ţriđjudagurinn 13. nóvember 2018

Ertu búin/n ađ ná ţér í Alla daga

Gjör ţú vor, mitt líf ađ ljóđi, er lifi sjálfan mig. Svo orti skáldiđ Stefán svo réttilega
Gjör ţú vor, mitt líf ađ ljóđi, er lifi sjálfan mig. Svo orti skáldiđ Stefán svo réttilega

Kómedíuleikhúsið hefur gefið út veglegt úrval ljóða Stefáns Sigurðsson er kenndi sig við Hvítadal. Skáldið sem er fyrsti innfæddi Hólmvíkingurinn er án efa einn af hinum stóru í íslenskri ljóðasögu. Langt er síðan ljóð Stefáns hafa verið fáanleg í svo veglegri útgáfu en það var árið 1945 sem heildarútgáfa hans ljóða kom út, ritstýrt af skáldinu Tómasi Guðmundssyni. 

Ljóðaúrval þetta Allir dagar eiga kvöld sækir nafn sitt í eitt ljóða Stefáns, Sóldagur. Víst var sólin honum hugstæð en þó einnig vorið og í bókinni má finna fjölmörg vorljóð. Andstæðan var honum einnig hugstæð myrkrið og myrknættið. Eigi má gleyma jólunum því víst var skáldið mikið jólabarn og nægir þar að nefna hið frábæra jólaljoð með einfalda nafnið, Jól:

Þau lýsa fegurst,

er lækkar sól, 

í blámaheiði,

mín bernskujól.

 

Svo enn sé vitnað í orð skáldsins þá má vel segja að, skáldið er fólksins æð. Bókin er ríkulega myndskreytt hvar myndskreytarnir eru allt konur og stúlkur á breiðum aldri. Sú elsta fædd 1971 og sú yngsta 2012. Auk þess kemur þessi einstaki listahópur úr sama ranni þar sem um er að ræða móður, dætur og barnabörn.

Allir dagar eiga kvöld. Ljóðaúrval Stefáns frá Hvítadal fæst í næstu bókaverzlun. 

föstudagurinn 9. nóvember 2018

Öllum dögum fagnađ í dag

Útgáfunni fagnađ í Mál og menningu laugavegi
Útgáfunni fagnađ í Mál og menningu laugavegi

Kómedíuleikhúsið hefur gefið út bókina Allir dagar eiga kvöld ljóðaúrval skáldsins Stefáns Sigurðssonar er kenndi sig við Hvítadal. Ljóð þessa ástsæla skálds hafa ekki verið aðgengileg á bókaformi í rúma hálfa öld. Árið 1945 kom heildarútgáfa ljóða hans síðast út og því er löngu kominn tími á útgáfu þessa. Ljóð Stefáns Sigurðssonar frá Hvítadal sannlega lifa og gott ef þau ná ekki enn betur til lesandans í dag. Meðal þekktra ljóða Stefáns má nefna Erla, Vorsól, Jól og Farandskáld.

Ljóðaúrval Stefáns er nú hefur verið gefið út nefnist Allir dagar eiga kvöld. Þar er að finna úrval ljóða skáldsins alls 35 talsins. Þó að við lifum á tækniöld og margt sé til á alnetinu þá er ekki síður mikilvægt að listaverkin séu aðgengileg á bók. Hvað þá ljóð okkar bestu skálda. Allir dagar eiga kvöld er ríkulega myndskreytt. En gaman er að geta þess að myndskreytar bókarinnar eru allt konur og stúlkur á breiðum aldri. Ekki nóg með það heldur eru þær allar úr sama ranni. Móðir, dætur og barnabörn. Sú elsta fædd 1971 og sú yngsta fædd 2012.

Þessari tímamótaútgáfu á úrvali ljóða Stefáns frá Hvítadal verður fagnað á komandi helgi. Á föstudag 9. nóvember kl.17.01 verður útgáfuhóf í Bókabúð Máls og menningar á Laugavegi Reykjavík. Þar munu leikararnir Elín Sveinsdóttir, Sigurður Skúlason og Þórey Sigþórsdóttir lesa úrval ljóða Stefáns. Einnig mun Elfar Logi Hannesson, leikari, fjalla um hið vestfirska skáld.

