miđvikudagurinn 6. desember 2017

Gísli Súrsson fyrir framtíđina

Í dag var Gísli Súrsson sýndur fyrir framtíðina í Árbæjarskóla. Nánar tiltekið fyrir elsta stigið. Var þetta jafnframt 315 sýning á leiknum sem er löngu orðið bæði Kómedíu, Vestfjarða og allskonar met. Á morgun verður Gísli sýndur í Öldutúnsskóla og á föstudag verða tvær sýningar fyrir framtíðina í Árborg. Verða sýningarnar í hinu stórskemmtilega Fischersetri á Selfossi. 

Engum datt nokkurn tíman í hug að vinsældir einleiksins Gísla Súrssonar urðu svona dásamlegar. Leikurinn var frumsýndur í febrúar árið 2005 og hefur verið á fjölunum allar götur síðan en þó með nokkrum hléum. Strax fyrsta sumarið, 2005, var leikurinn frumsýndur á ensku og í dag eru miklu fleiri sýningar á ensku en á íslensku. Það er engin leið að hætta og heldur engin ástæða til þegar vel gengur. Komandi sumar verður leikurinn reglulega á fjölunum á söguslóð nánar nefnt á Gíslastöðum í Haukadal Dýrafirði og verður m.a. sýndur fyrir skemmtiferðaskipagesti. 

miđvikudagurinn 29. nóvember 2017

Jólagjöf leikarans

Jólagjöf leikarans er Einleikjasaga Íslands
Jólagjöf leikarans er Einleikjasaga Íslands

Allir fá þá eitthvað fallegt og hvað er betra en að gefa leikaranum leiklistarbók. Einleikjasaga Íslands er þá sannarlega málið alveg einstakt bókverk sem á engan sinn líkan. Kómedíuleikhúsið gaf í haust út Einleikjasögu Íslands eftir einleikarann Elfar Loga Hannesson. Bókin fæst í verslunum Eymundsson um land allt. Einnig er hægt að panta bókina hjá okkur á sérstöku tilboðsverði aðeins 3.000.- krónur og þú þarft ekki einu sinni að greiða sendingargjaldið. Við sjáum um það. Gefðu leikaranum þínum Einleikjasögu Íslands. 

 

Einleikjasagan er alveg einstök og miklu lengri en margur heldur. Sem listform hefur líklega formið ávallt verið til, eða alveg frá því að leikur taldist til lista. Sama á við um einleikjasögu Íslands, og þó hér sé sagan sögð frá 19. öldinni með hinum einstöku farandleikurum, þá er næsta víst að lelikurinn hófst mun fyrr. Án efa bara strax í landnámi þegar blessað fólkið sat í skálum sínum í skammdeginu.

Í þessu einstaka bókverki segir einleikarinn Elfar Logi Hannesson sögu einleiksins á Íslandi. Allt frá landnámi til farandleikara og loks inní sjálft leikhúsið sem hefur  verið heimavöllur einleiksins síðustu hundrað árin eða svo. Vel má segja að ritari sé á heimavelli, því síðustu tvo áratugi hefur hann fátt annað gert en að elika einn, hver svo sem ástæðan er fyrir því. Ýmsir telja það vera vegna þess að hann sé bara svona lélegur leikari. 

miđvikudagurinn 25. október 2017

Gísli fyrir sunnan á helginni

Gísli útum allt á helginni
Gísli útum allt á helginni

Sýningar á hinu vinsæla leikverki Gísli á Uppsölum eru hafnar að nýju. Núna á helginni er margt um að vera ekki bara kosningar heldur og einar þrjár sýningar á Gísla á Uppsölum fyrir sunnan. Leikurinn hefst á föstudag í Hveragerði hvar sýnt verður í Skyrgerðinni kl.20.00. Miðasala er í blússandi gangi í síma 483 4000. Daginn eftir á kosningadag verður Gísli í Garðabæ. Sýnt verður í sal Leiksmiðjunnar Frigg sem er staðsett á Garðatorgi 1. Miðsala gengur sérlega vel og stendur yfir í síma: 868 5789. Daginn eftir á sunnudag verður Gísli í Mosfellsbæ. Sýnt verður í Hlégarði og hefst leikur kl.16.00. Miðasölusími er 896 9908. 

