þriðjudagurinn 23. október 2018
Kaldalóns fyrir vestan
Kómedíuleikhúsið sýnir hinn vinsæla leik Sigvaldi Kaldalóns fyrir vestan á helginni. Laugardaginn 27. október verður leikurinn sýndur í Hömrum á Ísafirði. Um tvær sýningar verður að ræða hefst sú fyrri kl.15.00 og sú seinni kl.17.00. Á sunnudag verður Kaldalóns á fjölunum í leikhúsinu á Þingeyri kl.15.00. Þaðan verður farið í næsta fjörð og Kaldalóns sýndur á Bíldudal kl.20.30 á sunnudagskveld. Gaman er að geta þess að ókeypis er á Kaldalóns á Bíldudal í boði Íslenska kalkþörungafélagsins.
Miðasala á hinar sýningarnar er í blússandi gangi á söluvefnum tix.is
19.10.2021 / 11:32
Leiksýningar til sölu
Vantar þig leiksýningu fyrir hátíðina, hópinn, fyrirtækið eða mannamótið. Við höfum úrval leiksýninga í boði fyrir þig og sýnum um land allt. Nánari upplýsingar í síma: 891 7025 eða á komedia@komedia.is Kómedíuleikhúsið - leikhúsið í vestri Bakkabræður - Dimmalimm -... Meira10.09.2021 / 11:06