fimmtudagurinn 19. desember 2019

Leppalúði á jólum á Þingeyri

Allir í leikhús á jólum
Allir í leikhús á jólum

Jólaleikritið Leppalúði verður sýnt á leikhúseyrinni Þingeyri á jólum. Sýnt verður sunnudaginn 29. desember kl.14.00 í Félagsheimilinu á Þingeyri. Miðasala er þegar hafin í síma 891 7025. Miðaverð er aðeins 2.500.- krónur.

Leikritið Leppalúði var frumsýnt 13. nóvember síðastliðin á Tálknafirði. Síðan þá hefur leikurinn verið sýndur víða um land við hinar mætustu viðtökur. Vart þarf að geta þess að Leppalúði er í aðalhlutverki í þessari sýningu. Ekki nóg með það heldur er hann í eina hlutverki leiksins. Það er nefnilega þannig að Leppalúði vaknar fyrstur allra í Grýluhelli. Á undan konu sinni Grýlu og jólasveinum öllum. Afhverju vaknar hann einn? Og afhverju er hann svo spenntur fyrir að vera sá eini sem er vakandi í Grýluhelli. Jú, því þá getur hann gert það sem honum finnst skemmtilegast að gera og það er að gera ekki neitt.

föstudagurinn 13. desember 2019

Aðventa lesin í Leiklistarmiðstöðinni

Vinsælasta jólasaga þjóðarinnar lesin í Leiklistarmiðstöðinni
Vinsælasta jólasaga þjóðarinnar lesin í Leiklistarmiðstöðinni

Laugardaginn 14. desember verður ein ástsælasta jólasaga þjóðarinnar, Aðventa, eftir Gunnar Gunnarsson lesin á Þingeyri. Lesturinn fer fram í leiklistarmiðstöð Kómedíuleikhússins að Vallargötu Þingeyri. Lesturinn hefst kl.14.14 á laugardag og mun standa um tvo og hálfan klukkutíma. Boðið verður upp á heitt súkkulaði og smákökur meðan á lestrinum stendur. Aðgangur er ókeypis og gestum er velkomið að koma og fara á hvaða tíma sem er. 

Alls munu sjö heimamenn lesa Aðventu Gunnars á laugardag. Gunnhildur Elíasdóttir hefur lesturinn en einnig munu þau Arnar Sigurðsson, Marsibil G. Kristjánsdóttir, Jónína Hrönn Símonardóttir, Arnhildur Lillý Karlsdóttir og tveir til lesa. 

Aðventa ljómar af þeim dimma og bjarta eldi sem kviknar af neistafluginu þegar veruleika og skáldskap er slengt saman, því að aðalpersónan Benedikt og leit hans að kindum uppi á öræfum í grimmasta mánuði íslensks vetrar eiga rætur sínar í veruleikanum.

Engin bók Gunnars hefur farið jafn víða um lönd og Aðventa sem hefur verið þýdd á um 20 tungumál.

Sagan er einföld á yfirborðinu, ekki flókin þegar því sleppir, heldur djúp og frjósöm. Stíll Gunnars er hvergi jafn látlaus og blátt áfram fallegur eins og í Aðventu.

mánudagurinn 9. desember 2019

Hátíðarsýning á Leppalúða

Gefðu Leppalúða í jólagjöf
Gefðu Leppalúða í jólagjöf

Sérstök hátíðarsýning verður á Leppalúða á millum hátíða. Sýnt verður á leikhúseyrinni Þingeyri sunnudaginn 29. desember og að vanda verður sýnt í Félagsheimilinu. Miðaverðið er sérlega hátíðlegt eða aðeins 2.500.- krónur. Hægt er að gefa Leppalúða í jólagjöf með því að kaupa gjafabréf á sýninguna. Þitt er valið hve margir miðarnir eru geta verið alveg frá einum uppí 100. Engin vandamál í miðasölunni. Hafið bara samband og við græjum jólapakkanum. Miðasölusíminn er

891 7025.

