
mánudagurinn 24. febrúar 2014
Vel lukkuð leikferð um Norðurland
Kómedíuleikhúsið var á leikferðalagi um Norðurland liðna helgi. Tvær leiksýningar voru í skotti hinni kómísku bifreið, Búkolla - Ævintýraheimur Muggs og nýjasta sýning okkar Fjalla-Eyvindur. Búkolla var sýnd fyrir nema grunnskóla Fjallabyggðar og var sýnt bæði á Ólafsfirði og Siglufirði. Mikið stuð var á sýningunum og viðtökur mjög góðar. Á laugardag vorum við komin til Blönduós og þar tók Fjalla-Eyvindur við. Sýnt var á hinni einstöku Eyvindarstofu á Blönduósi og var aðsókn á sýninguna ljómandi góð.
Kómedíuleikhúsið hefur ávallt verið duglegt að ferðast um landið með sýningar sínar. Það er sérlega ánægjulegt hve vel hefur verið tekið í verk okkar og hve víða við höfum sýnt um landið.
Í mars fer kómsíka bifreiðin aftur af stað í leikferð. Þá verða þrjár leiksýningar á ferðinni. Áðurnefndar Búkolla og Fjalla-Eyvindur. Í hópinn bætist svo verðlaunasýningin Gísli Súrsson. Bókanir á sýningum standa enn yfir en þegar eru bókaðar sýningar á Hólmavík, Hvolsvelli, Flúðum og Vík í Mýrdal.
Getum bætt fleiri sýningarstöðum á þessu leikferðalagi. Áhugasamir sendi tölvupóst á komedia@komedia.is einnig er hægt að hringja í síma 891 7025. Tökum öllum tilboðum fagnandi.
20.11.2025 / 09:52
Leiklist á Ísafirði komin út
Kómedíuleikhúsið hefur gefið út bókina Leiklist á Ísafirði eftir Elfar Loga Hannesson, blekbónda. Í bókinni rekur höfundur leiksögu Ísafjarðar, bæjarins við flæðarmálið, allt frá fyrstu vituðu leikuppfærslu sem var svo snemma sem árið 1854 til samtímans eða þegar Litli ... Meira19.10.2021 / 11:32

