mánudagurinn 23. nóvember 2020

Gjafakort í Kómedíuleikhúsiğ

Gísli á Uppsölum er meğal sıninga sem verğa á fjölunum á komandi leikári
Gísli á Uppsölum er meğal sıninga sem verğa á fjölunum á komandi leikári

Jólagjöfin í ár

Gjafakort í Kómedíuleikhúsið Haukadal. Þú velur fjölda miða því fleiri því betri kjör.


2 miða gjafakort 7.000.- krónur. (fullt verð 8.000.- kr)
4 miða gjafakort 12.800.- krónur (fullt verð 16.000.- kr)
6 miða gjafakort 16.800.- krónur (fullt verð 24.000.- kr)
8 miða gjafakort 20.000.- krónur (fullt verð 32.000.- kr)

 

Pantanir í síma 891 7025. Einnig hægt að senda tölvupóst komedia@komedia.is

mánudagurinn 2. nóvember 2020

Kómedíuleikhúsiğ á óvssutímum

Bakkabræğur tveir bíğa bara şağ kemur ağ sıningu einn daginn
Bakkabræğur tveir bíğa bara şağ kemur ağ sıningu einn daginn

Veiruskömmin hefur haft verulega áhrif á starfsemi okkar í Kómedíuleikhúsinu einsog hjá lang flestum fyrirtækjum þessa lands. Fjölmargar sýningar hafa verið afbókaðar og einsog staðan er núna er leiksýningahald bannað. Við rétt náðum að frumsýna nýjasta verk okkar Beðið eftir Beckett sem var styrkt af Leiklistarráði. Sýningar urðu þó ekki eins margar og stefnt var að enda urðum við að ljúka sýningum vegna Kóvítans. Núna í nóvember ætluðum við að frumsýna nýtt barnaleikrit, Bakkabræður. Ljóst er að það er ekki hægt sökum, say nó more. Nú, svo var stefnt á frumsýningu í lok janúar 2021 en nú teljum við að það sé einnig óraunhæft. Sökum... En við vonumst til þess að geta frumsýnt Bakkabræður í vor, helst á páskum 2021. Lofum þó engu. 

Við erum þó síður en svo verkefnalaus og höfum notað þessa einstöku tíma til að sinna viðhaldsverkum. Í leikhúsinu okkar í Haukadal er verið að taka salernisaðstöðuna í gegn bæði mála og svo á skipta um gólfefni. Einnig er verið að mála Gísla Súrsson leikmyndina en það er líklega í 4 sinn sem það er gert. Það starf fer fram í Leiklistarmiðstöð okkar á Þingeyri og þar er margt annað í gangi. Leikari leikhússins vinnur nú að ritsmíðum sem aldrei fyrr einum þremur bókverkum sem allar tengjast vestfirskri listasögu. Kómedíuleikhúsið mun gefa út þær bækur þegar þar að kemur. Vinna við Bakkabræður heldur áfram bæði hvað varðar brúður, leikmynd og hljóðheim sýningarinnar. 

Á nýju ári leggjum við svo í nýtt ævintýri. Tvö af leikritum okkar verða tekin upp sem útvarpsleikrit og verða síðan aðgengileg fyrir notendur hins vinsæla Storytel. Upptökur á leikjunum fer fram í leikhúsinu okkar í Haukadal. Ef vel verður tekið í þessa nýjung okkar er stefnt að því að taka upp fleiri leikverk og miðla á streymi Storytel. 

Víst stöndum við á margvíslegum tímamótum og næsta víst að það getur allt gerst. Við viljum leita allra leiða til að halda úti starfsemi eina atvinnuleikhús Vestfjarða því ef hlé væri gert á starfseminni er mjög ólíklegt að hún hæfist aftur sérlega ef hléið mundi dragast á langinn einsog allt lítur út núna. 