Stefán Sigurðsson er ekki bara Vestfirðingur heldur og fyrsti innfæddi Hólmvíkingurinn. Á sunnudag 11. nóvember kl.15.02 verður útgáfu Allir dagar eiga kvöld fagnað í héraði. Nánar tiltekið á Sauðfjársetrinu á Ströndum. Þar verður haldin heljarmikil dagskrá er ber yfirskriftina Bókmenntir og menningarlíf – Strandir 1918. Á menningardagskrá þessari verður m.a. fjallað um fyrsta Hólmvíkingin, Stefán Sigurðsson, en gaman er að geta þess að hans fyrsta ljóðabók kom einmitt út árið 1918. Þar mun æskan á Hólmavík lesa ljóð skálsins síns, Stefáns Sigurðssonar er kenndi sig við Hvítadal.

Allir dagar eiga kvöld fæst í bókaverslunum um land allt.

ţriđjudagurinn 30. október 2018

Síđustu sýningar á Kaldalóns í Hannesarholti

Kaldalóns kveđur Hannesarholt á helginni
Kaldalóns kveđur Hannesarholt á helginni

Nú eru aðeins tvær sýningar eftir á Sigvalda Kaldalóns í Hannesarholti Reykjavík. Næst síðasta sýningin er í kveld þriðjudaginn 30. október kl.20.00. Lokasýning verður síðan á sunnudag 4. nóvember kl.16.00. Miðasala á báðar sýningarnar á www.tix.is

Kaldalóns leikritið var frumsýnt í Hannesarholti 4. október og hefur verið sýnt nokkra ganga í holti Hannesar en einnig í Fella- og Hólakirkju, Ísafirði og Bíldudal. 

Kaldalóns er þó eigi hættur á fjölunum því það nokkrar sýningar verða á landsbyggðinni. Á föstudag 2. nóvember bregðum við okkur á Blönduós. Einnig verða sýningar á Þingeyri, Hólmavík og Akranesi. Mjög líklegt að fleiri sýningarstaðir bætist við þegar á líður nóvember.

ţriđjudagurinn 23. október 2018

Kaldalóns fyrir vestan

Kaldalóns fyrir vestan á helginni
Kaldalóns fyrir vestan á helginni

Kómedíuleikhúsið sýnir hinn vinsæla leik Sigvaldi Kaldalóns fyrir vestan á helginni. Laugardaginn 27. október verður leikurinn sýndur í Hömrum á Ísafirði. Um tvær sýningar verður að ræða hefst sú fyrri kl.15.00 og sú seinni kl.17.00. Á sunnudag verður Kaldalóns á fjölunum í leikhúsinu á Þingeyri kl.15.00. Þaðan verður farið í næsta fjörð og Kaldalóns sýndur á Bíldudal kl.20.30 á sunnudagskveld. Gaman er að geta þess að ókeypis er á Kaldalóns á Bíldudal í boði Íslenska kalkþörungafélagsins.

Miðasala á hinar sýningarnar er í blússandi gangi á söluvefnum tix.is 

ţriđjudagurinn 16. október 2018

Kaldalóns fćr 3 og hálfa stjörnu

Dagstund međ listamanni ánćgjuleg, fróđleg og hrífandi.
Dagstund međ listamanni ánćgjuleg, fróđleg og hrífandi.

Gagnrýnandi Morgunblaðsins, Þorgeir Tryggvason, gefur leiksýningu okkar Sigvaldi Kaldalóns 3 og hálfa stjörnu. Gaggið byrtist í dag, þriðjudaginn 16. október, sem er vel því það er einmitt sýning á leiknum í kveld í Hannesarholti. Miðasala fer fram á tix.is Rétt er þó að taka fram að það er takmarkaður sýningarfjöldi. Síðustu sýningar verða 30. október kl.20.00 og lokasýning í Hannesarholti 4. nóvember kl.16.00. Miðasala tix.is 

Það er alltaf gaman að fá klapp og hvað þá í leikhúsinu. Þorgeir segir m.a. í umsögn sinni um Sigvalda Kaldalóns:

,,Elfar sýnir okkur mann sem á köflum er á valdi innblástursins og fer auðveldlega fram úr sér."

,,Vel valin tóndæmi þar sem alþekktar perlur hljóma saman við minna kunn verk. Í tvígang syngur Sunna Karen líka og ferst það vel með sinni fallegu og látlausu rödd. Hún skilar líka mótleikaraskyldum sínum með prýði."

