Ómar Már Jónsson sveitastjóri Súðavíkurhrepps og Elfar Logi Hannesson Kómedíuleikhússtjóri undirrita verkefnasamninginn.
Ómar Már Jónsson sveitastjóri Súðavíkurhrepps og Elfar Logi Hannesson Kómedíuleikhússtjóri undirrita verkefnasamninginn.

Í gær var undirritaður verkefnasamningur milli Kómedíuleikhússins og Súðavíkurhrepp. Samskonar samningur var í gildi á síðasta ári og var mikil ánægja með það samstarf. Verkefnasamningurinn við Súðavíkurhrepp felur í sér fjölmörg verkefni sem Kómedíuleikhúsið mun sýna víða í hreppnum á árinu. Samningur sem þessi er mikið fagnaðarefni fyrir Kómedíuleikhúsið og þökkum við Súðavíkurhrepp fyrir traust og trú í okkar garð. Rekstur leikhús getur oft verið skrautlegur stundum er mikið að gera og stundum minna líkt og í hvaða fyrirtæki sem er. Því er verkefnasamningur sem þessi mikilvægur fyrir starfsemi atvinnuleikhús Vestfjarða á ársgrundvelli. 

Verkefnin í samningi Kómedíuleikhússins við Súðavíkurhrepp árið 2014 eru:

 

Ein leiksýning fyrir leik- og grunnskóla Súðavíkur.

Ein uppákoma í Melrakkasetri Íslands.

Ein uppákoma á Bláberjadögum.

Ein uppákoma á Miðaldahátíð í Heydal um verslunarmannahelgina.