miðvikudagurinn 7. desember 2016

Uppselt á Gísla á Uppsölum á Selfossi

Uppselt á Selfossi og í Bolungarvík
Uppselt á Selfossi og í Bolungarvík

Hin áhrifamikla sýning Gísli á Uppsölum verður á fjölunum á Selfossi á helginni. Nú þegar er orðið uppselt á sýninguna sem er á föstudag 9. desember. Sýnt verður í hinnu frábæra Fischersetri og hefst leikur klukkan átta. Aðeins verður um þessa einu sýningu að ræða á Selfossi að þessu sinni. 

Gaman er að geta þess að ein sýning verður á Gísla fyrir jól og það er einnig uppselt á hana. Sú sýning verður í Bolungarvík 14. desember. Verður það jafnframt 20 sýningin á leiknum sem var frumsýndur á söguslóðum í Selárdal í lok september liðnum. 

Eftir áramót hefjast sýningar á Gísla á Uppsölum í Þjóðleikhúsinu. Aðeins örfá sæti eru nú laus á fyrri sýninguna sem er föstudaginn 13. janúar. Önnur sýning verður sunnudaginn 15. janúar. Miðasala á báðar sýningarnar í Þjóðleikhúsinu fer fram hér

 

https://tix.is/is/buyingflow/tickets/3433/