fimmtudagurinn 29. įgśst 2019

Dimmalimm ķ Stykkishólmi

Dimmalimm ķ Stykkishólmi
Dimmalimm ķ Stykkishólmi

Hin ástsæla sýning Dimmalimm verður sýnd í Stykkishólmi á sunnudag 1. september kl.15.00. Sýnt verður í Tónlistarskóla Stykkishólms og fer miðasala fram á staðnum. Miðaverðið er það sama gamla góða og ævintýralega aðeins 2.500.- krónur og það er posi á staðnum. Dimmalimm bolirnir vinsælu verða einnig til sölu en heldur er nú farið að minnka lagerinn og eru sumar stærðirnar þegar uppseldar. Leikskráin okkar er að vanda vegleg inniheldur allt handrit leiksins og er einnig litabók. 

Dimmalimm var frumsýnt í Þjóðleikhúsinu á síðasta leikári og hefur verið sýnd yfir 30 sinnum víða um land. Ferðalag Dimmalimm heldur áfram á þessu leikári. 

žrišjudagurinn 27. įgśst 2019

Dimmalimm į Kjötsśpuhįtiš į helginni

Dimmalimm veršur į Hvolsvelli og ķ Stykkishólmi į helginni
Dimmalimm veršur į Hvolsvelli og ķ Stykkishólmi į helginni

Hin vinsæla barnaleiksýning Dimmalimm skreppur suður á helginni til að taka þátt í Kjötsúpuhátíð á Hvolsvelli. Þar verður vitanlega hin alíslenska en þó margbreytilega íslenska kjötsúpa í aðalhlutverki. En það þarf einnig að fóðra sálina og það verður heldur betur eitthvað fyrir alla í þeirri deild. Þar kemur okkar Dimmalimm við sögu sem verður sýnd fyrir börn á öllum aldri á Kjötsúpuhátíðinni á Hvolsvelli. Dimmalimm verður sýnd á laugardeginum kl.14.00.

Dimmalimm hefur verið á faraldsfæti í allt sumar og er þetta 31 sýning á ævintýrinu. En það er engin leið að hætta því núna á sunnudag verður Dimmalimm sýnd í Stykkishólmi. Feiri sýningar á landsbyggðinni eru svo áætlaðar bæði í haust og allan vetur. 

Frumsżnt veršur į ljóšahįtķšinni Haustglęšur
Frumsżnt veršur į ljóšahįtķšinni Haustglęšur

Í ár er aldarafmæli ljóðskáldsins Stefáns Harðar Grímssonar, eins áhrifamesta ljóðskálds sinnar tíðar. Ljóðasetur Íslands og Kómedíuleikhúsið hafa sett saman sérstakan ljóðaleik í tilefni tímamótanna. Ljóðaleikurinn inniheldur úrval ljóða úr smiðju Stefáns Harðar, sem flutt verða bæði í tali og tónum. Elfar Logi Hannesson, leikari, flytur ljóðin og Þórarinn Hannesson, tónlistarmaður, leikur og syngur eigin lög við ljóð skáldsins. Lengd sýningarinnar er um 40 mínútur.

Verkið verður frumflutt á Siglufirði á ljóðahátíðinni Haustglæður í september. Einnig verður sýning í Hannesarholti í Reykjavík fimmtudaginn 3. október og verið er að bóka fleiri sýningar.

sunnudagurinn 18. įgśst 2019

Gķsli Sśrsson 338 sżning

Gķsli vinsęlasta leikrit Vestfjarša
Gķsli vinsęlasta leikrit Vestfjarša

Verðalaunleikurinn hefur verið sýndur nokrum sinnum núna í sumar fyrir erlenda gesti í Haukadal í Dýrafirði. Í þessari viku var ein sýning og núna í komandi viku verður önnur sýning. Er það 338 sýning á Gísla Súrssyni sem þarf vart að geta að er lang mesta sýnda leikrit okkar. Hópurinn sem kemur á þá sýningu eru erlendir háskólanemar sem eru að læra íslensku og því fátt meira viðeigandi að sýna þeim leikverk byggt á vinsælustu Íslendingasögunni. 

mįnudagurinn 5. įgśst 2019

Dimmalimm į Act alone

Dimmalimm veršur į Actinu į helginni
Dimmalimm veršur į Actinu į helginni

Kómedíuleikúsið tekur þátt í hinni árlegu listahátíð Act alone á Suðureyri sem fer fram nú á helginn. Hefst hátíðin um kveldmatalaeitið 8. ágúst og lýkur ekki fyrr en á miðnætti á laugardag 10. ágúst. Hið vinsæla barnaleikrit Dimmalimm verður sýnt á Actinu, einsog hátíðin er gjarnan nefnd, á laudagardag kl. 15.20. Sýnt verður við FSÚ, sem er félagsheimilið á Suðureyri. Gaman er að geta þess að þetta verður 30 sýning á Dimmalimm. Leikritið var frumsýnt um miðjan mars í Þjóðleikhúsinu og hefur síðan verið sýnt um land allt. 

Act alone er elsta leiklistarhátíð landsins og hefur verið haldin árlega síðan 2004. Í upphafi var hátíðn haldin á Ísafirði en árið 2012 var Actið flutt á Suðureyri og hefur verið haldin hátíðileg þar allar götur síðan. Það eru engar ýkjur að segja að Actið hafi stækkað og blómstrað eftir flutningininn í sjávarpþorpið Suðureyri sem hefur nú einnig heitið einleikjaþorpið. Síðast en alls ekki síst verður að nefna að það er ókeypis á Actið, já ókeypis á alla viðburði. Það er nú bara einleikið. 

