föstudagurinn 2. júní 2017

Splunkuný barnabók - Muggur saga af skrák

Muggur saga af strák er ríkulega myndskreytt saga
Muggur saga af strák er ríkulega myndskreytt saga

Kómedíuleikhúsið hefur gefið út barnabókina Muggur saga af strák. Hér er á ferðinni einlæg saga fyrir börn á öllum aldri. Bókin fjallar um strákinn Guðmund er kallaður var Muggur. Hann á heima í litlu þorpi fyrir vestan og víst gjörist þar margt ævintýralegt.

Höfundar bókarinnar Muggur saga af strák eru listahjónin Elfar Logi Hannesson og Marsibil G. Kristjánsdóttir. Bókin er ríkulega mynskreytt af Marsbil en Elfar Logi gefur orðin í sögunni. 

Muggur saga af strá fæst hjá Kómedíuleikhúsinu. Það er einfalt að panta einfaldlega sendið tölvupóst á netfangið komedia@komedia.is og bókin er þín. 

Muggur saga af strák fæst einnig í verslunum Eymundsson um land allt. 

miðvikudagurinn 10. maí 2017

Gísli aftur í Þjóðleikhúsið

Gísli í Þjóðleikhúsinu á nýjan leik
Gísli í Þjóðleikhúsinu á nýjan leik

Gísli á Uppsölum hefur sannarlega slegið í gegn hjá landanum og hefur nú þegar verið sýndur yfir 50 sinnum um land allt. Í vetur var leikurinn sýndur 14 sinnum í Þjóðleikhúsinu og var hætt fyrir fullu húsi. Svo nú er Gísli mættur aftur í Þjóðleikhúsið og verða fjórar aukasýningar núna í maí. Miðasala á allar sýningar er löngu hafin og gengur mjög vel. Miðasala fer fram á www.tix.is einnig er hægt að panta í miðasölusíma Þjóðleikhússins. 

Miðasölusími: 551 1200.


Aukasýningarnar á Gísla á Uppsölum í Þjóðleikhúsinu í maí:

15. sýning lau. 13. maí kl.17.00

16. sýning sun. 14. maí kl.17.00

17. sýning lau. 20. maí kl.17.00

18. sýning sun. 21. maí kl.17.00


Bæjarstjórinn og leikhússtjórinn smæla
Bæjarstjórinn og leikhússtjórinn smæla

Síðustu ár hefur verið sérstakur samstarfssamningur millum Kómedíuleikhússins og Ísafjarðarbæjar. Samningurinn er bæði verkefna og styrktarsamningur. Þannig vinnur leikhúsið fjölmörg verkefni fyrir bæinn árlega auk þess að fá fasta styrktarupphæð árlega. Skal þess getið strax að fyrir þennan samning var rekstur leikhússins í járnum oftar en alla daga. Samningur þessi rann svo út á liðnu ári svo einsog ávallt þarf að gjöra þegar þannig er þá er mikilvægt að horfa yfir farin veg. Skoða hvernig til hafi tekist og gera jafnvel einhverjar breytingar ef þannig verkast. 

Við gáfum okkur góðan tíma og loks núna 2. maí var samstarfssamingur okkar við Ísafjarðarbæ endurnýjaður. Við í Kómedíuleikhúsinu eru sérlega þakklát og já bara hrærð á þessum tímamótum. Um leið lítum við á þessa endurnýjun sem ákveðna viðurkenningu á okkar störfum. 

miðvikudagurinn 29. mars 2017

Gísli á Uppsölum Þingeyri á Skírdag

Gísli hefur þegar verið sýndur 40 sinnum
Gísli hefur þegar verið sýndur 40 sinnum

Hið vinsæla og áhrifamikla leikrit Gísli á Uppsölum verður sýnt á Þingeyri á Skírdag, fimmtudaginn 13. apríl kl.20.00. Miðasala er hafin og er í blússandi gangi í síma: 891 7025. Miðinn kostar litlar 4000.- kr. Aðeins verður um þessa einu sýningu á ræða á Þingeyri. Því daginn eftir, á föstudaginn langa, verður Gísli farinn yfir heiðarnar tvær sem aðskilja norður og suðursvæði Vestfjarða. Alla leið á Birkimel á Barðaströnd hvar Gísli verður á fjölunum á hinum langa föstudegi. 

