föstudagurinn 5. júlí 2013

Sigvaldi Kaldalóns á Ţjóđlagahátíđ

Sigvaldi á Ţjóđlagahátíđ
Sigvaldi á Ţjóđlagahátíđ

Hin vinsæla sýning Sigvaldi Kaldalóns verður sýnd á hinni árlegu og mörgumtöluðu Þjóðlagahátíð á Siglufirði nú um helgina. Hátíðin hefur fyrir löngu stimplað sig vel inní menningarlíf landsins enda er hér á ferðinni vönduð hátíð sem bíður uppá fjölbreytta þjóðlagalist. Leikritið Sigvaldi Kaldalóns verður sýnt í kvöld föstudag kl.20 í Siglufjarðarkirkju. 

Eftir þessa skemmtilegu norðanferð með Sigvalda verður farið í heimahaga söguhetjunnar eða í Dalbæ á Snæfjallaströnd þar næsta bæ við Kaldalón og Ármúla. Sú sýning verður á sérstakri Kaldalóns hátíð þar í sveit sem fer fram sunnudaginn 14. júlí. 

ţriđjudagurinn 2. júlí 2013

Skrímsli á leiđ í verslanir

Skrímslasögur fást í verslunum um land allt
Skrímslasögur fást í verslunum um land allt

Þá er tólfta hljóðbók okkar komin út og enn á ný leitum við í hinn magnaða þjóðsagnaarf okkar. Nú eru það skrímslin. Já, nú er komin út hljóðbókin Skrímslasögur sem inniheldur mangaðar sögur af skrímslum þjóðarinnar. Víst hafa skrímslin verið á meðal okkar allt frá örófi alda eða allavega strax frá landnámi þegar fyrst fréttist af einhverjum óvættum í sjó og vötnum á Íslandi. Alls eru sögurnar 31 á hljóðbókinni Skrímslasögur og eru þar m.a. sögur af hinum mögnuðu skrímslum Lagarfljótsorminum og Krosseyrarskrímslinu.

Skrímslasögur er hægt að panta á heimasíðu Kómedíuleikhússins komedia.is og það er frí heimsending hvert á land sem er. Einnig eru Skrímslasögur væntanlegar í Eymdundsson, Vestfirzku verzlunina sem og í verslanir um land allt. 

Skrímslasögur frábærar í ferðalagið. 

miđvikudagurinn 26. júní 2013

Búkolla á Bíldudals grćnum

Listamađurinn Muggur ólst uppá Bíldudal
Listamađurinn Muggur ólst uppá Bíldudal

Núna um helgina verður stuð í Arnarfirði og þá sérílagi á Bíldudal því þar verður haldin bæjar-og menningarhátíðin Bíldudals grænar. Glöggir fatta hér líklega að nafngiftin er sótt í hinar sögufrægu Bíldudals grænar baunir sem voru lengi framleiddar þar ásamt handsteiktum kjötbollum og fleiru gúmmelaði. Á Bíldudals grænum verður allt vaðandi í menningu og í aðalhlutverki verða Arnfirðingar sjálfir. Kómedíuleikarinn er einn af þessum ofvirku Arnfirðingum og því kom ekki annað til greina en að skella sér með eins og eina leiksýningu á hátíðina. Við ætlum að koma okkur fyrir í garðinum í Birkihlíðinni, æskuheimili þess kómíska, og sýna ævintýraleikinn vinsæla Búkolla - Ævintýraheimur Muggs. Sýnt verður á laugardaginn, 29. júní kl.15, og aðgöngumiðinn kostar ekki nema einn þúsara. 

Það er vel við hæfi að sýna þessa sýningu sem er helguð minningu Muggs sem stundum er nefndur Bíldudalsprinsinn. Enda var hann sonur Bíldudalskóngsins Péturs J. Thorsteinssonar og þarna ólst prinsinn upp og upplifði ævintýri Bíldudals og Arnarfjarðar.  

mánudagurinn 24. júní 2013

Kaldalóns á Hlíf

Elfar Logi og Dagný Arnalds í hluttverkum sínum í Sigvaldi Kaldalóns
Elfar Logi og Dagný Arnalds í hluttverkum sínum í Sigvaldi Kaldalóns

Kómedíuleikhúsið býður íbúm á Hlíf uppá leiksýningu á þriðjudag. Það er hin vinsæli leikur Sigvaldi Kaldalóns sem verður á fjölunum. Sýningin hefst kl.15 og verður gaman að sýna á Hlíf enda móttökur þar ávallt frábærar. 