Það þarf því ekkert að hika heldur skella sér á Actið 8. - 10. ágúst á Suðureyri. Þvi það kostar ekkert.

föstudagurinn 2. įgśst 2019

Dimmalimm ķ Įrnesi į verzlo

29 sżning į helginni
29 sżning į helginni

Kómedíuleikhúsið heldur áfram leikferð sinni með barnaleikritið sívinsæla Dimmalimm á Verslunarmannaheglinni. Sýnt verður í samkomuhúsinu í Árnsei á Ströndum á sunnudag. Sýningin hefst kl.14.00, miðaverð er aðeins 2.500.- krónur og það er posi á staðnum. Að vanda verður Dimmalimm vörunar til sölu fyrir og eftir sýningu bæði Dimmalimm litabók og bolir.

Dimmalimm var frumsýnt í Þjóðleikhúsinu í vor og hefur verið sýnt við miklar vinsældir um land allt síðan. Sýningin á helginni er sú 29 og telst það bara nokkuð gott. Framundan eru þó ótalmargar sýningar þannig að ævintýrið er bara rétt að byrja hjá Dimmalimm í Kómedíuleikhúsinu. Lífið er sannlega kómíst ævintýri.

mįnudagurinn 29. jślķ 2019

Einar veršur heima į Litlabę į helginni

Sjóferš EG sżnd į Litlabę
Sjóferš EG sżnd į Litlabę

Hinn sögulegi einleikur EG um athafna- og hugsjónamanninn Einar Guðfinnsson föður Bolungavíkur (já EG vildi sleppa errinu) hefur verið sýndur tvö ár í röð í Einarshusi. Síðasta sýning var þar bara rétt um daginn en EG snýr alltaf aftur og nú á fæðingarbænum. Nánar tiltekið í Litlabæ í Skötufirði. Eigi verður þó allt verkið sýnt heldur hápunktur þess hin örlagaríka sjóferð sem EG fór ungur að árum. Það er nokk víst að hefðu þeir ekki náð landi væri öðruvísi umhorfs í Bolungavík í dag. 

EG sjóferðin verður á fjölunum í fæðingarbæ söguhetjunnar, á Litlabæ, laugardagskveldið 3. ágúst kl.20.00. Aðgangur er ókeypis en hægt verður að kaupa freistandi og gómsætar veitingar frá vertunum á Litlabæ.

fimmtudagurinn 25. jślķ 2019

Leppalśši rśstaši Grżlu

Um daginn stóð yfir all sérstakt val á næsta jólaleikriti Kómedíuleikhússins. Valið fór fram á ,,Líka við" síðu leikhúsins á Facebook. Valið stóð á milli tveggja turna. Nefnilega Grýlu og Leppalúða. Það er skemmst frá því að segja að Leppi malaði þetta. Hlaut hann alls 78 % atkvæða á móti 22 % er féllu í Grýlu fang. Það er því alveg ljóst hvað við í Kómedíuleikhúsinu erum að fara að gera í haust. Semja og æfa jólaleikrit um hinn eina sanna Leppalúða. 

Leppalúði verður síðan frumsýndur í nóvember á landsbyggðinni. 

laugardagurinn 20. jślķ 2019

Veršur Leppalśši nęsta jólaleikritiš?

Mun Leppalśši rata į leiksvišiš fyrir žessi jól?
Mun Leppalśši rata į leiksvišiš fyrir žessi jól?

Nú stendur yfir könnun þar sem landsmenn geta valið hvort næsta jólaleikrit verði um Grýlu eða Leppalúða. Þessi snemm jólalega könnun fer fram á ,,líka við" heimasíðu Kómedíuleikhússins. Nú þegar aðeins þrír dagar eru eftir þá er Leppalúði að mala Grýlu. Alls hafa 44 greitt aktvkæði og þar af hefur Leppalúði fengið 34 atkvæði. Það er greinilega stemmari fyrir Leppa enda hefur hann kannski greyjið soldið fallið í skuggan af Grýlu sinni. 

En spyrjum að leikslokum.

Ekki láta þitt atkævði fara í jólaköttinn, láttu það heldur fara til Grýlu eða Leppalúða. 

mišvikudagurinn 17. jślķ 2019

Hvort veršur žaš Grżla eša Leppalśši?

Hvort veršur žaš Grżla eša Leppalśši
Hvort veršur žaš Grżla eša Leppalśši

Kómedíuleikhúsið stendur nú fyrir ónvenjulegri könnun á ,,líka við" Facebook síðu sinni, Kómedíuleikhúsið. Þar geta unnendur leikhússins, áhorfendur um land allt, valið næsta verkefni leikhússins. Þó nú sé hásumar er jólastemmari í Kómedíuleikhúsinu enda verður á komandi jólum frumsýnt nýtt íslenskt jólaleikrit. Og nú er bara spurning hvort það leikrit fjalli um Grýlu eða Leppalúða. Um það stendur valið. Og valið er í höndum Kómedíuvina um land allt. 

Könnunin hófst núna í dag og stendur yfir í viku. Nú þegar hefur fjöldi fólks tekið þátt í þessari óvenjulegu könnun. Taktu þátt í að velja jólaleikrit ársins. 

Eldri fęrslur