Nú vita allir hvar þeir eiga að vera á helginni. 

laugardagurinn 14. október 2017

Gísli á Uppsölum snýr aftur

Gísli á ferđ um landiđ
Gísli á ferđ um landiđ

Sýningar á hinu áhrifamikla og vinsæla leikriti Gísli á Uppsölum hefjast að nýju nú í lok október. Nú þegar er búið að bóka sýningar vítt og breytt um landið. Leikurinn hefst fyrir vestan þaðan liggur leiðin suður og svo norður. Leikritið hefur fengið afskaplega góða dóma gagnrýnenda sem áhorfenda um land allt. Nú þegar hefur leikurinn verið sýndur 66 sinnum sem er allavega 50 sinnum meira en við reiknuðum með. Draumur okkar í Kómedíuleikhúsinu er að geta farið með Gísla á Uppsölum í öll þorp og bæji landsins. 24 eru sýningarstaðirnir orðnir í dag og á næstunni bætast enn fleiri staðir við. Kómedíuleikhúsið tekur öllum boðum vel og með miklum áhuga svo við hvetjum hið duglega hugsjónafólk sem starfar um land allt til eflingar eigin héraðs að hafa samband. 

Fyrsta sýning á Gísla á Uppsölum eftir stutt sýningarhlé verður á dvalarheimilinu Hlíf Ísafirði 24. október komandi. Þaðan liggur leiðin suður hvar sýnt verður í Skyrgerðinni í Hveragerði föstudaginn 27. október. Daginn eftir sjálfan kosningadaginn verður sýnt í Garðabæ í húsakynninum Leiksmiðjunnar Frigg Garðatorgi. Suðurferð Gísla að þessu sinni lýkur í Mosfellsbæ hvar Gísli verður sýndur á sunnudag 29. október í Hlégarði. Miðasala á allar sýningar er í blússandi gangi.

Í nóvember liggur leið Gísla norður sýnt verður m.a. á Dalvík, Skagaströnd og Hofsósi. Miðasala á þær sýningar er einnig hafin. 

föstudagurinn 1. september 2017

Einleikjasaga Íslands komin út

Frábær föstudagur og við vorum að fá í hús einstaka bók Einleikjasögu Íslands. Alveg nokkra kassa og nú erum við á fullu að pakka bókin og senda til kaupaenda um land allt. Einnig í allar verslanir Eymundsson sem munu að vanda sjá um sölu á okkar bókverki. Einleikjasaga Íslands er fimmta bókin sem við gefum út og við erum vel spennt fyrir að gefa út meira. 

Höfundur Einleikjasögu Íslands er engin annar en einleikarinn Elfar Logi Hannesson. Vel má segja að ritari sé á heimavelli, því síðustu tvo áratugi hefur hann fátt annað gert en að leika einn, hver svo sem ástæðan er fyrir því. Ýmsir telja það vera vegna þess að hann sé bara svona lélegur leikari. Elfar Logi rekur einleikjasögu þjóðarinnar allt frá landnámi til farandleikara og loks inní sjálft leikhúsið sem hefur verið heimavöllur einleiksins síðustu hundrað árin eða svo. 