Leikurinn um Sigvalda Kaldalóns var frumfluttur síðla vetrar í Hörmum Ísafirði og hlaut strax góðar viðtökur áhorfenda. Síðan þá hafa verið nokkrar sýningar og á næstunni verður farið í tvær leikferðir. Fyrst ber að nefna sýningu á hinni frábæru Þjóðlagahátíð á Siglufirði. Sýnt verður föstudaginn 5. júlí í Siglufjarðarkirkju og hefst leikurinn kl.20. Skömmu síðar eða þann 14. júlí verður farið á söguslóðir verksins. Allaleið í Dalbæ á Snæfjallaströnd, þar næsta bæ eða svo frá Ármúla þar sem Sigvaldi átti heima. Leikurinn hefst kl.18 sunnudaginn 14. júlí og er miðaverð aðeins 1.900.- kr. Miðasala er þegar hafin í síma 8917025. 

Ævintýrið um Sigvalda Kaldalóns er greinilega bara rétt að byrja. 

föstudagurinn 14. júní 2013

Hljóđbók í ferđalagiđ

Ţjóđlegu hljóđćkurnar eru margar og hér er bara brot af úrvalinu
Ţjóđlegu hljóđćkurnar eru margar og hér er bara brot af úrvalinu

Sumarið er tíminn, einsog söngvaskáldið söng hér áður og fyrrum, meira annars hve algengt er að vitna í skáld í skrifum. Já nú eru margir á ferð og flugi enda veðrið til þess sól og sumar og bara gaman. Það er löngu vitað að einn skemmtilegasti ferðafélaginn er hljóðbókin. Fátt er betra en að hlýða á góða sögu meðan ekið eða ferðast er um okkar fallega land. Hvað þá þegar um er að ræða okkar þjóðlega fróðleik og gullnámu gömlu góðu þjóðsögurnar. Kómedíuleikhúsið hefur gefið út tíu Þjóðlegar hljóðbækur sem allar innihalda mangaðar þjóðsögur. Þjóðlegu hljóðbækurnar fást hér á heimasíðunn og einnig á útsölustöðum um land allt.

Taktu ferðalagið alla leið og hafðu með þér Þjóðlega hljóðbók í ferðalagið. 

mánudagurinn 10. júní 2013

Skrímslasögur

Úr sýningunni okkar Skrímsli sem var sett upp fyrir nokkrum árum
Úr sýningunni okkar Skrímsli sem var sett upp fyrir nokkrum árum

Skrímsli hafa sannarlega verið ,,inni" einsog nútímamaðurinn segir þegar eitthvað er í tísku. Ætli þetta æði hafi ekki byrjað með Skrímsli ehf frá Disney samsteypunni. Hér á landi hafa bækur um skrímsli notið mikilla vinsælda undanfarin ár og meira að segja hefur verið opnað sérstakt skrímslasafn á Bíldudal en Arnarfjörður ku vera mekka skrímsla á Íslandi.

Gömlu góðu íslensku þjóðsögurnar geyma stórkostlegan sjóð af krassandi skrímslasögum. Nú höfum við safnað saman úrvali af þessum sögnum og lesið inná hljóðbók sem er væntanleg núna í júní. Sögurnar eru sóttar í hin ýmsu þjóðsagnasöfn og þá einkum frá þeim meisturum Jóni Árnasyni og Sigfúsi Sigfússyni. Víst eru skrímslin fjölbreytt einsog mannfólkið en flest koma þau úr sjó og vötnum. Á hljóðbókinnni Skrímslasögur eru margar magnaðar sögur af skrímslum má þar nefna Lagarfljótsorminn og Krosseyrarskrímslið. 