Leiksýningin um Gísla á Uppsölum hefur notið gífurlegra vinsælda og aðsóknar. Fyrr í vetur var leikurinn sýndur 15 sinnum í Þjóðleikhúsinu og var meira en uppselt á lokasýninguna í leikhúsi þjóðarinnar. Sýningin hefur sannarlega verið víðförul því hún hefur m.a. verið sýnd á Akranesi, Akureyri, Arnarfirði, Blönduósi, Hvammstanga, Ísafirði, Sauðárkróki og á Ströndum svo aðeins fáeinir staðir séu nefndir. Gísli heldur áfram ferð sinni um landið eftir páska og langt fram í júlí. Fyrirhuguð er leikferð austur hvar sýndur verður á Breiðdalsvík, Egilsstöðum og Vopnafirði. Þar á eftir liggur leiðin um suðurland og hefst með aukasýningu á Selfossi, síðast seldist upp þar á bæ, og alla leið undir Eyjafjöll. Laugardaginn 13. maí hefjast sýningar að nýju í Þjóðleikhúsinu. Í byrjun júní eða nánar tiltekið á Hvítasunnuhelginni verður leikurinn sýndur í Vestmannaeyjum. Loks má geta þess að Gísli hefur þegar verið bókaður að nokkrar hátíðir í sumar m.a. á Bíldudals grænar og Dýrafjarðardaga. 

 

,,Í einleik þeirra Elfars Loga og Þrastar Leós Gunnarssonar, sem annast sviðsetningu og leikstjórn, er brugðið upp svipmynd af undarlegu lífi mannsins, brotakenndri mynd en þó einkennilega heillandi; mynd sem vekur miklu fleiri spurningar en hún svarar og býr yfir dýpt sem veldur því að hún leitar á mann löngu eftir að leik er lokið."
Fréttatíminn - Jón Viðar Jónsson

sunnudagurinn 26. febrúar 2017

Gísli bara rétt að byrja

Gísli um land allt
Gísli um land allt

Það er óhætt að segja að nýjasta sýning Kómedíuleikhússins um Gísla á Uppsölum hafi slegið í gegn. Leikurinn var frumsýndur á söguslóðum í haust og hefur nú þegar verið sýndur um 40 sinnum um land allt. Nú síðast var Gísli á fjölunum í sjálfu Þjóðleikhúsinu hvar leikurinn var sýndur 15 sinnum og alltaf nema tvisvar var uppselt. Þó Gísli fái nú aðeins að pústa, fá sér smá kaffi og rjóma þá er sýningum hvergi nærri lokið. Í raun erum við rétt að byrja. 

Sýningar á Gísla á Uppsölum hefjast að nýju í lok mars. Þá verður farið í leikferð suður og norður. Fyrst verður sýnt í Fella-og Hólakirkju, þaðan liggur leiðin í Selasetrið á Hvammstanga en í fyrra var Gísli sýndur þar tvívegis fyrir uppseldum sal. Aftur verður svo skundað suður eða á Akranes hvar Gísli verður sýndur fimmtudaginn 22. mars. Á páskum verður Gisli sýndur í miðstöð leiklistar á Vestfjörðum nánar tiltekið á Þingeyri. Sýnt verður á Skírdag fimmtudaginn 13. apríl kl.20.00. Rétt er að taka fram að aðeins verður um þessa einu sýningu að ræða á páskum á Þingeyri.