,,Áhersla verksins er frekar á persónulýsingu en æviágrip. Þar liggur líka styrkleiki Elfars sem leikara; að skapa trúverðugar eftirmyndir. Sigvaldi Kaldalóns birtist okkur hér sem hrifnæmur og heiðríkur rómantíeker."

 

Og að síðustu:

,,Dagstund með listamanni ánæguleg, fróðleg og hrífandi."

Aukasýningar og allt ađ seljast upp
Aukasýningar og allt ađ seljast upp

4. október frumsýndum við leik okkar Sigvaldi Kaldalóns. Sýnt var í Hannesarholti og var fullt útúr dyrum. Þvi hefur verið bætt við nokkrum sýningum í Hannesarholti. Næsta sýning er á sunnudag 7. október kl.16.00. Þegar er orðið uppselt á þriðju sýninguna sem verður 12. október en laus sæti eru á sýninguna 16. október kl.20.00. Miðasala er í blússandi gangi á tix.is 

Rétt er að geta þess að þetta eru einu sýningarnar á leiknum í Reykjavík. Svo nú er bara að bóka miða áður en allt verður uppselt.

 

Áhorfendur á frumsýningu höfðu m.a. þetta að segja um Sigvalda Kaldalóns:

 

,,Var að koma af faglegri sýningu á Sigvalda Kaldalóns. Elfar Logi og Sunna Karen fylla Hannesarholt af vestfirskri náttúru, magnaðri frásögn og fegurð tónlist Kaldalóns. Það var stappfult hús í kvöld."
Trausti Ólafsson

 

,,Það er kannski engin tilviljun að það eru Vestfirðingar sem standa að þessari sýningu og halda á lofti minningu skáldsins og tengslum við Vestfirði. Leikmynd var einföld, en stílhrein og hitti vel í mark. Kærar þakkir fyrir framtakið og glæsilega sýningu.

Fullt var út úr dyrum á frumsýningunni og leikendum, leikstjóra og verkinu vel fagnað. Önnur sýning verður á sunnudag. Í framhaldinu verða sýningar fyrir vestan."
Kristinn H. Gunnarsson, bb.is

 

,,Sögulegur fróðleikur, fínn flutningur"
Ása H. Proppé Ragnarsdóttir

 

,,Að lokinni sýningunni í gærkvöldi heyrði ég að kona sem sat fyrir aftan mig sagði við vinkonu sína: "Þetta verða allir Íslendingar að sjá.“ Ég er sammála því. Sigvaldi á skilið að þjóðin kynni sér hann og verk hans."

Jónas Ragnarsson

 


mánudagurinn 1. október 2018

Sigvaldi Kaldalóns frumsýndur

Sigvaldi Kaldalóns frumsýndur
Sigvaldi Kaldalóns frumsýndur

Kómedíuleikhúsið frumsýnir leikritið Sigvaldi Kaldalóns í Hannesarholti 4. október komandi. Hér er á ferð einstök sýning um einn ástsælasta listamann þjóðarinnar. Leikurinn fjallar fyrst og fremst um ár Sigvalda í Ármúla í Ísafjarðardjúpi hvar hann starfaði sem læknir í ein ellefu ár. Þó læknisstarfið hafði verið annasamt þá gaf hann sér tíma til að semja lög. Því alls samdi hann um hundrað lög á þessu frjóa tímabili. Mörg þessara laga eru flutt í sýningunni má þar nefna söngperlurnar  Ég lít í anda liðna tíð – Við Kaldalón – Þú eina hjartans yndið mitt – Svanurinn minn syngur – Æ hvar er blómið blíða – Draumur hjarðsveinsins – Sofðu góði sofðu – Alfaðir ræður – Heimir – Þótt þú langförull legðir. Svo heillaður var Sigvaldi að Djúpinu að hann kenndi sig við eitt helsta kennileiti þess nefnilega Kaldalón.

Brottför Sigvalda úr Djúpinu var þó eigi af hinu góða því hann hafði fengið hina illskæðu berkla og varð hann að leita sér lækninga allaleið til Danmerkur. Leikurinn gerist einmitt þar nánar tiltekið á heilsuhæli í Sölleröd.