Hljóðbókin Skrímslasögur kemur út um og eftir Þjóðhátíðardag og mun fást hér á heimasíðunn sem og í verslunum um land allt. 

Sýnt var í gamlli norskri hlöđu
Sýnt var í gamlli norskri hlöđu

Kómedíuleikhúsið er rétt komið aftur vestur til síns heima eftir einstaka og sérlega vel heppnaða leikferð til Noregs. Var þetta um margt með merkilegri leikferðum sem Kómedían hefur farið og hafa þó nokkrar sögulegar ferðir verið farnar t.d. til Albaníu. Að þessu sinni var farið til Súrnadals heimahérað aðalpersónu vors vinsælasta leiks nefnilega Gísli Súrsson. Það var í Súrnadal í Noregi sem kappinn Gísli sleit sínum bernskuskóm og gerði reyndar aðeins meira en það því hann varð að flýja land eftir átök í Súrnadal og fór þá til Íslands nánar til tekið í Haukadal í Dýrafirði. Þar er alveg ljóst að Gísli var smekkmaður góður því Súrnadalur er stórfagur rétt einsog Haukadalur og Geirþjófsfjörður þar sem Gísli átti bækistöð á sínum frækna flótta. 

Verðlaunaleikurinn Gísli Súrsson var sýndur þrívegis í Súrnadal í Noregi. Aldursbil áhorfenda var í raun allur skalinn því tvær sýningar voru fyrir framtíð Súrnadals, nemendur skólana, og svo var ein almenn sýning. Íbúar Súrnadals hafa lang flestir heyrt af sínum fræga syni Gísla Súrssyni en fæstir þekktu þó söguna til hlýtar. Vissu jú að hann væri frá Súrnadal og að hann hafi orðið að flýja land sökum átaka í dalnum. Þá hafi hann farið til Íslands og ekki var það nú mikið meira sem Súrdælir vissu. Hinsvegar voru allir mjög áhugasamir um að heyra af þessum kappa og það er náttúrulega bara alveg frábært. Svona getur nú leikhúsið verið mikilvægt í samtíma vorum og átt þátt í að kynna meira en þúsund ára sögu fyrir nútímamanninum og það í Noregi. En segir ekki einhversstaðar að ,,öll veröldin sé leiksvið"? 

Móttökur í Súrnadal voru alveg frábærar á allan hátt og eru Súrdælir hinir bestu gestgjafar. Slíkur var áhuginn að sýningum loknum að það kæmi okkur ekki á óvart að þess verði skammt að bíða að til Vestfjarða komi góðir gestir úr Súrnadal. Erindið jú að ganga á slóðir syni Súrnadals Gísla nokkurs Súrssonar. 

Með þessari alls ekki súru frétt eru myndir frá ferð okkar til Súrnadals. 

Ásthildur Sturludóttir bćjarstjóri Vesturbyggđar og Elfar Logi Hannesson leikhússtjóri munda pennana á Patró
Ásthildur Sturludóttir bćjarstjóri Vesturbyggđar og Elfar Logi Hannesson leikhússtjóri munda pennana á Patró

Það var sannarlega kómískur dagur á laugardag, 11. maí, á Patreksfirði og mikið um að vera. Þá var undirritaður verkefnasamningur milli Kómedíuleikhússins og Vesturbyggðar. Samningurinn felst í því að á árinu mun Vestubyggð versla af Kómedíuleikhúsinu þrjú verkefni til handa íbúum Vesturbyggðar. Verkefnin eru ein leiksýning fyrir leikskólabörn Vesturbyggðar, ein sýning fyrir grunnskólanema Vesturbyggðar og loks ein menningaruppákoma fyrir eldri/heldri borgara Vesturbyggðar. Þetta er sannarlega ánægjulegt og sérlega finnst okkur skemmtilegt að fá að koma svona oft í þessa byggð sem sannarlega er í miklum vexti og almennt bjart yfir byggðinni sem og íbúum Vesturbyggðar.

