

Í haust urðu miklar breytingar hjá Kómedíuleikhúsinu. Eftir að hafa verið búsett í listabænum Ísafirði síðan á aldamótum var flutt yfir fjörðu og fjöll og sest að í hinum sögufræga Dýrafirði. Nánar tiltekið í leiklistarþorpinu Þingeyri. Nýasta leikverk okkar Gísli á Uppsölum hefur einmitt verið sýnt tvívegis í leikhúsinu á Þingeyri. Aukasýning er komin á og verður laugardaginn 22. október kl.15. Miðasala gengur vel og stendur nú yfir í síma 891 7025. 

Margt spennandi er nú í leiklistarpípunum á Þingeyri sem er of snemmt að segja frá en Kómedíuleikhúsið hlakkar mikið til samstarfsins við heimamenn. Næsta víst að leiklistarþorpið mun bara stækka næstu misserin, tækifærin eru núna. 

Kómedíuleikhúsið vill leggja sitt af mörkum þó vissulega eigum við fátt af monnípeningum einsog önnur listaapparöt. Það verður því að taka viljan fyrir verkið. Það er mikilvægt að hlúa að framtíðinni sem er sannarlega björt á Þingeyri við Dýrafjörð. Á þessum fallega morgni var sérlega gaman að fá tækifæri til að hitta framtíð þorpsins og færa þeim dulitla gjöf. Færðum við öllum nemendum og kennurum skólans á Þingeyri bókina Leikræn tjáning. Höfundur bókarinnar er hinn kómíski Elfar Logi Hannesson. Það er von okkar að bókin verði bara til að efla enn á kraftinn og kátínuna hjá hinni öflugu framtíð leiklistarþorpsins Þingeyri. 

 

 

 

 

 

 

 

föstudagurinn 7. október 2016

Gísli á Uppsölum á Akureyri

Gísli kemur til Akureyrar
Gísli kemur til Akureyrar

Leikferð Kómedíuleikhússins um landið með hið áhrifamikla leikrit Gísli á Uppsölum heldur áfram. Næst liggur leiðin í höfuðstað landsbyggðarinnar. Já, á Akureyri. Sýnt verður í hinni dásmlegu Hlöðu, Litla - Garði á Akureyri dagana 14. og 15. október. Miðaverð er það sama góða 3.500.- kr en veittur er afsláttur fyrir hópa. Miðasala á báðar sýningarnar er þegar komin í blússandi gang. Miðasölusíminn er 891 7025. Einnig er hægt að panta með því að senda tölvupóst á komedia@komedia.is

Leikritið um Gísla á Uppsölum hefur fengið afar góð viðbrögð áhorfenda enda er hér á ferð saga sem snertir okkur öll. Einbúinn Gísli Oktavíus Gíslason var og hefur verið ofarlega í huga landsmanna alveg frá því hann birtist fyrst á sjónvarpsskjám landsmanna í áhrifamiklum Stiklu þætti Ómars Ragnarssonar. 

Höfundar eru Bílddælingarnir Elfar Logi Hannesson og Þörstur Leó Gunnarsson, Elfar leikur og Þröstur leikstýrir. Höfundur tónlistar er Svavar Knútur. 

Sýningarnar í Hlöðunni á Akureyri verður einsog fyrr var getið föstudag 14. og laugardag 15. október og hefjast þær báðar kl.20.00. Að sýningunni lokinni verða umræður um Gísla, lífið, tilveruna og hið mikla mein sem einelti er. 

föstudagurinn 7. október 2016

Gísli á Uppsölum á Akureyri

Gísli kemur til Akureyrar
Gísli kemur til Akureyrar

Leikferð Kómedíuleikhússins um landið með hið áhrifamikla leikrit Gísli á Uppsölum heldur áfram. Næst liggur leiðin í höfuðstað landsbyggðarinnar. Já, á Akureyri. Sýnt verður í hinni dásmlegu Hlöðu, Litla - Garði á Akureyri dagana 14. og 15. október. Miðaverð er það sama góða 3.500.- kr en veittur er afsláttur fyrir hópa. Miðasala á báðar sýningarnar er þegar komin í blússandi gang. Miðasölusíminn er 891 7025. Einnig er hægt að panta með því að senda tölvupóst á komedia@komedia.is

Leikritið um Gísla á Uppsölum hefur fengið afar góð viðbrögð áhorfenda enda er hér á ferð saga sem snertir okkur öll. Einbúinn Gísli Oktavíus Gíslason var og hefur verið ofarlega í huga landsmanna alveg frá því hann birtist fyrst á sjónvarpsskjám landsmanna í áhrifamiklum Stiklu þætti Ómars Ragnarssonar. 

