ţriđjudagurinn 22. desember 2015

Kómískur annáll vćntanlegur

Grettir var sýning ársins
Grettir var sýning ársins

Að vanda munum við horfa yfir hinn kómíska veg nú þegar árið 2015 er alveg að renna sitt skeið á enda. Hinn kómíski situr nú við lyklaborðið og pikkar inn helstu kómísku fréttir ársins. Víst bar margt kómískt til tíðinda frumsýning á nýju íslensku leikriti, leikerð til Kanada og bara allskonar. 

Hinn kómíski annáll annó 2015 verður birtur hér allavega áður en nýtt ár tekur við.

föstudagurinn 11. desember 2015

Pantađu Stúf í hús

Stúfur alltaf á ferđinni
Stúfur alltaf á ferđinni

Kómedíuleikhúsið hefur löngum verið í góðu sambandi við hina íslensku jólasveina og þá sér í lagi hinn sívinsæla Stúf. Stúfur er ávallt í önnum enda mikið um að vera fyrir jólin. Þau eru jú bara aðeins einu sinni á ári. En nú getur þú pantað Stúf heim að dyrum og alla leið inní stofu. 

Já, hvernig væri að fá hinn eina sanna Stúf í heimsókn. Tilvalið fyrir stórfjölskylduna að safnast saman og eiga góða stund. Þetta snýst jú allt um fjölskylduna og vinina. Stúfur verður á ferðinni á milli húsa í Ísafjarðarbæ, Bolungarvík og Súðavík sunnudaginn 20. desember.

Það er engin annar en Benni Sig. umboðsmaður þjóðarinnar sem svarar í lurkinn hjá Stúf og tekur niður heimsóknatíma. 

Lurkasíminn er 690 2303.

fimmtudagurinn 10. desember 2015

Gefđu kómíska jólagjöf

Kómedíuleikhúsið hefur gefið út fjöldan allan af bókum og hljóðbókum. Því er rétt að benda áhugasömum á að læða nú kómískri jólagjöf í pakkann í ár. Nýjasta útgáfuverk okkar er bókin Leiklist á Bíldudal eftir Elfar Loga Hannesson. Bókin hefur fengið afbragðsgóðar viðtökur og er að seljast upp hjá okkur. Einnig er rétt að benda á hina einstöku jólabók okkar Um jólin eftir Þórarinn Hannesson. Þar er á ferðinni jólabók sem er að verða partur af jólum landsmanna. Í bókinni Um jólin eru fjölbreytt jólaljóð sem koma öllum í gott jólaskap. Sama á við um þessa bók hún er við það að seljast upp hjá okkur. Loks skal nefna kennslubókina Leikræn tjáning eftir Elfar Loga Hannesson. Viðamesta kennslubók sinnar tegundar á íslensku.

Svo nú er bara að panta strax í dag og við sendum kómísku bækurnar til ykkar. Pantanasími 891 7025, einnig er hægt að senda tölvupóst á netfangið komedia@komedia.is

Ekki getum við skilið svo við nema minnast á okkar vinsælu hljóðbækur. Alls höfum við gefið út 14 hljóðbækur sem allar hafa gengið vel í landann. Meðal hljóðbóka okkar má nefna Álfa- og jólasögur, Draugasögur og Þjóðsögur frá Hornströndum og Jökulfjörðum.

Hljóðbækurnar fást hjá okkur og einnig í verslunum um land allt. Má þar nefna Eymundsson, Heimkaup.is, Mál og menningu, Rammagerðina á Ísafirði og í Bókakaffið á Selfossi. 

Pantanasími: 891 7025

komedia@komedia.is 

miđvikudagurinn 2. desember 2015

Fjalla-Eyvindur snýr aftur

Fjalla-Eyvindur á enn erindi viđ nútímamanninn
Fjalla-Eyvindur á enn erindi viđ nútímamanninn

Hin útlæga og vinsæla sýning Fjalla-Eyvindur verður tekin úr útlegð á föstudag. Þá verður þessi óvænt vinsæli leikur sýndur að nýju í Gamla bankanum á Selfossi. Á undan sýningunni mun Guðmundur G. Þórarinsson segja frá sinni sýn á lífshlaupi Fjalla-Eyvindar. Miðaverð er aðeins 2.800.- kr og er miðasala þegar hafin í síma 894 1275. Fjalla-Eyvindar stundin á föstudag hefst kl.20.