Við viljum því huxa með opinn hausinn og erum vel tilbúin að fást við ný verk á listasviðinu og tryggja okkur þannig starfið sem starfsemina til framtíðar. Hver veit nema við förum bara að vinna enn meira efni fyrir hljóð og mynd. 

fimmtudagurinn 15. október 2020

Enn er beğiğ í Haukadal

Beğiğ eftir Becektt
Beğiğ eftir Becektt

Kómedíuleikhúsið frumsýndi í lok ágúst Beðið eftir Beckett í Haukadal Dýrafirði. Síðan þá hefur leikurinn verið sýndur nokkra ganga í Haukadalnum og nú síðast var fullt hús. Svo því hefur verið ákveðið að bæta við tveimur aukasýningum. Fyrri sýningin verður miðvikudaginn 21. október kl.20.00 og daginn eftir verður önnur aukasýning sem einnig hefst kl.20.00.

Beðið eftir Beckett er 48. leikverkefni Kómedíuleikhússins. Einsog nafnið gefur til kynna þá er efni leiksins leikskáldið Beckett, Saumel Beckett. Í leiknum hittum við fyrir leikara sem er að doka eftir því að Beckett semji fyrir sig nýtt hlutverk. Meðan á biðinni stendur styttir hann dokið með því að rifja upp gömlu leikritin hans Becketts, gömlu hlutverkin. Samuel Beckett er meðal fremstu leikskálda síðustu aldar og er þekktasta verk hans Beðið eftir Godot.

Leikarinn í sýningunni er Elfar Logi Hannesson en einnig kemur við sögu sendiboði sem er túlkaður af ungum og efnilegum leikara á Þingeyri, Þrym Rafn Andersen. Leikmynd og búninga hannaði Marsibil G. Kristjánsdóttir og höfundur tónlistar er Hjörleifur Valsson. Höfundur og leikstjóri er Trausti Ólafsson.

Miðasala á aukasýningarnar tvær, miðvikudaginn 21. október og fimmtudaginn 22. október, er þegar hafin í miðasölusíma Kómedíuleikhússins 891 7025. Miðasala fer einnig fram á tix.is.

şriğjudagurinn 6. október 2020

Aukasıning á Beğiğ eftir Becektt í Haukadal

Aukasıning á Beğiğ eftir Beckett 7. október í Haukadal
Aukasıning á Beğiğ eftir Beckett 7. október í Haukadal

Það verður aukasýning á Beðið eftir Beckett í leikhúsinu okkar í Haukadal miðvikudaginn 7. október. Til stóð að hafa aðra aukasýningu í kveld þriðjudag, en því miður þarf að aflýsa henni þar sem leikmyndin okkar fór á flakk. Við vorum að sýna á Egilsstöðum um daginn og í gær var leikmyndin komin suður og á leið í flutningabíl vestur. En á einhvern stór kómískan hátt fór leikmyndin aftur austur á Egilsstaði. Þegar þetta er ritað er hin umtalaða leikmynd í háloftunum á leið suður og kemur svo fljúgandi til síns heima hingað vestur. 

Í tilefni af þessu og tilverunni almennt erum við með sérstakt tilboð á aukasýninguna á miðvikudag 7. október. Tveir fyrir einn. Já, þú bókar tvo miða en borgar aðeins fyrir einn. Aðeins bókanlegt í miðasölusíma okkar 891 7025. 

Leiksýningin Beðið eftir Beckett hefur fengið þessar fínu viðtökur áhorfenda. Auk þess að vera sýnd í leikhúsinu okkar í Haukadal hefur leikurinn einnig verið sýndur í Reykjavík, Eskifirði og á Egilsstöðum einsog frægt er orðið. Höfundur og leikstjóri Beðið eftir Beckett er Trausti Ólafsson. Leikari er Elfar Logi Hannesson og einnig kemur sérstakur gestaleikari fram á aukasýningunni á miðvikudag hinn ungi og efnlegi dýrfirski leikari Þrymur Rafn Andersen. Höfundur búninga og leikmyndar er Marsibil G. Kristjánsdóttir og Hjörleifur Valsson semur tónlistina. 