Helgina eftir páska liggur leiðin austur á land hvar Gísli verður sýndur m.a. á Breiðdalsvík og Egilsstöðum. Í lok apríl verður leikferð um suðurland. Sýnt verður á Selfossi, Kirkjubæjarklaustri og loks verða tvær sýningar undir Eyjafjöllum. Í maí hefjast svo sýningar að nýju í Þjóðleikhúsinu. 

Hvað sumarið varðar þá erum við byrjuð að bóka sýningar á Gísla sem verður m.a. sýndur á Bíldudals grænum baunum í lok janúar og á Gíslastöðum í Haukadal í júlí. 

Kómedíuleikhúsið vill þakkar einstakar viðtökur á leikverki okkar Gísli á Uppsölum. Það er okkur mikill heiður að fara með Gísla helst um land allt og tökum öllum þess háttar boðum með mjög jákvæðum hug. Ekki hika við að senda okkur línu á netfangið komedia@komedia.is

Við svörum öllum tölvupóstum hratt og á vorn kómíska hátt.

Gangi ykkur allt í vil á öllum sviðum.

Síðustu sýningar á Gísla eru núna í vikunni
Síðustu sýningar á Gísla eru núna í vikunni

Kómedíuleikhúsið hefur undanfarinn mánuð sýnt hið áhrifamikla leikrit Gísli á Uppsölum í Þjóðleikhúsinu. Upphaflega stóð til að sýningarnar yrðu tvær eða þrjár en eru nú komnar í 12 og enn er bætt við aukasýningum. Þrjár aukasýningar á Gísla í Þjóðleikhúsinu verða núna í vikunni. Sýnt verður miðvikudaginn 15. febrúar kl.19.30, laugardaginn 18. febrúar kl.17.00 og loks sunnudaginn 19. febrúar kl.17.00. Eru þetta allra síðustu sýningar á Gísla á Uppsölum og því borgar sig ekkert að fresta því að skella sér í leikhúsið.

Miðasala á aukasýningarnar þrjár fer fram á www.tix.is Einnig er hægt að bóka miða í miðasölusíma Þjóðleikhússins 551 1200. 

Gísli á Uppsölum hefur fengið einlægar og einstakar viðtökur áhorfenda sem gagnrýnenda. Þar á meðal 4 stjörnur hjá rýnara Morgunblaðsins. 

Gísli orðinn fastagestur í Þjóðleikhúsinu og líkar það vel
Gísli orðinn fastagestur í Þjóðleikhúsinu og líkar það vel

Sýningar á Gísla á Uppsölum í Þjóðleikhúsinu hafa gengið fyrir fullu húsi frá fyrstu sýningu. Þremur aukasýningum var bætt við og er að seljast upp á tvær þær síðustu núna á miðvikudag og fimmtudag. Því hefur verið bætt við aukaaukasýningum á helginni. Sýnt verður laugardag og sunnudag kl.17.00 báða dagana. Miðasala er þegar komin á fullt og fer fram á netinu á afþreyingarsölusíðunni www.tix.is

Einnig er hægt að panta miða í miðasölusíma Þjóðleikhússins 551 1200.

Að þeim sýningum loknum hefur Gísli verið sýndur alls 12 sinnum í Þjóðleikhúsinu en upphaflega stóð aðeins til að sýningarnar yrðu 2. Svona er nú lífið kómískt.

Kómedíuleikhúsið þakkar kærlega viðtökurnar á Gísla á Uppsölum. 

Gísli uppseldur í Þjóðleikhúsinu
Gísli uppseldur í Þjóðleikhúsinu

Það er óhætt að segja að viðtökur á leikverkinu Gísli á Uppsölum hafi verið framar öllum vonum. Núna í janúar hefur leikurinn verið sýndur í Þjóðleikhúsinu fyrir fullu húsi alls sjö sinnum. Og nú er allt að uppseljast á aukasýningarnar 3 í febrúar í leikhúsi þjóðarinnar. Kannski verður bara að bæta við aukaaukasýningum? Allavega ekki hika heldur vippaðu þér beint inna www.tix.is og bókaðu miða á Gísla á Uppsölum í Þjóðleikhúsinu. 