Einleikurinn Fjalla-Eyvindur eftir og með Elfari Loga Hannessyni hefur fengið fanta fínar viðtökur. Leikurinn var frumsýndur í lok október 2013 og hefur gengið síðan. Sýningar á leiknum hafa legið niðri um tíma en nú snýr Fjalla-Eyvindur aftur og hefur sjaldan verið hressari. 

mánudagurinn 30. nóvember 2015

Leiklist á Bíldudal ađ seljast upp

Bók Elfars Loga Hannessonar Leiklist á Bíldudal hefur fengið fanta fínar viðtökur. Nú er bara svo komið að við eigum aðeins örfá eintök eftir hjá okkur. Þetta er sannarlega ánægjulegt enda má segja að hér sé alveg einstök saga sögð. Það er með ólíkindum hve Bílddælingar hafa alltaf verið að leika sér. Þar er lífið sannarlega leikur einsog lesa má í Leiklist á Bíldudal. Þar eru fyrst settar upp leiksýningar árið 1894 og svo nánast árlega allar götur síðan. Bara um daginn stóð hátt í 20 prósent íbúa á sviði í hinu sívinsæla leikriti Dýrin í Hálskaskógi. Þar mátti sjá heilu ættirnar og fjölskyldurnar fara á kostum.

Hægt er að panta Leiklist á Bíldudal hjá okkur en ítrekum að það eru aðeins örfá eintök eftir í húsi. Sendið okkur einfaldlega tölvupóst á netfangið komedia@komedia.is

 

Leiklist á Bíldudal fæst einnig í verslunum um land allt. Má þar nefna verslanir Eymundsson og Hagkaups. Mál og menning og Heimkaup eru einnig með gripinn í sölu.

 

Lífið er leikur og við skulum bara njóta þess. 

föstudagurinn 27. nóvember 2015

Búkolla í Bolungarvík

Hin ævintýralega sýning Búkolla verður sýnd í Bolungarvík á sunnudag. Sýnt verður í hinu dásamlega Félagsheimili staðarins sem sumir vilja kalla Hörpu Vestfjarða. Sýningin á sunnudag hefst kl.13.00 og opnar húsið hálftíma fyrr. Miðaverð er aðeins 2.200.- kr og já, við erum með posa. 

Hin ævintýralega sýning Búkolla hefur notið mikilla vinsælda og hefur verið leikin um land allt. Hér er líka á ferðinni ekta ævintýri fyrir börn á öllum aldri alveg frá 2ja til 102ja og allt þar á millum og kring. Auk ævintýrsins um hana kúnna Búkollu kemur ævintýrið Dimmalimm einnig við sögu sem og hin frábæra saga Sálin hans Jóns míns. Allar þessar einstöku sögur eiga það sameiginlegt að bílddælski listamaðurinn Guðmundur Thorsteinsson eða Muggur gæddi þær allar lífi í sínum mögnuðu teikningum og verkum. Hann er einnig höfundur ævintýrsins um hana Dimmalimm. 

Sýningin á Búkollu á sunnudag kl.13 í Bolungarvík er 44 sýningin á leiknum. Svo það er ekkert úti er ævintýri hér því ævintýrið virðist bara vera endalaust. 

sunnudagurinn 8. nóvember 2015

Búkolla í Súđavík

Búkolla baular í 43 sinn
Búkolla baular í 43 sinn

Mánudaginn 9. nóvember sýnir Kómedíluleihúsið ævintýraleikinn vinsæla Búkolla í grunnskóla Súðavíkur. Sýningin er partur af samningi leikhússins við Súðavíkurhrepp um valdar uppákomur og viðburði í sveitarfélaginu á árinu.

Búkolla hefur notið mikilla vinsælda og er sýningin í Súðavík sú 43 á leiknum. Enda er hér á ferðinni sannkallaður ævintýraleikur byggður á völdum þjóðsögum og ævintýrum. Sögurnar og ævintýrin eiga það þó sameiginlegt að myndlistarmaðurinn Guðmundur Thorsteinsson, Muggur, myndskreytti þau öll. Muggur sem er Bílddælingur var mikill unnandi íslenskra þjóðsgana og ævintýra einsog sjá má á verkum hans. Þannig myndskreytti hann þjóðsagnagersemi á borð við Búkollu, Sálina hans Jóns míns og Klippt eða skorið. Hann samdi einnig ævintýri sem er án efa eitt það vinsælasta hér á landi. Nefnilega Dimmalimm. 