Eflum atvinnuleikhús Vestfjarða með því að mæta í leikhúsið það skilar sér lang best. 

mánudagurinn 24. ágúst 2020

Sıningar á Beğiğ eftir Beckett

Miğasölusími: 891 7025
Miğasölusími: 891 7025

Kómedíuleikhúsið sýnir leikritið Beðið eftir Beckett í Haukadal. Sérlega takmarkaður sætafjöldi vegna Kóvítans. Miðasala hafin í síma: 891 7025.

Frumsýning sun. 30. ágúst kl.20.01 UPPSELT

2. sýn. mán. 31. ágúst kl.20.02 

3. sýning. þri. 1. september kl.20.03

 

Miðasala fer aðeins fram í síma 891 7025. 

laugardagurinn 22. ágúst 2020

Beğiğ eftir Beckett 30. ágúst

Miğasala hefst á mánudag
Miğasala hefst á mánudag

Kómedíuleikhúsið frumsýnir sunnudaginn 30. ágúst í leikhúsi sínu í Haukadal Dýrafirði nýtt leikrit, Beðið eftir Beckett. Leikur þessi er um margt einstakur fyrir það fyrsta varð tilurð hans þegar öllum leikhúsum var lokað sökum Kóvítans og leikhúsfólkið hefði ekkert betra að gera en að æfa. Reyndar höfðu Kómedíuleikarinn, Elfar Logi, og Trausti Ólafsson, höfundur leiksins, lengi rætt það að gera lekskáldinu Samuel Beckett skil á íslensku leiksviði. Sko og svo, það skapast tækifæri í hverri stöðu. Trausti settist við og ritaði leikritið og í vor hófust svo æfingar rafrænt. Þar sem leikarinn var í leikhúsinu okkar hér vestra og lék fyrir framan tölvu og við aðra tölvu í Reykjavík sat Trausti og leikstýrði. Æfingar í raunheimum hófust síðan í sumar og svo aftur í ágúst. Nú er biðin loks á enda því Beðið eftir Beckett verður frumsýnt í Kómedíuleikhúsinu Haukadal 30. ágúst einsog getið var í upphafi.

Auk Elfars Loga og Trausta koma listamennirnir Marsibil G. Kristjánsdóttir og Hjörleifur Valsson að uppsetningunni. Marsibil hannar búninga og leikmynd en Hjörleifur semur tónlist fyrir leikverkið. Siguvald Ívar Helgason hannar lýsingu og loks kemur ungur dýrfirskur leikari við sögu í leiknum. Sá heitir Þrymur Rafn Andersen og er í hlutverki Sendiboða. Stefnan er sett á að fara með leikverið víðar um landið og þá munu aðrir ungir leikarar bregða sér í hlutverk Sendiboðans.

Sökum Kóvítans verður sérlega góðmennt í leikhúsinu hverju sinni því hefur verið ákveðið að hafa þrjár sýningar í röð í Haukadal. Fyrst sunnudaginn 30. ágúst svo daginn eftir 31. ágúst og loks þriðjudaginn 1. september. Allar sýningarnar hefjast kl.20.00 og eru aðeins örfá sæti í boði á hverja sýningu. Miðasala hefst mánudaginn 24. ágúst. Miðasölusíminn er 891 7025. 

Mennta og menningarmálaráðuneytið styrkir uppsetninguna á Beðið eftir Beckett, einlægar þakkir fyrir traustið. 

mánudagurinn 15. júní 2020

Iğunn og eplin á 17 júní

Ókeypis í leikhús á ísó
Ókeypis í leikhús á ísó

Kómedíuleikhúsið sýnir leikritið Iðunn og eplin við Byggðasafnið á Ísafirði merkisdaginn 17. júní komandi. Sýningin hefst kl.14.00 og er aðgangur ókeypis. Leikritið Iðunn og epliln var frumsýnt í Grunnskóla Flateyrar fyrr í vetur og hefur síðan verið sýnt víða í skólum. Einsog nafnið gefur til kynna er hér sótt í hinn norræna goðaheim. Heimdallur, varðmaður goða og gyðja, segir okkur sögur úr Ásgarði. Að þessu sinni er það sagan af því þegar Iðunni og gulleplum hennar var rænt. Höfundur og leikari er Elfar Logi Hannesson, leikstjórn, leikmynd, brúður og grímur gerði Marsibil G. Kristjánsdóttir.