Leppalúði hefur verið á ferð og flugi síðasta mánuðinni. Alls hefur leikurinn verið sýndur 16 sinnum og það á 14 stöðum. Leikritið um Leppalúða er einstaklega fjörugt verk þar sem tröllkarlinn hennar Grýlu fær loks sviðsljósið. Sagt er að Leppalúði vakni nefnilega fyrstur allra í Grýluhelli og þá fer hann að gera það sem honum finnst skemmtilegast að gera. Og það er að gera ekki neitt. 

föstudagurinn 6. desember 2019

Leppalúði á leikhúseyrinni Þingeyri

Leppalúði sýndur á helginni á leikhúseyrinni Þingeyri
Leppalúði sýndur á helginni á leikhúseyrinni Þingeyri

Nýjasta jólaleikrit Kómedíuleikhússins hefur heldur betur verið sýnt víða undanfarið. En alls hefur leikurinn verið sýndur 14 sinnum og það á 14 stöðum á landinu. Frumsýnt var 13. nóvember síðastliðinn á Tálknafirði. Nú er Leppalúði kominn heim, já á leikhúseyrina okkar hér á Þingeyri. A helginni verða tvær sýningar á Leppalúða í Félagsheimilinu Þingeyri. Sýnt verður á laugardag og sunndag og hefjast sýningar kl.14.00. Miðasala á staðnum og já við erum með posa. Miðaverð er aðeins 2.500.- krónur. 

Leikritið um Leppalúða er bráðfjörugt og sannlega fyrir börn á öllum aldri. Leppalúði hefur kannski ekki mikið verið í sviðsljósinu undanfarnar aldri en nú er loks komið að því að hann fái að sýna sitt rétta andlit. Það er nefnilega þannig að Leppalúði vaknar ávallt fyrstur allra í Grýluhelli. Og þá fer hann að gera það sem honum finnst skemmtilegast að gera og það er að gera ekki, neitt. 

Þetta eru síðustu sýningar á Leppalúða fyrir jól og því ekkert annað að gjöra en skunda á leikhúseyrina á helginni og kikka á Leppa. 

þriðjudagurinn 3. desember 2019

Leppalúði í Borgarnesi

Hinn víðförli Leppalúði mætir í Borgarnes
Hinn víðförli Leppalúði mætir í Borgarnes

Jólaleikritið Leppalúði verður sýnt í Borgarnesi miðvikudaginn 4. desember kl.17.30.  Sýnt verður í Félagsmiðstöðinni Óðal og allir eru velkomnir, miðaverð er aðeins 2.500.- krónur. Miðasala fer fram við innganginn á sýningardegi og já það er posi á staðnum.

Leppalúði hefur verið á ferð og flugi um landið síðan um miðjan nóvember. Frumsýnt var á Tálknafirði 13. nóvember og síðan þá hefur leikurinn verið sýndur á Bíldudal, Patreksfirði, Reykjavík, Reykhólum, Hvammstanga, Skagaströnd, Blönduósi, Barðaströnd, Þingeyri, Búðardal og nú í Borgarnesi.

Margir hafa heyrt hans getið en fæstir vita mikið um hann ef nokkuð. Enda hefur hann ávallt fallið í skuggann á konu sinni, henni Grýlu. En nú er loksins röðin komin að Leppalúða. Leikritið gerist í Grýluhelli hvar Leppalúði vaknar fyrstur allra og þá fer hann að gera það sem honum finnst skemmtilegast að gera. Hvað skyldi það nú vera? Jú, að gera ekki neitt. 

Bráðfjörugur leikur fyrir jólabörn á öllum aldri. 

föstudagurinn 29. nóvember 2019

Næstu sýningar á Leppalúða

Leppalúði um land allt
Leppalúði um land allt

Kómedíuleikhúsið heldur áfram að ferðast með jólaleikrit ársins Leppalúði. Næstu sýningar á Leppalúða verða sem hér segir. Búðardal á þriðjudag, Borgarnesi miðvikudag, Hólmavík fimmtudag og á leikhúseyrinni Þingeyri á helginni. Uppselt er á sýninguna í Búðardal en laust á hinar sýningarnar. Miðasala fer fram á sýningarstað. Miðaverð aðeins 2.500. - kr.

