
fimmtudagurinn 22. nóvember 2018
Kómedíuleikhúsið bætir við sig
Kómedíuleikhúsið hefur nú hafið tveggja mánaða kynningar- og markaðátak. Hefur leikhúsið því ráðið Kristínu Nönnu Vilhelmsdóttur til starfa. Mun Nanna næstu mánuði vinna að þessum mikilvægu málum í okkar leikhúsi. Það er staðreynd að einmitt kynning og markaðssetning skipta sífellt meira máli í þeim annasama heimi og tilveru sem við lifum á í dag. Kómedíuleikhúsið hefur lengi haft það á sinni stefnuskrá að gera gagnskör í þessum mikilvægu málum og loksins er komið að því, betra er seint en ekki sagði einhver.
Kómedíuleikhúsið býður Kristínu Nönnu Vilhelmsdóttur, sem á ættir að rekja í Dýrafjörð nema hvað, velkomna til starfa og hlökkum mikið til samstarfsins. Einsog hinn maðurinn sagði, þetta verður ekkert leiðinlegt.
20.11.2025 / 09:52
Leiklist á Ísafirði komin út
Kómedíuleikhúsið hefur gefið út bókina Leiklist á Ísafirði eftir Elfar Loga Hannesson, blekbónda. Í bókinni rekur höfundur leiksögu Ísafjarðar, bæjarins við flæðarmálið, allt frá fyrstu vituðu leikuppfærslu sem var svo snemma sem árið 1854 til samtímans eða þegar Litli ... Meira19.10.2021 / 11:32