Þetta er þriðji verkefnasamningurinn sem Kómedíuleikhúsið gerir við sveitarfélög á Vestfjörðum. Um daginn var gerður samningur við Súðavík en það var Ísafjarðarbær sem reið á vaðið og hefur sá samingur verið í gangi í nokkur ár. Loks má geta þess að Kómedíuleikhúsið er að ræða við fleiri sveitarfélög um listrænan verkefnasamning, ekki bara á Vestfjörðum heldur og víðar um landið. Svo nú krossum við bara fingur og vonumst til að geta stungið pennan niður víðar á næstu misserum. 

mánudagurinn 13. maí 2013

Gísli Súrsson fer heim í Súrnadal

Loksins kemst Gísli aftur heim
Loksins kemst Gísli aftur heim

Verðlaunaleikurinn Gísli Súrsson hefur farið víða frá því leikurinn var frumsýndur árið 2005. Um allt Ísland fyrir vestan, austan, norðan og sunnan. Um Evrópu í Albaníu, Luxemburg og tvívegis í Þýskalandi. Enn er sýningin í landvinningum því í vikunni bætist Noregur í sýningarbókhald Gísla Súrssonar. Ekki nóg með það heldur er í raun verið að fara með Gísla heim því sýnt verður í hans fæðingarbæ nefnilega Súrnadal í Noregi. 

Árlega er haldin mikil menningarveisla í Súrnadal í Noregi sem nefnist Varsöghelga. Þar er boðið uppá menningu og listir alla daga. Leikritið um Gísla Súrsson verður sýnt tvívegis á þessari hátíð sem fram fer í þessari viku. Einnig verða sýnd brot og kynningar á leikverkinu á hátíðinni. Það verður sannarlega gaman að sýna þessa einstöku sýningu okkar í heimahögum sögupersónunnar. Nú eigum við bara eftir að sýna í Hergilsey þá höfum við sýnt Gísla á öllum helstu sögustöðum þess Súra. 

mánudagurinn 6. maí 2013

Kaldalóns á Vatnasafninu

Leikritiđ hefur sannarlega fengiđ dúndur góđar viđtökur og ađsókn
Leikritiđ hefur sannarlega fengiđ dúndur góđar viđtökur og ađsókn

Nýjasta leikverk Kómedíuleikhússins Sigvaldi Kaldalóns hefur fengið stókostlegar viðtökur. Upphaflega átti bara að sýna 2-3 sýningar en það styttist brátt í tuginn í sýningarfjölda og meira framundan. Enn á ný leggjum við land undir fót og nú tökum við ekki hús einsog við erum vön heldur heilt safn undir okkur. Á fimmtudag 9. maí, Uppstingingardag, verður leikritið Sigvaldi Kaldalóns sýnt í hinu einstaka Vatnasafni í Stykkishólmi. Sýningin hefst kl.20 og er miðasala á staðnum. 

Höfundur og leikari sýningarinnar Sigvaldi Kaldalóns er Elfar Logi Hannesson. Aldrei þessu vant er hann ekki einn á senunni því með honum er hin hæfileikaríka tónlistarskona Dagný Arnalds sem gerir allt í senn leikur, syngur og spilar á klaverið alveg einsog engill. Leikurinn var frumsýndur í Hömrum í lok febrúar og sýndur þar fyrir smekkfullu húsi fimm sinnum. Eftir það hafa sýningar verið bæði á Þingeyri og í Saurbæ, á hinni árlegu Jörfagleði í Dölunum. Sýningin á Sigvalda Kaldalóns í Vatnasafninu í Stykkishólmi núna á fimmtudag er sú áttunda. Í sumar verður svo farið á söguslóðir verksins þegar sýnt verður í Dalbæ á Snæfjallaströnd í byrjun júlí. Skömmu síðar verður Sigvaldi Kaldalóns á dagskrá hinnar vönduðu og vinsælu Þjóðlagahátíðar á Siglufirði. Ekki er allt talið en við hættum samt að telja hér og komum með fleiri fréttir af sýningunni Sigvaldi Kaldalóns síðar. 

Eldri fćrslur