Sýningin á 17. júní er liður í tvíhliðasamningi Kómedíuleikhússins við Ísafjarðarbæ. 

fimmtudagurinn 7. maí 2020

Kómedíuleikhúsiğ í áskrift

Kómedían í áskrift
Kómedían í áskrift

Nú getur þú komið í bakland Kómedíuleikhússins með því að styrkja leikhúsið með mánðarlegu framlagi. Það er einfalt að koma í áskrfit þú ferð bara inná fjármögununarsíðuna karolinafund.com og þar getur þú valið þér upphæð að vild. Einsog við segjum í leikhúsinu þá eru öll hlutverkin jafn mikilvæg. Það eru ýmsir möguleikar í áskriftinni þannig getur gerst:

Hvíslari fyrir 990.- kr. á mánuði

Miðasölustjóri fyrir 1.980.-kr mánuði

Leikmyndahönnuður fyrir 4.125.-kr á mánuði

Ljóshönnuður fyrir 5.280.- kr. á mánuði

Leikstjóri fyrir 8.910.- kr. á mánuði

Leikari fyrir 16.500.- kr á mánuði

 

Með því að leggja okkur lið þá eruð þið að efla eina atvinnuleikhús Vestfjarða með einstökum hætti. Mikið rosalega þykir okkur vænt um það.

 

Komedu í Kómedíuleikhúsáskrift á www.karolinafund.com 

miğvikudagurinn 29. apríl 2020

Viğ sınum şar sem engin bır

Viğ sınum şar sem engin bır
Viğ sınum şar sem engin bır

Á einstökum tímum þarf að grípa til einstakra ráða. Þema þessa leikhússumars verður að sýna þar sem engin býr. Munum við hefja leik 4. júní í Haukadal í Dýrafirði, þar sem engin býr, og sýna Gísla á Uppsölum. Í lok júní sýnum við í öðrum íbúalausum dal í Selárdal í Arnarfirði. Þar sýnum við Listamaninn með barnshjartað í kirkju listamannsins. Miðasala hefst í maí.

Nú er bara spurningin. Ætli einhver mæti?

fimmtudagurinn 23. apríl 2020

Gleğilegt leikhússumar

Gísli á Uppsölum snır aftur í sumar
Gísli á Uppsölum snır aftur í sumar

Gleðilegt sumar öll sem eitt. Mikið er nú gott að sumarið sé komið þó það sé bara á dagatalinu, tíðin verið frekar erfið í vetur og svo þessi kóvítans veira. Hinn fyrsti dagur sumars lofar góðu hér á leikhúseyrinni, það er bjart og maður sér meira að segja yfir fjörð það hefur nú ekki alltaf verið þannig síðustu misseri. 

Kómedíuleikhúsið tekur sumrinu sérlega fagnandi og mun leikhúsið okkar yða að lífi í sumar. Þá tökum við í notkun okkar eigið leikhús, Gíslastaði í Haukadal Dýrafirði. Líklega er þetta minnsta atvinnuleikhús á Íslandi tekur aðeins 25 í sæti. Opnunarsýning leikhússins verður endurfrumsýning á einu af allra vinsælustu verkum okkar, Gísli á Uppsölum. Leikur sem var sýndur 83 sinnum bæði í Þjóðleikhúsinu og um land allt. Gísil á Uppsölum snýr aftur fimmtudaginn 4. júní á Gílsastöðum. Miðasala hefst í maí. Gísli á Uppsölum verður síðan á fjölunum alla fimmtudag í júní á Gíslastöðum Haukadal Dýrafirði.

Gleðilegt leikhússumar. 

Eldri færslur