Einleikjasaga Íslands er sannlega einstök bók sem á enga sína líka. Bókin er prýdd fjölda einstakra mynda af einleikurum þjóðarinnar auk þess er þar að finna skrá yfir alla einleiki er settir hafa verið á senu í hinu íslenska atvinnuleikhúsi. Það er heldur ekki heldur á hverjum degi sem íslenskar leikhúsbókmenntir komast á prent. Þessi útgáfa var einsog svo margt annað í listinni heljarinnar langhlaup. Við ákáðum að fara þá leið að fjármagna bókverkið á Karolina fund. Víst er það apparat gott fyrir okkur einyrkjana í listinni því fátt er betra en að ná núllinu. Kómedíuleikhúsið þakkar öllum sínum fjárfestum fyrir að hafa trú á verkefninu og eitt er víst án ykkar hefið ekki verið neitt ævintýr. Og það sem meira er engin Einleikjasaga Íslands. 

Einleikjasaga Íslands fæst á heimasíðu Kómedíuleikhússins www.komedia.is. Einnig í verslunum Eymundsson um land allt. 

Megi einleikurinn vera með ykkur. 

Einleikjasaga Íslands er prentuð í Leturprent. 

mánudagurinn 28. ágúst 2017

Einleikjasagan rćđst á nćstu klukkutímum

Verđur kveikt á prentvélum?
Verđur kveikt á prentvélum?

Kómedíuleikhúsið hefur sérhæft sig í að setja upp einleiki og af þeim 40 verkum sem við höfum sett á senu eru lang flest þeirra einleikur. Nú höfum við stígið enn lengra inní einleikjaheiminn því ætlunin er að gefa út Einleikjasögu Íslands á bók. Það er hinsvegar spurning hvort úr því verði það ræðst bara á næstu klukkustundum. Núna vantar aðeins of mikið uppá, en þó er allt hægt.

Við fórum nefnilega þá leið í fjármögnun Einleikjasögunnar að leita til Karolindafund.is. Þar hefur fjármögnun staðið yfir síðustu misseri en nú er lokaspretturinn hafinn og verður sérlega spennandi. Þetta er nefnilega allt eða ekkert dæmi. Ef við náum ekki 100 prósent árangri í fjármögnuninni þá verður ekkert úr verkefninu. 

Það er því ekki eftir neinu að bíða heldur en að fjárfesta í Einleikjasögu Íslands og vissulega er fjármögnunarleiðirnar margar og sérlega einleiknar. Alveg frá einu eintaki yfir í að fá heilan einleik heim í stofu. Um er að ræða hinn einstaka leik Gísli á Uppsölum sem hefur notið fádæma vinsælda og verið sýndur um land allt. 

Gjörðu svo vel að fjárfesta hér lesandi góður og megi einleikurinn vera með þér

 

https://www.karolinafund.com/project/view/1773

miđvikudagurinn 5. júlí 2017

Verđur Einleikjasaga Íslands prentuđ?

Eftir ađeins 56 daga kemur í ljós hvort bókin verđi gefin út
Eftir ađeins 56 daga kemur í ljós hvort bókin verđi gefin út

Kómedíuleikhúsið hefur helgað sig einleikjaforminu að mestu allt síðan um aldamót. Enda höfum við aðeins haft einn leikara í okkar herbúðum meira og minna. Sá hinn sami hefur nánast leikið einn frá aldamótum. Hver svo sem ástæðan er, kannski er hann bara svona lélegur leikari?

Hvað um það hinn einstaki leikari sem um ræðir er Elfar Logi Hannesson sem segir að einleikjaformið hafi frekar valið hann en hann valið formið. Enda ekki ólíktlegt þar sem hann er eini atvinnuleikarinn sem hefur verið búsettur á Vestfjörðum síðan um áðurnefnd aldamót. 

Svo djúpt hefur einleikarinn Elfar Logi sökt sér í formið að síðustu ár hefur hann setið sveittur við að rita einleikjasögu Íslands. Nú nokkrum árum síðar er bókverkið tilbúið og eina sem vantar að að stiðja á prenta. 

