
þriðjudagurinn 20. ágúst 2013
Þrefaldur Gísli Súrsson
Vinsældir verðlaunaleikritsins Gísli Súrsson eru ekkert að minnka og fílum við það vel. Þrjár sýningar verða á þeim Súra í vikunni og verða þær allar á söguslóðum kappans í Haukadal í Dýrafirði. Á miðvikudag koma 150 erlendir háskólanemar í dalinn til að sjá sýninguna og ganga á slóðir sögunnar. Þar sem fjöldin er svona mikill þá verða sýningarnar tvær og að sjálfsögðu verða þær á ensku. Á föstudag kemur svo 40 manna íslenskur hópur í Haukadalinn til að horfa á Gísla Súrsson á Gíslastöðum.
20.11.2025 / 09:52
Leiklist á Ísafirði komin út
Kómedíuleikhúsið hefur gefið út bókina Leiklist á Ísafirði eftir Elfar Loga Hannesson, blekbónda. Í bókinni rekur höfundur leiksögu Ísafjarðar, bæjarins við flæðarmálið, allt frá fyrstu vituðu leikuppfærslu sem var svo snemma sem árið 1854 til samtímans eða þegar Litli ... Meira19.10.2021 / 11:32