Gagnrýnendur hafa ekki síður verið hrifnir af sýningunni. Morgunblaðið gaf sýningunni 4 stjörnur, rýnir Víðsjá á Rás eitt var einnig stórhrifinn og gaf leiknum bestu einkun, sem og rýnir Fréttablaðsins sem hafði þó stjörnurnar aðeins þrjár. Gaggarar Kastljóssins fara ávallt eigin leiðir í sínu gaggi verst hvað maður á erfitt með að skilja þá og hvað þá umjónarmanninn er hann kannski gaggarinn? 

Ekki missa af Gísla á Uppsölum í Þjóðleikhúsinu í febrúar. 

mánudagurinn 23. janúar 2017

Gísli uppseldur í Þjóðleikhúsinu

Uppselt hefur verið á allar sýningarnar í Þjóðleikhúsinu
Uppselt hefur verið á allar sýningarnar í Þjóðleikhúsinu

Uppselt hefur verið að allar sýningar á Gísla á Uppsölum í Þjóðleikhúsinu. Næsta sýning er á miðvikudag og það er einnig orðið uppselt á hana. Því hefur verið ákveðið að bæta við þremur aukasýningum í febrúar. Sunnudaginn 5. febrúar kl.14, miðvikudaginn 8. og fimmtudaginn 9. febrúar kl.19.30 báða dagana. Miðasala á aukasýningarnar er hafin og gengur sérlega vel þannig að nú er bara að ná sér í miða. Miðasala fer fram á www.tix.is einnig er hægt að hringja í miðasölusíma Þjóðleikhússins 551 1200.

Upphaflega stóð til að sýningar í Þjóðleikhúsinu á Gísla á Uppsölum yrðu 3 en nú eru komnar 10 á dagatalið og stefnir jafnvel í ennfleiri. Leikurinn hefur fengið afar góða dóma og gaf gagnrýnandi Morgunblaðsins sýningunni einar 4 stjörnur. 

Gaman er að geta þess að Kómedíuleihúsið hefur nú þegar þegið boð frá stöðum um land allt næstu misserin hvar Gísli á Uppsölum verður sýndur. Við hlökkum til stundarinnar um land allt. 

Gísli búinn að fylla 4 sýningar í leikhúsi þjóðarinnar
Gísli búinn að fylla 4 sýningar í leikhúsi þjóðarinnar

Hinn dásmlega föstudaginn 13. janúar hefjast sýningar á Gísla á Uppsölum í Þjóðleikhúsinu. Leikurinn hefur farið sigurför um landið síðan í haust og hlotið einlæglegar viðtökur. Óhætt er að segja að mikil spenna sé í landinu enda er þetta í fyrsta sinn sem Kómedíuleikhúsið sýnir í leikhúsi þjóðarinnar. Það er mikil eftirvænting meðal áhorfenda því nú þegar er uppselt á fyrstu fjórar sýningarnar á Gísla á Uppsölum í Þjóðleikhúsinu. Upphaflega stóð til að sýningar yrðu aðeins 3 en nú eru þær orðnar 6 og jafnvel verður enn bætt við sýningum. 

Miðasala fer fram á www.tix.is og í miðasölusíma Þjóðleikhússins 551 1200

 

Sýningar á Gísla á Uppsölum í Þjóðleikhúsinu

1. sýning föstudaginn 13. janúar kl.19.30 UPPSELT

2. sýning sunnudaginn 15. janúar kl.14.00 UPPSELT

3. sýning miðvikudaginn 18. janúar kl.19.30 UPPSELT

4. sýning föstudaginn 20. janúar kl.19.30 UPPSELT

5. sýning sunnudaginn 22. janúar kl.14.00

6. sýning miðvikudaginn 25. janúar kl.19.30

Eldri færslur