þriðjudagurinn 26. nóvember 2013
Ný jólaljóðabók Um jólin
Kómedíuleikhúsið í samstarfi við Þórarinn Hannesson, forstöðumann Ljóðaseturs Íslands, hefur gefið út nýja jólaljóðabók. Þetta einstaka jólaljóðakver heitir Um jólin og hefur að geyma fjölbreytt jólaljóð. Hér er kveðið um jólatréð, jólabaksturinn, Grýlu og karlana hennar, vestfirska jólavætti, þrettándann, skötuna sem margir snæða á Þorláksmessu og Þorlák helga sem Þorláksmessa er kennd við. Ættu ljóðin að veita börnum á öllum aldri jafnt skemmtun sem fróðleik.
Höfundur jólaljóðanna í jólakverinu Um jólin er Þórarinn Hannesson og er kverið glæsilega myndskreytt af Marsibil Kristjánsdóttur frá Þingeyri. Gaman er að geta þess að bæði hafa þau verið útnefnd bæjarlistamenn í sínum héruðum. Þórarinn var bæjarlistamaður Fjallabyggðar árið 2013 og Marsibil var bæjarlistamaður Ísafjarðarbæjar árið 2009.
Jólaljóðakverið fæst í verslunum Eymundsson um land allt sem og völdum verslunum um land allt.
19.10.2021 / 11:32
Leiksýningar til sölu
Vantar þig leiksýningu fyrir hátíðina, hópinn, fyrirtækið eða mannamótið. Við höfum úrval leiksýninga í boði fyrir þig og sýnum um land allt. Nánari upplýsingar í síma: 891 7025 eða á komedia@komedia.is Kómedíuleikhúsið - leikhúsið í vestri Bakkabræður - Dimmalimm -... Meira10.09.2021 / 11:06