Jólaleikritið Leppalúði var frumsýnt á Tálknafirði 13. nóvember síðast liðin og hefur verið sýndur víða síðan við hinar fínustu viðtökur. Höfundur og leikari er Elfar Logi Hannesson og leikstjórn annast Marsibil G. Kristjánsdóttir. 


þriðjudagurinn 12. nóvember 2019

Leppalúða myndband

Leppalúði heilsar
Leppalúði heilsar

Kómedíuleikhúsið frumsýnir sprellfjörugt og alíslenskt jólaleikrit 13. nóvember. Leikritið heitir Leppalúði og fjallar um hinn alltof gleymda mann Grýlu og föður jólasveinanna 13. Frumsýnt verður í Grunnskóla Tálknafjarðar miðvikudaginn 13. nóvember en gaman er að geta þess að þetta er fyrsta frumsýning okkar þar. Daginn eftir verður sýning fyrir Grunnskóla Bíldudals og daginn þar á eftir fyrir nemendur Grunnskóla Patreksfjarðar. Á helginni verður Leppalúði á fjölunum í höfuðborginni. 

Um daginn gerði Kómedíuleikhúsið samning við vestfirska fyrirtækið Gústi productions sem mun sjá um að gera allt myndefni fyrir sýningar leikhússins. Fyrsta myndverkið er komið í loftið sem er bráðfjörugt kynningarmyndband um jólaleikritið Leppalúði. Gjörið svo vel

https://www.youtube.com/watch?v=LmAjkQmHuaQ&feature=youtu.be&fbclid=IwAR0DbCK0J9jkLiPS6ZWeknUuZWAAb82csu-F9xInuUpfPb4Yxur6PQB3PAY

fimmtudagurinn 10. október 2019

Vissir þú þetta?

340 sýningar
340 sýningar

Vissir þú að Kómedíuleikhúsið var stofnað árið 1997?

Vissir þú að Kómedíuleikhúsið er fyrsta og eina atvinnuleikhús Vestfjarða?

Vissir þú að Kómedíuleikhúsið hefur sýnt í Albaníu?

Vissir þú að Kómedíuleikhúsið sýnir Gísla Súrsson árið um kring á söguslóðum í Haukadal?

Vissir þú að Kómedíuleikhúsið hefur sýnt verðlaunaleikinn Gísla Súrsson 340 sinnum?

Vissir þú að Kómedíuleikhúsið hefur sett á svið 45 leikverk?

Vissir þú að Kómedíuleikhúsið hefur sett á svið 44 íslensk leikverk og eitt erlent?

Vissir þú að Kómedíuleikhúsið hefur frumsýnt í Þjóðleikhúsinu?

Vissir þú að Kómedíuleikhúsið hefur sýnt í skólum í Malaga á Spáni?

Vissir þú að Kómedíuleikhúsið hefur gert tvær ólíkar sýningar byggðar á Dimmalimm?

Vissir þú að Kómedíuleikhúsið hefur sett á svið 45 leikverk?

Vissir þú að Kómedíuleikhúsið hefur frumsýnt í minnsta óperuhúsi í Evrópu?

Vissir þú að Kómedíuleikhúsið gefur út veglegar leikskrár sem innihalda m.a. handrit leikverksins?

Vissir þú að Kómedíuleikhúsið hefur sýnt í Kanada?

Vissir þú að Kómedíuleikhúsið hefur gefið út bækur um leiklist og Vestfirði?

Vissir þú að Kómedíuleikhúsið hefur gert 4 leikverk sem tengjast öll sama listamanninum?

Vissir þú að Kómedíuleikhúsið hefur sett á svið einleiki um þekkta Vestfirðinga?

