mánudagurinn 9. desember 2013
Bjálfansbarnið í Simbahöllinni á Þingeyri
Kómedíuleikhúsið sýnir jólaleikritið vinsæla Bjálfansbarnið og bræður hans á Þingeyri á laugardag 14. desember. Sýnt verður í hinu frábæra kaffihúsi Simbahöllinni. Kaffihúsið opnar kl.15 með gómsætum veitingum. Leiksýniningin sjálf hefst svo klukkutíma síðar eða kl.16. Miðaverð er aðeins 1.500.- kr fyrir börn á öllum aldri.
Jólaleikritið Bjálfansbarnið og bræður hans fjallar um vestfirsku jólasveinana. Nútímamaðurinn hefur lítið heyrt af þessum sveinum enda hafa þeir ekki komið til byggða í ein hundrað ár. Það má því búast við miklu stuði þegar Bjálfansbarnið og bræður hans mæta til leiks að nýju og mjög líklegt að þeir muni mála bæinn rauðan að hætti bræðra sinna. Þetta eru þriðju jólin í röð sem jólaleikritið Bjálfansbarnið er sýnt. Leikritið hefur fengið frábærar viðtökur enda er hér á ferðinni fjörugt jólaleikrit fyrir börn á öllum aldri.
19.10.2021 / 11:32
Leiksýningar til sölu
Vantar þig leiksýningu fyrir hátíðina, hópinn, fyrirtækið eða mannamótið. Við höfum úrval leiksýninga í boði fyrir þig og sýnum um land allt. Nánari upplýsingar í síma: 891 7025 eða á komedia@komedia.is Kómedíuleikhúsið - leikhúsið í vestri Bakkabræður - Dimmalimm -... Meira10.09.2021 / 11:06