föstudagurinn 9. nóvember 2018
Öllum dögum fagnað í dag
Kómedíuleikhúsið hefur gefið út bókina Allir dagar eiga kvöld ljóðaúrval skáldsins Stefáns Sigurðssonar er kenndi sig við Hvítadal. Ljóð þessa ástsæla skálds hafa ekki verið aðgengileg á bókaformi í rúma hálfa öld. Árið 1945 kom heildarútgáfa ljóða hans síðast út og því er löngu kominn tími á útgáfu þessa. Ljóð Stefáns Sigurðssonar frá Hvítadal sannlega lifa og gott ef þau ná ekki enn betur til lesandans í dag. Meðal þekktra ljóða Stefáns má nefna Erla, Vorsól, Jól og Farandskáld.
Ljóðaúrval Stefáns er nú hefur verið gefið út nefnist Allir dagar eiga kvöld. Þar er að finna úrval ljóða skáldsins alls 35 talsins. Þó að við lifum á tækniöld og margt sé til á alnetinu þá er ekki síður mikilvægt að listaverkin séu aðgengileg á bók. Hvað þá ljóð okkar bestu skálda. Allir dagar eiga kvöld er ríkulega myndskreytt. En gaman er að geta þess að myndskreytar bókarinnar eru allt konur og stúlkur á breiðum aldri. Ekki nóg með það heldur eru þær allar úr sama ranni. Móðir, dætur og barnabörn. Sú elsta fædd 1971 og sú yngsta fædd 2012.
Þessari tímamótaútgáfu á úrvali ljóða Stefáns frá Hvítadal verður fagnað á komandi helgi. Á föstudag 9. nóvember kl.17.01 verður útgáfuhóf í Bókabúð Máls og menningar á Laugavegi Reykjavík. Þar munu leikararnir Elín Sveinsdóttir, Sigurður Skúlason og Þórey Sigþórsdóttir lesa úrval ljóða Stefáns. Einnig mun Elfar Logi Hannesson, leikari, fjalla um hið vestfirska skáld.
Stefán Sigurðsson er ekki bara Vestfirðingur heldur og fyrsti innfæddi Hólmvíkingurinn. Á sunnudag 11. nóvember kl.15.02 verður útgáfu Allir dagar eiga kvöld fagnað í héraði. Nánar tiltekið á Sauðfjársetrinu á Ströndum. Þar verður haldin heljarmikil dagskrá er ber yfirskriftina Bókmenntir og menningarlíf – Strandir 1918. Á menningardagskrá þessari verður m.a. fjallað um fyrsta Hólmvíkingin, Stefán Sigurðsson, en gaman er að geta þess að hans fyrsta ljóðabók kom einmitt út árið 1918. Þar mun æskan á Hólmavík lesa ljóð skálsins síns, Stefáns Sigurðssonar er kenndi sig við Hvítadal.
Allir dagar eiga kvöld fæst í bókaverslunum um land allt.
19.10.2021 / 11:32
Leiksýningar til sölu
Vantar þig leiksýningu fyrir hátíðina, hópinn, fyrirtækið eða mannamótið. Við höfum úrval leiksýninga í boði fyrir þig og sýnum um land allt. Nánari upplýsingar í síma: 891 7025 eða á komedia@komedia.is Kómedíuleikhúsið - leikhúsið í vestri Bakkabræður - Dimmalimm -... Meira10.09.2021 / 11:06