Höfundar eru Bílddælingarnir Elfar Logi Hannesson og Þörstur Leó Gunnarsson, Elfar leikur og Þröstur leikstýrir. Höfundur tónlistar er Svavar Knútur. 

Sýningarnar í Hlöðunni á Akureyri verður einsog fyrr var getið föstudag 14. og laugardag 15. október og hefjast þær báðar kl.20.00. Að sýningu lokinni verða umræður um Gísla, lífið, tilveruna og hið mikla mein sem einelti er. 

mánudagurinn 3. október 2016

Gísli á Uppsölum - Aukasıning á Şingeyri

Aukasıning á Şingeyri fimmtudag
Aukasıning á Şingeyri fimmtudag

Á nýlokinni helgi var leikritið Gísli á Uppsölum sýnt í Félagsheimilinu á Þingeyri og var vel setið. Því hefur verið skellt á aukasýningu á Þingeyri. Sýnt verður fimmtudaginn 6. október kl.20. Miðasala er þegar hafin og fer fram á netinu. Það er auðvelt að tryggja sér miða bara vippa sér inná heimabankann og ganga frá greiðslunni.

Reikningur: 0156 26 64

Kennitala: 640401 2650

Miðaverð: 3.500.- kr

 

Einnig er hægt að panta miða í síma: 891 7025 en elskurnar takið eftir við erum EKKI MEÐ POSA. 

 

Leikritið um Gísla á Uppsölum hefur fengið góða dóma hjá áhorfendum einsog lesa má hér:

 

,,Mæli svo með þessari sýningu. Þingeyringar og nærsveitungar, látið ekki Gísla á Uppsölum hlaupa frá ykkur."
,,Stórkostlegt einu orði sagt!"
,,Þessi sýning kom við allan tilfinningaskalann."
,,Mæli hiklaust með sýningunni sem er allt frá því að vera afar sorgleg upp í bráðskemmtileg."

miğvikudagurinn 28. september 2016

Gísli á Uppsölum á Şingeyri

Gísli á Uppsölum sındur í miğstöğ leiklistar á Vestfjörğum
Gísli á Uppsölum sındur í miğstöğ leiklistar á Vestfjörğum

Síðasta sunnudag var einleikurinn um Gísla á Uppsölum frumsýndur á söguslóðum. Sýnt var fyrir stappfullri Selárdalskirkju og hlaut verkið afar góðar viðtökur. Nú hefst leikferð okkar um landið og það er við hæfi að skunda yfir í næsta fjörð og hefja þar sýningar. 

Gísli á Uppsölum verður sýndur í Félagsheimilinu á Þingeyri á laugardag 1. október kl.20. Miðasala er þegar hafin og fer aðeins fram á netinu. Það eina sem þarf að gera er að fara inná heimabanknn og leggja inn fyrir einum miða eða jafnvel fleirum. Miðaverðið er að vanda sérlega kómískt aðeins 3.500.-kr. Svo nú er bara að vinda sér í heimabankann.

 

Reikningur: 0156 26 64

Kennitala: 640401 2650

Miðaverð: 3.500.- kr.

Kaupa má eins marga miða og hver og einn vill.

 

Höfundar handrits eru Bílddælingarnir Elfar Logi Hannesson og Þröstur Leó Gunnarsson. Elfar leikur og Þröstur leikstýrir. Höfundur tónlistar er hinn einlægi og sanni listamaður Svavar Knútur. 

föstudagurinn 16. september 2016

Gísli á Uppsölum frumsıning á helginni

Gísli á Uppsölum fer aftur heim í Selárdal
Gísli á Uppsölum fer aftur heim í Selárdal

Æfingar standa nú yfir á nýju íslensku leikriti um einbúann Gísla Oktavíus Gíslason betur þekktan sem Gísla á Uppsölum. Undirbúningur hefur staðið yfir í rúmt ár en nú hyllir undir frumsýningu. Einsog Kómedíuleikhúsinu er háttur sem hefur verið leikhús á hjólum allt frá upphafi þá hafa æfingar einmitt verið bæði fyrir vestan og sunnan. Fyrir vestan hafa æfingar farið fram í hinum rómaða Gamla skóla á Bíldudal og einnig í París, krúttlegu húsi við sjóinn á Bíldudal. Í Reykjavík hefur Þjóðleikhúsið verið svo elskulegt að hýsa okkur og þökkum við þeim sem og Bílddælingum fyrir skjólið. 