En það er ekkert bara, það kostar alveg fullt af monnípeningum. Því hefur verið gripið til þess örþrifaráðs að leita samstarfs við fjármögnunar apparatið karolinafund.is Fjármögnunin er þegar hafin og fer fram hér

 

https://www.karolinafund.com/project/view/1773

 

Þetta er allt eða ekkert dæmi. Við höfum sett okkur markmið og ef það næst ekki þá verður ekkert úr útgáfunni. Þegar þetta er ritað eru 56 dagar til stefnu. Þætti okkur vænt um ef þú lesandi góður leggðir okkur lið. Enda veitir ekki af að bæta við hina íslensku leikhúsbókmenntaflóru og hvað þá með svo sérhæfðu efni sem Einleikjasögu Íslands. 

föstudagurinn 2. júní 2017

Splunkuný barnabók - Muggur saga af skrák

Muggur saga af strák er ríkulega myndskreytt saga
Muggur saga af strák er ríkulega myndskreytt saga

Kómedíuleikhúsið hefur gefið út barnabókina Muggur saga af strák. Hér er á ferðinni einlæg saga fyrir börn á öllum aldri. Bókin fjallar um strákinn Guðmund er kallaður var Muggur. Hann á heima í litlu þorpi fyrir vestan og víst gjörist þar margt ævintýralegt.

Höfundar bókarinnar Muggur saga af strák eru listahjónin Elfar Logi Hannesson og Marsibil G. Kristjánsdóttir. Bókin er ríkulega mynskreytt af Marsbil en Elfar Logi gefur orðin í sögunni. 

Muggur saga af strá fæst hjá Kómedíuleikhúsinu. Það er einfalt að panta einfaldlega sendið tölvupóst á netfangið komedia@komedia.is og bókin er þín. 

Muggur saga af strák fæst einnig í verslunum Eymundsson um land allt. 

miđvikudagurinn 10. maí 2017

Gísli aftur í Ţjóđleikhúsiđ

Gísli í Ţjóđleikhúsinu á nýjan leik
Gísli í Ţjóđleikhúsinu á nýjan leik

Gísli á Uppsölum hefur sannarlega slegið í gegn hjá landanum og hefur nú þegar verið sýndur yfir 50 sinnum um land allt. Í vetur var leikurinn sýndur 14 sinnum í Þjóðleikhúsinu og var hætt fyrir fullu húsi. Svo nú er Gísli mættur aftur í Þjóðleikhúsið og verða fjórar aukasýningar núna í maí. Miðasala á allar sýningar er löngu hafin og gengur mjög vel. Miðasala fer fram á www.tix.is einnig er hægt að panta í miðasölusíma Þjóðleikhússins. 

Miðasölusími: 551 1200.


Aukasýningarnar á Gísla á Uppsölum í Þjóðleikhúsinu í maí:

15. sýning lau. 13. maí kl.17.00

16. sýning sun. 14. maí kl.17.00

17. sýning lau. 20. maí kl.17.00

18. sýning sun. 21. maí kl.17.00


Bćjarstjórinn og leikhússtjórinn smćla
Bćjarstjórinn og leikhússtjórinn smćla

Síðustu ár hefur verið sérstakur samstarfssamningur millum Kómedíuleikhússins og Ísafjarðarbæjar. Samningurinn er bæði verkefna og styrktarsamningur. Þannig vinnur leikhúsið fjölmörg verkefni fyrir bæinn árlega auk þess að fá fasta styrktarupphæð árlega. Skal þess getið strax að fyrir þennan samning var rekstur leikhússins í járnum oftar en alla daga. Samningur þessi rann svo út á liðnu ári svo einsog ávallt þarf að gjöra þegar þannig er þá er mikilvægt að horfa yfir farin veg. Skoða hvernig til hafi tekist og gera jafnvel einhverjar breytingar ef þannig verkast. 

Við gáfum okkur góðan tíma og loks núna 2. maí var samstarfssamingur okkar við Ísafjarðarbæ endurnýjaður. Við í Kómedíuleikhúsinu eru sérlega þakklát og já bara hrærð á þessum tímamótum. Um leið lítum við á þessa endurnýjun sem ákveðna viðurkenningu á okkar störfum. 

Eldri fćrslur