mánudagurinn 25. febrúar 2013
Uppselt alla helgina á Sigvalda
Um helgina frumsýndi Kómedíuleikhúsið leikritið Sigvaldi Kaldalóns. Óhætt er að segja að vel hafi verið tekið í sýninguna því uppselt var á báðar sýningar helgarinnar. Því hefur verið ákveðið að blása til aukasýningar um næstu helgi. Sýnt verður sunnudaginn 3 .mars og hefst sýningin kl.20. Miðasala er þegar hafin og fer fram í Vestfirzku verzluninni á Ísafirði. Einnig er hægt að panta miða í miðasölusíma Kómedíu 891 7025.
Leikritið Sigvaldi Kaldalóns fjallar um ár þessa ástsæla listamanns fyrir vestan nánar tiltekið í Ísafjarðardjúpi. Þar dvaldi hann í ein ellefu ár sem læknir. Þessi tími var um margt merkilegur í ævi doktorsins og tónskáldsins bæði hvað varðar listina og lífið. Höfundur og leikari er Elfar Logi Hannesson. Dagný Arnalds gerir allt í senn leikur, syngur og spilar einsog engill.
19.10.2021 / 11:32
Leiksýningar til sölu
Vantar þig leiksýningu fyrir hátíðina, hópinn, fyrirtækið eða mannamótið. Við höfum úrval leiksýninga í boði fyrir þig og sýnum um land allt. Nánari upplýsingar í síma: 891 7025 eða á komedia@komedia.is Kómedíuleikhúsið - leikhúsið í vestri Bakkabræður - Dimmalimm -... Meira10.09.2021 / 11:06