Frumsýnt verður sunnudaginn 25. september kl.14 í Selárdalskirkju. Þegar ákveðið var að ráðast í þetta verkefni, fyrir rúmu ári síðan einmitt á Bíldudal, þá fylgdi það einnig kaupunum að frumsýnt yrði á söguslóðum. Að sjálfsögðu verður staðið við það því frumsýningin mun fara fram í hinni dásamlegu Selárdalskirkju í Arnarfirði. 

Rétt er að taka fram að aðeins verður um þessa einu sýningu að ræða í Selárdal og það einungis 55 sæti í boði. Miðasala á sýninguna er hafin og fer aðeins fram á netinu.

Greiða þarf inná reikning Kómedíuleikhússins en miðaverðið er 3.000.- kr.

 

Reikningur: 0156 26 64

Kennitala: 640401 2650

 

Visamlegast merkið greiðsluna GÍSLI. Svo nú er ekkert annað að gera en að vinda sér inná heimabankann og panta miða á Gísla á Uppsölum í Selárdalskirkju sunnudaginn 25. september kl.14.00

Eftir frumsýningu er stefnan sett á leikferð um landið og verður fyrsti viðkomustaður félagsheimilið á Þingeyri. 

şriğjudagurinn 30. ágúst 2016

Leikrit um Gísla á Uppsölum

Elfar Logi mun leika Gísla á Uppsölum
Elfar Logi mun leika Gísla á Uppsölum

Æfingar standa nú yfir á nýju leikriti um Gísla á Uppsölum. Hér er á ferð einstök saga um þekktasta einbúa þjóðarinnar. Sem undi samt sem áður sáttur við sitt á sama stað allt sitt líf, á Uppsölum í Selárdal Arnarfirði. Höfundar leikverksins um Gísla á Uppsölum eru arnfirsku leikhússtrákarnir Elfar Logi Hannesson og Þröstur Leó Gunnarsson. Elfar Logi leikur Gísla og Þröstur Leó leikstýrir. Höfundur tónlistar er hinn einstaki listamaður Svavar Knútur.

Þetta er að mörgu leiti söguleg uppfærsla því Gísi á Uppsölum er 40 leikverkið sem Kómedíuleikhúsið frumsýnir. Gaman er að geta þess að öll verkin utan eins eru íslensk. Það er því óhætt að segja að Kómedíuleikhúsið hafi verið nokk duglegt við að efla íslenska leikritun hér á landi. Kannski er bara um Íslandsmet að ræða?

Leikritið um Gísla á Uppsölum verður frumsýnt á söguslóðum í Selárdal laugardaginn 24. september kl.14.00. Sýnt verður í hinni dásamlegu Selárdalskirkju. 

Miðasala hefst mánudaginn 19. september og fer eingöngu fram á netinu. Rétt er að taka fram að aeins eru 50 sæti í Selárdalskirkju. 

şriğjudagurinn 26. júlí 2016

Búkolla baular á Verslunarmannahelginni Súğavík

Búkolla baular í 45 sinn á laugardag
Búkolla baular í 45 sinn á laugardag

Á Verslunarmannahelginni verður haldin Gönguhátíð í Súðavík. Það verður vissulega góður gangur í dagskránni og fjölbreyttar gönguleiðir í boði. Einsog með allt annað þá er mikilvægt að hafa listina með í hverri hátíð enda er það góð uppskrift að góðu gengi. Kómedíuleikhúsið tekur þátt í Gönguhátíð í Súðavík því á laugardag verður sýnt hið vinsæla barnaleikrit Búkolla. Sýnt verður í Melrakkasetrinu í Súðavík og hefst sýningin kl.17.00.

Búkolla hefur notið mikilla vinsælda frá því verkið var frumsýnt. Enda er her á ferðinni einstök ævintýraskemmtun fyrir alla fjölskyldunna. Sýningin í Melrakkasetrinu Súðavík á laugardag verður sú 45 á ævintýraleiknum Búkolla. 

mánudagurinn 11. júlí 2016

Grettir gerir allt vitlaust

Şess er ekki langt ağ bíğa ağ sıningar á Gretti verği yfir 50 talsins
Şess er ekki langt ağ bíğa ağ sıningar á Gretti verği yfir 50 talsins

