
laugardagurinn 9. mars 2019
Uppselt á Dimmalimm
Kómedíuleikhúsið frumsýnir nýtt barnaleikrit Dimmalimm í Þjóðleikhúsinu eftir eina viku. Nú þegar er orðið uppselt á frumsýninguna 16. mars og örfá sæti laus á aðra sýningu 23. mars. Miðasala er einnig hafin á þriðju sýningu á Dimmalimm í Þjóðleikhúsinu sem verður laugardaginn 30. mars. Aðeins verður um þessar þrjár sýningar að ræða og því um að gera að panta sér miða sem fyrst. Miðasala er í gangi allan sólarhringinn á www.tix.is
20.11.2025 / 09:52
Leiklist á Ísafirði komin út
Kómedíuleikhúsið hefur gefið út bókina Leiklist á Ísafirði eftir Elfar Loga Hannesson, blekbónda. Í bókinni rekur höfundur leiksögu Ísafjarðar, bæjarins við flæðarmálið, allt frá fyrstu vituðu leikuppfærslu sem var svo snemma sem árið 1854 til samtímans eða þegar Litli ... Meira19.10.2021 / 11:32