Vissir þú að Kómedíuleikhúsið hefur gert einleiki um vestfirsku jólasveinana?

Vissir þú að Kómedíuleikhúsið hefur sýnt Gísla Súrsson í Súrnadal?

Vissir þú að Kómedíuleikhúsið gefur út leiklistarbækur?

Vissir þú að Kómedíuleikhúsið gefur út vestfirskar bækur?

Vissir þú að Kómedíuleikhúsið ferðast árið um kring með sýningar sínar?

Vissir þú að Kómedíuleikhúsið hefur gefið út 15 hljóðbækur sem allar eru á storytel.is?

Vissir þú að Kómedíuleikhúsið hefur gefið út ljóðaúrval Stefáns frá Hvítadal?

Vissir þú að Kómedíuleikhúsið er með heimasíðu www.komedia.is?

Vissir þú að Kómedíuleikhúsið hefur sett á svið tvo leiki um Gísla? Þann Súra og þann frá Uppsölum.

Vissir þú að Kómedíuleikhúsið setti upp Daðrað við Sjeikspír?

Vissir þú að Kómedíuleikhúsið hefur sýnt á erlendum leiklistarhátíðum?

Vissir þú að Kómedíleikhúsið er í Ísafjarðarbæ?

Vissir þú að Kómedíluleikhúsið gerir út frá Þingeyri?

Vissir þú að Kómedíuleikhúsið hefur gert þrjú leikverk er tengjast Steini Steinarr?

Vissir þú að Kómedíuleikhúsið hefur gert leikrit um skrímsli?

Vissir þú að Kómedíuleikhúsið hefur þrívegis sýnt í Þýskalandi?

Vissir þú að Kómedíuleikhúsið hefur sýnt á einleikjahátíðinni Act alone, oftar en einu sinni?

Vissir þú að Kómedíuleikhúsið hefur sett á svið nokkra ljóðaleiki?

mánudagurinn 7. október 2019

Hollvinur Kómedíuleikhússins

Nú getur þú gerst hollvinur Kómedíuleikhússins
Nú getur þú gerst hollvinur Kómedíuleikhússins

Vilt þú gerast HOLLVINUR KÓMEDÍULEIKHÚSSINS? Með því eflir þú og bætir starfsemi eina atvinnuleikhús Vestfjarða. Vinir fá líka árlega kómískar þakkir. Þú færð 2 miða á verði eins á ekki bara eina heldur allar leiksýningar okkar og svo færðu óvæntan glaðning sendan í pósti árlega.

HOLLVINASTYRKURINN er aðeins 5.000.- krónur á ári (má alveg borga meira ef vill).

Það er einfalt að gerast HOLLVINUR KÓMEDÍULEIKHÚSSINS. Þú einfaldlega sendir okkur tölvupóst á netfangið komedia@komedia.is 

þriðjudagurinn 1. október 2019

Með fjöll í Hannesarholti

Á helginni frumsýndi Kómedíuleikhúsið sitt 45. verkefni. Um er að ræða ljóðaleikinn Með fjöll á herðum sér, sem inniheldur úrval ljóða Stefáns Harðar Grímssonar. Leikurinn var frumsýndur í Gránu á Siglufirði á laugardag við bestu aðsókn. Frumsýningarstaðurinn var vel við hæfi því ljóðaleikurinn er samstarfsverkefni okkar og Ljóðaseturs Íslands sem hefur einmitt sitt merka safn á Siglufirði. 

Á fimmtudag verður Með fjöll á herðum sér sýnt í Hannesarholti í Reykjavík. Aðeins er um þessa eina sýningu að ræða og því um að gera að tryggja sér miða. Miðasala fer fram á tix.is. 

Flytjendur ljóðaleiksins Með fjöll á herðum sér listabræðurnir frá Bíldudal, Elfar Logi og Þórarinn Hannessynir. Sá fyrrnefndi flytur ljóð Stefáns Harðar en Þórarinn flytur eigin lög við nokkur ljóð skáldsins. 

Eldri færslur