sunnudagurinn 16. mars 2014
Vík í Mýrdal og svo Selfoss
Við erum á blússandi leikferð með þrjár leiksýningar. Í dag sýndum við Fjalla-Eyvind í heimasveit söguhetjunnar. Sýnt var í hinu stóglæsilega félagsheimili á Flúðum. Þétt setinn var bekkurinn og mikið hlegið. Á morgun, mánudag, sýnum við Búkollu og verðlaunaleikinn Gísla Súrsson fyrir framtíðina á Vík í Mýrdal. Nemendur grunnskólans munu mæta galvaskir í morgunsárið yngri deildin skemmtir sér með Búkollu og félögum. Eldri deildin mun síðan horfa á Gísla Súrsson. Á þriðjudag verður Gísli Súrsson aftur á fjölunum og þá í Sunnulækjaskóla á Selfossi.
Síðan skundar kómíska bifreiðin heim á Ísafjörð þar sem æfingar halda áfram á nýju íslensku leikverki Halla. Um er að ræða barnaleikrit byggt á samnefndri ljóðabók eftir vestfirska skáldið Stein Steinarr. Halla verður frumsýnd í sal Listasafnsins á Bókasafninu á Ísafirði laugardaginn 12. apríl.
19.10.2021 / 11:32
Leiksýningar til sölu
Vantar þig leiksýningu fyrir hátíðina, hópinn, fyrirtækið eða mannamótið. Við höfum úrval leiksýninga í boði fyrir þig og sýnum um land allt. Nánari upplýsingar í síma: 891 7025 eða á komedia@komedia.is Kómedíuleikhúsið - leikhúsið í vestri Bakkabræður - Dimmalimm -... Meira10.09.2021 / 11:06