fimmtudagurinn 22. nóvember 2018
Kómedíuleikhúsið bætir við sig
Kómedíuleikhúsið hefur nú hafið tveggja mánaða kynningar- og markaðátak. Hefur leikhúsið því ráðið Kristínu Nönnu Vilhelmsdóttur til starfa. Mun Nanna næstu mánuði vinna að þessum mikilvægu málum í okkar leikhúsi. Það er staðreynd að einmitt kynning og markaðssetning skipta sífellt meira máli í þeim annasama heimi og tilveru sem við lifum á í dag. Kómedíuleikhúsið hefur lengi haft það á sinni stefnuskrá að gera gagnskör í þessum mikilvægu málum og loksins er komið að því, betra er seint en ekki sagði einhver.
Kómedíuleikhúsið býður Kristínu Nönnu Vilhelmsdóttur, sem á ættir að rekja í Dýrafjörð nema hvað, velkomna til starfa og hlökkum mikið til samstarfsins. Einsog hinn maðurinn sagði, þetta verður ekkert leiðinlegt.
19.10.2021 / 11:32
Leiksýningar til sölu
Vantar þig leiksýningu fyrir hátíðina, hópinn, fyrirtækið eða mannamótið. Við höfum úrval leiksýninga í boði fyrir þig og sýnum um land allt. Nánari upplýsingar í síma: 891 7025 eða á komedia@komedia.is Kómedíuleikhúsið - leikhúsið í vestri Bakkabræður - Dimmalimm -... Meira10.09.2021 / 11:06