Muggur hefur komið nokkuð við sögu Kómedíuleikhússins enda er bæði saga hans og ferill ævintýrum líkust. Þannig var fyrsti stóri einleikur okkar um hans ævi og nefndist einfaldlega Muggur. Leikurinn um Mugg var frumsýndur á fæðingarstað söguhetjunnar á Bíldudal árið 2002. Eftir það var sýnt bæði á Ísafirði og í Borgarleikhúsinu. Árið 2006 frumsýndi síðan Kómedíuleikhúsið nýja leikgerð á ævintýrinu Dimmalimm. Sú sýning sló algjörlega í gegn og var sýnd um 80 sinnum bæði hér heima og erlendis. Búkolla er því þriðja leikverkið sem Kómedíuleikhúsið gerir og tengist Mugg á einn eða annan hátt. Eigi er uppgefið hvort Muggs leikverkin verði fleiri því í leikhúsinu veit maður aldrei hvað getur gerst. Þetta er einsog í ævintýrunum. 

laugardagurinn 31. október 2015

Leiklist á Bíldudal bráđskemmtilegt lesefni

Leiklist á Bíldudal hittir í mark
Leiklist á Bíldudal hittir í mark

Kómedíuleikhúsið gaf fyrir skömmu út bókina Leiklist á Bíldudal. Höfundur bókarinnar er bílddælski leikarinn Elfar Logi Hannesson. Bókin hefur fengið afar góðar viðtökur og þegar hafa verið seld hátt á annað hundrað eintök. Hlynur Þór Magnússonn ritar fyrir Bæjarins besta og segir þar m.a. um Leiklist á Bíldudal:

Frásögn Elfars Loga er lipur og víða í léttum dúr og raunar bráðskemmtilegt lesning, fyrir utan allan fróðleikinn sem þarna er saman dreginn eftir margvíslegum heimildum. Persónur og leikendur í í bókinni eru nánast óteljandi.

 

Leiklist á Bíldudal fæst á heimasíðu Kómedíuleihússins www.komedia.is Frí heimsending um land allt. Bókin fæst einnig í verslunum Pennans Eymundsson og í Mál og menningu.

laugardagurinn 31. október 2015

Leiklist á Bíldudal bráđskemmtilegt lesefni

Leiklist á Bíldudal hittir í mark
Leiklist á Bíldudal hittir í mark

Kómedíuleikhúsið gaf fyrir skömmu út bókina Leiklist á Bíldudal. Höfundur bókarinnar er bílddælski leikarinn Elfar Logi Hannesson. Bókin hefur fengið afar góðar viðtökur og þegar hafa verið seld hátt á annað hundrað eintök. Hlynur Þór Magnússonn ritar fyrir Bæjarins besta og segir þar m.a. um Leiklist á Bíldudal:

Frásögn Elfars Loga er lipur og víða í léttum dúr og raunar bráðskemmtilegt lesning, fyrir utan allan fróðleikinn sem þarna er saman dreginn eftir margvíslegum heimildum. Persónur og leikendur í í bókinni eru nánast óteljandi.

 

Leiklist á Bíldudal fæst á heimasíðu Kómedíuleihússins www.komedia.is Frí heimsending um land allt. Bókin fæst einnig í verslunum Pennans Eymundsson og í Mál og menningu.

miđvikudagurinn 14. október 2015

Grettir fer til Kanada

Útrásarvíkingurinn Grettir
Útrásarvíkingurinn Grettir

Kómedíuleikhúsið hefur verið boðið að sýna einleikinn Gretti í Kanada. Ferðin hefst á þriðjudag komandi, 20. október, og fyrsta sýning verður strax daginn eftir 21. október í Gimli. Fleiri sýningar verða næstu daga en leikferðin stendur til 27. október. Fimmtudaginn 22. október verður Grettir sýndur í háskólanum í Manitoba. Sama dag mun kómedíuleikarinn, Elfar Logi, einnig vera með masterklass í leiklist fyrir leiklistardeild háskólans. Föstudaginn 23. október verður Grettir síðan sýndur að nýju í Gimli í Aspen leikhúsinu. 

Það er mikill heiður að fá tækifæri til að sýna rammíslenskt leikverk á Nýja Íslandi einsog þetta kunna Íslendinga nýlendu svæði er jafnan nefnt, Winnipeg og Manitoba. Reyndar var beðið um verðlaunaleikinn Gísla Súrsson einnig en því miður er sú leikmynd alltof mikil til að fara með í svo langar leikferðir. Svo Grettir mun sjá um dæmið alla leið. 

Til gamans má svo geta þess að Kómedíuleikhúsið hefur einnig tekið boði um að sýna Gretti á Spáni í mars á næsta ári. Fleiri boð um sýningar á Gretti á erlendri grund bíða skoðunnar. Svo það er alveg næsta víst er að Grettir er sannkallaður útrásarvíkingur þessi misserin, í góðri merkingu þó. 

Eldri fćrslur