Hinn kraftmikli einleikur Grettir er að slá öll fyrri met Kómedíuleikhússins. Núna í júní og júlí verður leikurinn sýndur 23 sinnum. Já, takk fyrir takk 23 sýningar þar af 14 á ensku. Ensk útgáfa leiksins var frumsýnd í Kanada síðasta haust og í sumar hefur Kómedíuleikhúsið tekið hressilega sumarvertíð með Gretti því alla miðvikudaga eru opnar sýningar í Edinborgarhúsinu. Sýningarnar hafa fengið mun meiri aðsókn en við þorðum nokkurn tíman að láta okkur dreyma um. Reyndar byrjaði þetta rólega því aðeins komu 4 á fyrstu sýningu sumarsins í Edinborg. Strax á þeirri næstu voru áhorfendur helmingi fleiri eða 8. Síðan þá hafa aldrei færri en 15 áhorfendur mætt á hverja sýningu. Þetta er miklu mun betra en síðast þegar við vorum með opnar sýningar á ensku yfir sumartímann. Það var fyrir löngu síðan eða árið 2005. Þá komu aldrei fleiri en 10 áhorfendur en oft kom engin. Þannig að við erum bara rosalega ánægð með það sem af er sumarvertíðinni. 

Ekki er nú allt talið hjá Gretti því í samstarfi við Vesturferðir náðum við að selja okkur inná eitt skemmtiferðaskip sem keypti vikulegar sýningar á Gretti í júlí. Það gæti jafnvel orðið að fleiri sýningar verði fyrir hin mörgu skemmtiferðaskip er hingað koma því fyrirspurnir hafa borist um hvað kappinn kosti frá fleiri skipafélögum.

Komandi vika er sérlega annasöm hjá Gretti því á miðvikudag verða tvær sýningar á ensku. Sú fyrri um borð í skemmtiferðaskipi við Ísafjarðarhöfn og svo um kveldið verður opin sýning í Edinborgarhúsinu. Á helginni verður Grettir á hinni árlegu miðaldahátíð á Gásum í Eyjafirði. Hvar sagðar verða Grettissögur þrisvar á dag alla helgina. 

Hinar vikulegu sýningar á Gretti á ensku í Edinborg eru alla miðvikudaga í sumar kl.20. Miðasala fer fram hjá Vesturferðum en einnig er hægt að kaupa miða í leikhúsinu hálftíma fyri sýningu á sýningardegi. 

Sumarsýningar standa yfir út júl. Hvort við tökum ágúst líka er oft snemmt að segja en allavega má bóka það að Grettir verður einnig vikulegur gestur í Edinborg Ísafirði næsta sumar. 

mánudagurinn 13. júní 2016

Vestfirska leikáriğ gert upp

Meğan Leikfélag Hólmavíkur setti upp ball dağraği Kómedíuleikhúsiğ viğ Sjeikspír
Meğan Leikfélag Hólmavíkur setti upp ball dağraği Kómedíuleikhúsiğ viğ Sjeikspír
1 af 2

Lokkað og daðrað 

Við lok hverrar vertíðar er vert að kikka um öxl og skila inn aflatölum. Vissulega er leikhúsið sjóvmennska og nú í lok leikárs er komið að löndun leikhússins vestfirska.  Ekki síst vegna þess að leiklistin er list augnabliksins, er hér og nú, svo tekur eitthvað annað listaverk við. Minningin gleymist þó ekki en stundin verður ekki endurtekin. Þannig er leikhúsið í sinni tærustu mynd hér og nú með öllum þeim kostum og kannski göllum. Enda ekki að ósekju sem margir segja að töfrar og galdrar gjörist í leikhúsinu í hvert sinn sem leikið er.

Leikhúsið vestfirska stendur á gömlum og traustum grunni. Um leið og þorpin byrjuðu að myndast uppgötvuðu menn skjótt að lífið væri ekki bara saltfiskur. Til að punta uppá hverdaginn var mikilvægt að hafa sér eitthvað til dundurs. Þar varð listin fljótlega fyrir valinu og áður en langt um leið voru settar á svið heilu leiksýningarnar. Þar sem heimamenn voru í öllum hlutverkum bæði á sviðinu sem og baksviðis. Fljótlega spruttu upp sérstök leikfélög sem enn starfa svo gott sem í hverju þorpi Vestfjarða. Það er meira að segja rekið eitt atvinnuleikhús, þótt afar smátt sé, á hinum afskekta kjálka landsins. Vissulega er starfsemi félaganna misjafnlega öflug. Sumir setja upp leikrit á hverju ári meðan aðrir bregða á leik annað hvert ár eða láta jafnvel fleiri ár líða á milli uppsetninga.

