föstudagurinn 29. nóvember 2019
Næstu sýningar á Leppalúða
Kómedíuleikhúsið heldur áfram að ferðast með jólaleikrit ársins Leppalúði. Næstu sýningar á Leppalúða verða sem hér segir. Búðardal á þriðjudag, Borgarnesi miðvikudag, Hólmavík fimmtudag og á leikhúseyrinni Þingeyri á helginni. Uppselt er á sýninguna í Búðardal en laust á hinar sýningarnar. Miðasala fer fram á sýningarstað. Miðaverð aðeins 2.500. - kr.
Jólaleikritið Leppalúði var frumsýnt á Tálknafirði 13. nóvember síðast liðin og hefur verið sýndur víða síðan við hinar fínustu viðtökur. Höfundur og leikari er Elfar Logi Hannesson og leikstjórn annast Marsibil G. Kristjánsdóttir.
19.10.2021 / 11:32
Leiksýningar til sölu
Vantar þig leiksýningu fyrir hátíðina, hópinn, fyrirtækið eða mannamótið. Við höfum úrval leiksýninga í boði fyrir þig og sýnum um land allt. Nánari upplýsingar í síma: 891 7025 eða á komedia@komedia.is Kómedíuleikhúsið - leikhúsið í vestri Bakkabræður - Dimmalimm -... Meira10.09.2021 / 11:06