fimmtudagurinn 20. september 2018

Allir dagar eiga kvöld

Veglegt ljóðaúrval Stefáns frá Hvítadal væntanlegt á bók
Veglegt ljóðaúrval Stefáns frá Hvítadal væntanlegt á bók

Gjör þú vor, mitt líf að ljóði,

er lifi sjálfan mig.

 

Ljóð Stefáns Sigurðssonar frá Hvítadal sannlega lifa og gott ef þau ná ekki enn betur til lesandans í dag. Enda eru þau allt í senn beitt, ljúfsár, gleðileg sem sorgleg og allt þar á millum og kring. Ljóð Stefáns frá Hvítadal hafa hins vegar ekki verið aðgengileg á bók í meira en hálfa öld. Árið 1945 kom heildarútgáfa ljóða hans síðast út. Nú bætir Kómedíuleikhúsið úr ljóðaleysinu og gefur út veglegt ljóðaúrval Stefáns frá Hvítadal. Bókin nefnist Allir dagar eiga kvöld og kemur út í október komandi. 

Að lokum er vert að geta þess að myndskreytar bókarinnar eru allt konur og stúlkur á breiðum aldri. Ekki nóg með það heldur eru þær allar úr sama ranni. Móðir, dætur og barnabörn.