Vestfirska leikárið var sannarlega fjölbreytt, freistandi og frumlegt. Leikurinn hófst með því að lokka okkur og seiða með sýningunni Eitthvað sem lokkar og seiðar hjá Óperu Vestfjarða. Leikárinu lauk svo með daðri Kómedíuleikhússins í Daðrað við Sjeikspír. Alls voru átta verk sett á svið á hinu vestfirska leikári. Því er vert að hefjast handa og skila inn aflaleikhústölum hins vestfirska leikárs 2015 – 2016. Við lifum jú á þvílíkum stuð tímum að stundum man maður bara ekki hverju maður er búinn að gleyma.

 

Frá Ísafirði til Hólmavíkur

Fyrsta uppfærsla hinnar nýstofnuðu Óperu Vestfjarða, Eitthvað sem lokkar og seiðir, var frumsýnd 17. september í Hömrum á Ísafirði. Þessi lauflétta óperetta fjallaði um fyrstu óperettudrottningu þjóðarinnar hinnar ísfirsku Sigrúnu Magnúsdóttur. Var það vel við hæfi að Ópera Vestfjarða hefji söng- og leik með því að minnast eins af mestu listamönnum Vestfjarða. En leikurinn var jafnframt frumflutningur sem gerir minninguna enn skærari. Aðsókn var góð og fullt á öllum þremur sýningunum. Október mánuður var tími tveggja frumsýninga á Vestfjörðum. Leikfélag Hólmavíkur í samstarfi við Sauðfjársetrið setti á svið Draugasögu eftir Jón Jónsson og var það einnig frumflutningur. Það er nú ekki lítið að fyrstu tveir mánuðir hins vestfirska leikárs skarti tveimur nýjum íslenskum verkum. Ætli þetta sé víðar á landinu? 

Eitt duglegast áhugaleikfélag Vestfjarða er án efa Litli leikklúbburinn á Ísafirði sem fagnaði hálfrar aldar afmæli sínu á liðnu ári. Margt var gert af því tilefni og í október bauð félagið uppá svonefnda Kvöldstund með LL. Þar var slegið á létta strengi og flutt lög úr leikverkum er félagið hafði sett á svið í gegnum áratugina fimm.

Eftir kraftmikla byrjun á leikári tóku önnur verkefni við hjá leikhúslistamönnum Vestfjarða. Jólin. Engin fór þó í jólaköttinn því eftir áramót voru sett á svið hvorki fleiri né færri en fimm verk þar á meðal enn eitt nýtt íslenskt stykki. Þetta fer nú að verða sérstakt rannsóknarefni listarannsakara þjóðarinnar öll þessi nýsköpun í íslenskri leikritun. Mar‘ spyr bara einsog söngvaskáldið: Er það hafið eða fjöllin?

 

Framtíðin og Sjeikspír

Það var vel við hæfi að framtíðin tæki senuna á nýju ári vestursins. Eitt flottasta og án efa ferskasta leikfélag Vestfjarða er LMÍ, Leikfélag Menntaskólans á Ísafirði. Mikið væri nú gaman ef einhver tæki að sér að gera sögu þess félags skil áður en alltof langt um líður. Ár eftir ár setur félagið upp hvert stórvirkið á fætur öðru. Verkefnavalið er ávallt sérlega metnaðarfullt og stundum óvænt. Félagið stóð undir öllum væntingum og meira til með sýningu á Litlu hryllingsbúðinni í leikstjórn Ingridar Jónsdóttur. Sýnt var fyrir smekkfullu Edinborgarhúsi 27. febrúar og í kjölfarið fylgdu margar, margar sýningar. Leikhundurinn og ritari þessa pistils klökknar í hvert sinn sem félagið stígur á stokk. Fyllist stolti og trú á framtíðina.

Einsog var getið hér í upphafi þá frumsýndi hið duglega Leikfélag Hólmavíkur nýtt íslenskt verk í upphafi hins vestfirska leikárs. Þau létu ekki þar við sitja heldur frumsýndu hið vinsæla barnaleikrit Ballið á Bessastöðum 18. mars. Sýnt var í félagsheimili staðarins en einnig var farið í leikferð í Búðardal. Hinn vestfirski Bragi Valdimar Skúlason samdi tónlistina í verkinu en höfundur Bessastaðaballsins er Gerður Kristný. Leikstjórn annaðist Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir.

