föstudagurinn 29. mars 2019
Uppselt á Dimmalimm á helginni
Dimmalimm verður sýnt í Þjóðleikhúsinu á laugardag. Uppselt er á sýninguna einsog verið hefur frá því sýningar hófust. Gaman er að segja frá því að það er einnig orðið uppselt á næstu sýningu þar á eftir. Búið er að bæta við aukasýningu á Dimmalimm í Þjóðleikhúsinu laugardaginn 6. apríl kl. 15.30. Miðasala stendur yfir og gengur mjög vel á www.tix.is
Dimmalimm var frumsýnt fyrir smekkfullu Þjóðleikhúsi 16. mars síðastliðin. Hér er á ferðinni splunkuný leikgerð Bílddælinganna Elfars Loga og Þrastar Leó á ævintýrinu Dimmalimm eftir sveitunga þeirra, Mugg. Stefnt er að því að fara með Dimmalimm sem víðast um landið og nú þegar eru áformaðar sýningar á Þingeyri á páskum komandi.
Dimmalimmlagið, eftir Björn Thoroddsen sem einnig er frá Bíldudal, er aðgengilegt á tónlistarveitunni Spotify og fljótlega verður hægt að hlusta á ævintýrið sjálft á storytel.is
Hér má sjá kynningarmyndband um leikritið Dimmalimm https://www.youtube.com/watch?v=F-KJCev9iNg
19.10.2021 / 11:32
Leiksýningar til sölu
Vantar þig leiksýningu fyrir hátíðina, hópinn, fyrirtækið eða mannamótið. Við höfum úrval leiksýninga í boði fyrir þig og sýnum um land allt. Nánari upplýsingar í síma: 891 7025 eða á komedia@komedia.is Kómedíuleikhúsið - leikhúsið í vestri Bakkabræður - Dimmalimm -... Meira10.09.2021 / 11:06