fimmtudagurinn 19. desember 2019
Leppalúði á jólum á Þingeyri
Jólaleikritið Leppalúði verður sýnt á leikhúseyrinni Þingeyri á jólum. Sýnt verður sunnudaginn 29. desember kl.14.00 í Félagsheimilinu á Þingeyri. Miðasala er þegar hafin í síma 891 7025. Miðaverð er aðeins 2.500.- krónur.
Leikritið Leppalúði var frumsýnt 13. nóvember síðastliðin á Tálknafirði. Síðan þá hefur leikurinn verið sýndur víða um land við hinar mætustu viðtökur. Vart þarf að geta þess að Leppalúði er í aðalhlutverki í þessari sýningu. Ekki nóg með það heldur er hann í eina hlutverki leiksins. Það er nefnilega þannig að Leppalúði vaknar fyrstur allra í Grýluhelli. Á undan konu sinni Grýlu og jólasveinum öllum. Afhverju vaknar hann einn? Og afhverju er hann svo spenntur fyrir að vera sá eini sem er vakandi í Grýluhelli. Jú, því þá getur hann gert það sem honum finnst skemmtilegast að gera og það er að gera ekki neitt.
19.10.2021 / 11:32
Leiksýningar til sölu
Vantar þig leiksýningu fyrir hátíðina, hópinn, fyrirtækið eða mannamótið. Við höfum úrval leiksýninga í boði fyrir þig og sýnum um land allt. Nánari upplýsingar í síma: 891 7025 eða á komedia@komedia.is Kómedíuleikhúsið - leikhúsið í vestri Bakkabræður - Dimmalimm -... Meira10.09.2021 / 11:06