Grípum nú til klisju og segjum: Falla nú öll vötn til Dýrafjarðar. Leikdeild Höfrungs á Þingeyri hefur síðustu ár vakið mikla athylgi fyrir bráðfjörugar leiksýningar fyrir alla fjölskylduna. Á hverju ári er sagt, jæja þetta verður nú ekki toppað. Þó toppuðu þau sjálfa sig enn eitt árið þegar þau frumsýndu Kardemommubæinn 19. mars í félagsheimilinu. Leikurinn sló öll fyrri met leikdeildarinnar og gleðin var sannarlega við völd í þessum vinsæla bæ Thorbjörns Egner sem eldist betur en nokkur rauðleitur vökvi. Mikill hugur er í leikdeildinni sem hefur þegar ákveðið næsta verkefni en ritari fékk engan vegin að fá það upplýst til að geta ,,skúbbað“ hér að hætti blaðamanna. Svo vér verðum bara að doka og getum bara strax farið að hlakka til næsta leikárs í miðstöð leiklistar á Vestfjörðum. Einsog gárungarnir eru farnir að nefna þorpið.

Apríl færði okkur einnig tvær frumsýningar fyrir vestan. Ekki nóg með það heldur voru þær báðar frumsýndar sama daginn. Litli leikklúbburinn hóf hinn frábæra dag 23. apríl með því að bjóða öllum í leikhús á Rauðhettu. Já, ókeypis og það var ekki bara frítt á frumsýninguna heldur og allar 7 sýningarnar. Sannarlega rausnarlega boðið hjá félaginu og ástæða til að ekki bara þakka fyrir heldur og hrópa ferfallt húrra fyrir LL. Um kveldið  þennan sama leikhúsdaga í vestrinu, 23. apríl, frumsýndi Kómedíuleikhúsið í félagsheimilinu í Bolungarvík nýtt íslenskt leikverk, já enn eitt þetta endar í heimsmeti ég get svarið það. Þessi nýji vestíslenski leikur heitir Daðrað við Sjeikspír. Einsog nafnið gefur til kynna er hér til umfjöllunnar líklega vinsælasta leikskáld allra tíma William Shakespeare. Það var ærið tilefni til því þennan sama daga voru fjórar aldir síðan skáldið hélt á önnur svið. Má vel nefna það hér að Kómedíuleikhúsið var eitt atvinnuleikhúsa landsins sem heiðraði skáldið mikla hér á landi þennan dag. Farið var í leikferð um Vestfirði með leikinn við hinar ágætustu viðtökur.

 

Ef við mætum þá verður allt ok

Ef miðað er við íbúafjölda Vestfjarða má teljast bara dúndur gott að þar hafi verið sett á svið átta verk á einu og sama leikárinu. Hið vestfirska leikhús kemur bara vel undan vetri og nú tekur við hið frábæra vestfirska sumar. Leikhúsfólk okkar safnar kröftum fyrir komandi leikár 2016 – 2017. Eigi er ólíklegt að margir láti hugann reika um komandi leikhúsævintýri enda fátt betra að láta sig dreyma innanum um öll þessi fjöll og hafið, maður minn sæll og kátur.

Sumarið verður þó síður en svo leikhús laust á Vestfjörðum. Kómedíuleikhúsið tekur sér til að mynda ekkert sumarfrí enda nægur tími til þess með lækkandi sól, þó undarlega hljómi. Kómedían ætlar í sumar að bjóða uppá vikulegar sýningar á hinum kraftmikla einleik Gretti. Sýnt verður á ensku alla miðvikudaga í sumar í Edinborgarhúsinu. Í júlí mun leikhúsið síðan frumsýna nýtt íslenskt leikverk um Gísla á Uppsölum. Sýnt verður á söguslóðum í Selárdal í Arnarfirði eftir það verður farið í leikferð um landið. Ekki má svo gleyma hinni einstöku Act alone leiklistarhátíð sem verður haldin þrettánda árið í röð dagana 11. – 13. ágúst í sjávar- og einleikjaþorpinu Suðureyri.

Vestfirska leikhúsið er í góðum málum og verður það svo lengi sem við mætum í leikhúsið. Hafið hinar bestu þakkir fyrir komuna í hið vestfirska leikhús kæru áhorfendur án ykkar mundum við ekki bara hjara heldur hverfa á einhver allt önnur svið.

 

Elfar Logi Hannesson, þjónn leikhússins

Greinin birtist fyrst í BB

Eldri færslur