Flytjendur leiksins eru þau Sunna Karen Einarsdóttir, er sér um leik-söng og undirleik, og Elfar Logi Hannesson sem bregður sér í hlutverk tónskáldsins Sigvalda. Elfar er einnig höfundur leiksins. Búninga og leikmynd hannar Marsibil G. Kristjánsdóttir, ljósahönnuður er Magnús Arnar Sigurðarson og Þröstur Leó Gunnarsson leikstýrir.

Einsog áður segir verður leikritið Sigvaldi Kaldalóns frumsýnt í Hannesarholti fimmtudaginn 4. október og hefst sýningin kl.20.00. Önnur sýning verður sunnudaginn 7. október kl.16.00. Miðasala fer fram á www.tix.is

fimmtudagurinn 20. september 2018

Allir dagar eiga kvöld

Veglegt ljóđaúrval Stefáns frá Hvítadal vćntanlegt á bók
Veglegt ljóđaúrval Stefáns frá Hvítadal vćntanlegt á bók

Gjör þú vor, mitt líf að ljóði,

er lifi sjálfan mig.

 

Ljóð Stefáns Sigurðssonar frá Hvítadal sannlega lifa og gott ef þau ná ekki enn betur til lesandans í dag. Enda eru þau allt í senn beitt, ljúfsár, gleðileg sem sorgleg og allt þar á millum og kring. Ljóð Stefáns frá Hvítadal hafa hins vegar ekki verið aðgengileg á bók í meira en hálfa öld. Árið 1945 kom heildarútgáfa ljóða hans síðast út. Nú bætir Kómedíuleikhúsið úr ljóðaleysinu og gefur út veglegt ljóðaúrval Stefáns frá Hvítadal. Bókin nefnist Allir dagar eiga kvöld og kemur út í október komandi. 

Að lokum er vert að geta þess að myndskreytar bókarinnar eru allt konur og stúlkur á breiðum aldri. Ekki nóg með það heldur eru þær allar úr sama ranni. Móðir, dætur og barnabörn.

fimmtudagurinn 23. ágúst 2018

Sigvaldi Kaldalóns í Hannesarholti

Sigvaldi Kaldalóns í Hannesarholti
Sigvaldi Kaldalóns í Hannesarholti

Margir munu snúa aftur á komandi leikári hjá Kómedíuleikhúsinu. Áður höfum við sagt frá Gísla á Uppsölum sem verður á fjölunum á nýjan leik á Kómedíuleikárinu. Annar aftursnúin leikur er hin rómaði Sigvaldi Kaldalóns. Leikurinn var frumsýndur í febrúar 2013 og sló sannlega í gegn. Nú geta áhorfendur farið að hlakka til endurfunda við Sigvalda því leikurinn verður á fjölunum í Hannesarholti í október.

Miðasala er þegar hafin á tix.is 

 

https://tix.is/is/event/6588/sigvaldi-kaldalons/

 

Það er Elfar Logi Hannesson sem bregður sér í hlutverk Sigvalda. Með- og undirleikari er Sunna Karen Einarsdóttir, leikmynd og búninga gjörir Marsibil G. Kristjánsdóttir og leikstjórn annast Þröstur Leó Gunnarsson. 

mánudagurinn 13. ágúst 2018

Leikáriđ hefst međ Gíslastöku

Gíslastaka í upphafi leikárs
Gíslastaka í upphafi leikárs

Á morgun, 14. ágúst, lýkur okkar dásamlega sumarfríi. Fátt er betra en að hefja nýtt leikár með Gíslastöku. Já, góðkunningjar okkar hefja leikárið þeir Gíslar Súrsson og þessi frá Uppsölum. Þriðjudaginn 14. ágúst sýnum við Gísla Súrsson fyrir hóp af erlendum háskólanemum. Sýnt verður á Gíslastöðum í Haukadal Dýrafirði og er þetta 326. sýning á þessum sívinsæla leik. Á föstudag tekur svo hinn Gíslinn við.

Á helginni fer fram hin árlega Bláberjahátíð í Súðavík. Margt verður þar á dagskrá að vanda og m.a. verður leikur okkar Gísli á Uppsölum sýndur á föstudagskveld 17. ágúst. 

Það má því sannlega segja að leikárið hefjist með Gíslastöku en margt annað verður í boði á komandi leikári og munum við kynna leikárið allt fljótlega. 

Eldri fćrslur